Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir

Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt (e. smallpox) var fyrst notað í Evrópu á 15. öld til að aðgreina hana frá sýfilis (e. great pox).

Bólusóttin, sem drap þriðjung smitaðra einstaklinga, er talin hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Áætlað er að um 300-500 milljónir manna hafi látist af völdum bólusóttar á 20. öldinni.1 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization) er ekki lengra síðan en árið 1967 að áætlað var að 15 milljónir manna hafi smitast af bólusótt og um tvær milljónir manna látist það ár.2 Eftir því sem íbúum jarðar fjölgaði og ferðalög jukust á milli landa, náði veiran bólfestu um heim allan.

Stúlka í Bangladess smituð af bólusótt. Myndin er frá 1973 en nokkrum árum síðar var búið að útrýma bólusótt úr heiminum.

Ekki er vitað nákvæmlega hvar og hvenær bólusótt kemur fyrst fram en talið er að sjúkdómurinn hafi átt upphaf sitt fyrir um 10.000 árum í Norður-Afríku og hafi þaðan breiðst út um hinn forna heim. Fyrstu raunverulegu heimildirnar um bólusótt er að finna á múmíu egypska faraósins Ramses V., en hann lést um 1157 f.Kr. Til Indlands barst sjúkdómurinn með kaupmönnum á fyrsta árþúsundi f.Kr., þaðan barst hann til Kína á fyrstu öld e.Kr. og til Japans á 6. öld. Líklegt er að krossfarar, kaupmenn og aðrir ferðalangar hafi síðan borið sjúkdóminn með sér til Evrópu á 11. og 12. öld.3

Bólusóttin barst til Ameríku með spænsku landvinningamönnunum og hefur að öllum líkindum átt mikinn þátt í að hjálpa þeim að leggja undir sig Ameríku á 16. öld með því að stráfella Asteka og Inka, sem höfðu ekkert ónæmi gegn sjúkdómnum. Indíánar Norður-Ameríku fengu sína útreið af völdum bólusóttar á 17. öld sem olli gífurlegum manndauða. Á 18. öld barst svo bólusóttin til Ástralíu og hafði sömu áhrif þar.

Allt fram að 18. öld lést tíunda hvert barn í Svíþjóð og Frakklandi af völdum bólusóttar og sjöunda hvert barn í Rússlandi. Dánartíðni var mjög há eða allt að 30% smitaðra. Talið er að á 18. öld í Evrópu hafi 400.000 manns látist árlega af völdum bólusóttar.4 Fylgikvillar sjúkdómsins voru til dæmis blinda og var þriðjungur skráðra blindutilfella á 18. öld vegna bólusóttar.5 Milli 65-80% eftirlifenda voru alsettir örum eftir graftarkýlin.

Stórabóla eins og bólusóttin var kölluð á Íslandi, geisaði nokkrum sinnum á Íslandi, en sérlega skæð bólusótt gekk yfir landið á árunum 1707-1709 þegar að stór hluti Íslendinga fékk sjúkdóminn og létust um 16.000-18.000 manns.6

Barn bólusett gegn bólusótt. Myndin er úr blaðinu Harper's Weekly í New York frá árinu 1870.

Það var árið 1798 að enski læknirinn Edward Jenner, sem stundum er kallaður faðir ónæmisfræðinnar, sýndi fram á að bólusetning með kúabóluvessa myndaði ónæmi fyrir bólusóttinni. Í fyrsta sinn vaknaði með mönnum von um að hægt væri að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi.

Á 7. áratug síðustu aldar setti Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin (WHO) í gang áætlun um að útrýma bólusóttinni, sem þá ógnaði 60% mannkyns, drap fjórða hvert fórnarlamb og slapp undan hvers konar meðferð.7

Með alheimsútrýmingaráætluninni tókst loks að vinna bug á hinni hræðilegu plágu, en síðasta skráða tilfellið var í Sómalíu árið 1977. Ári síðar, 1978 varð þó dauðsfall af völdum veirunnar, en það átti sér stað á rannsóknarstofu í Birmingham í Bretlandi þar sem verið var að meðhöndla veiruna.

Hinn 8. maí 1980 á áttunda fundi Alþjóðaheilbrigðisþingsins (e. World Health Assembly) undirritaði forseti þingsins Dr. A-R. A. Al-Awadi ályktun (WHA 33.3) sem lýsti yfir að hinum hrikalega sjúkdómi bólusótt hefði loks verið útrýmt.8

Nánar er fjallað um bólusótt í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar? og Er til lyf við bólusótt?

Tilvísanir

Myndir:


Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bólusótt. Aðrir spyrjendur eru:
Elín Melgar, Dagný Arnljótsdóttir, Margrét Brynjarsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir, Jónína Þórdís Helgadóttir, Tómas Alexander og Jóhanna Einarsdóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

2.3.2012

Spyrjandi

Ólafur Helgi, Árdís Björg Óttarrsdóttir, Maríanna Ástmarsdóttir og fleiri

Tilvísun

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13670.

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. (2012, 2. mars). Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13670

Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. „Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13670>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt (e. smallpox) var fyrst notað í Evrópu á 15. öld til að aðgreina hana frá sýfilis (e. great pox).

Bólusóttin, sem drap þriðjung smitaðra einstaklinga, er talin hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Áætlað er að um 300-500 milljónir manna hafi látist af völdum bólusóttar á 20. öldinni.1 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization) er ekki lengra síðan en árið 1967 að áætlað var að 15 milljónir manna hafi smitast af bólusótt og um tvær milljónir manna látist það ár.2 Eftir því sem íbúum jarðar fjölgaði og ferðalög jukust á milli landa, náði veiran bólfestu um heim allan.

Stúlka í Bangladess smituð af bólusótt. Myndin er frá 1973 en nokkrum árum síðar var búið að útrýma bólusótt úr heiminum.

Ekki er vitað nákvæmlega hvar og hvenær bólusótt kemur fyrst fram en talið er að sjúkdómurinn hafi átt upphaf sitt fyrir um 10.000 árum í Norður-Afríku og hafi þaðan breiðst út um hinn forna heim. Fyrstu raunverulegu heimildirnar um bólusótt er að finna á múmíu egypska faraósins Ramses V., en hann lést um 1157 f.Kr. Til Indlands barst sjúkdómurinn með kaupmönnum á fyrsta árþúsundi f.Kr., þaðan barst hann til Kína á fyrstu öld e.Kr. og til Japans á 6. öld. Líklegt er að krossfarar, kaupmenn og aðrir ferðalangar hafi síðan borið sjúkdóminn með sér til Evrópu á 11. og 12. öld.3

Bólusóttin barst til Ameríku með spænsku landvinningamönnunum og hefur að öllum líkindum átt mikinn þátt í að hjálpa þeim að leggja undir sig Ameríku á 16. öld með því að stráfella Asteka og Inka, sem höfðu ekkert ónæmi gegn sjúkdómnum. Indíánar Norður-Ameríku fengu sína útreið af völdum bólusóttar á 17. öld sem olli gífurlegum manndauða. Á 18. öld barst svo bólusóttin til Ástralíu og hafði sömu áhrif þar.

Allt fram að 18. öld lést tíunda hvert barn í Svíþjóð og Frakklandi af völdum bólusóttar og sjöunda hvert barn í Rússlandi. Dánartíðni var mjög há eða allt að 30% smitaðra. Talið er að á 18. öld í Evrópu hafi 400.000 manns látist árlega af völdum bólusóttar.4 Fylgikvillar sjúkdómsins voru til dæmis blinda og var þriðjungur skráðra blindutilfella á 18. öld vegna bólusóttar.5 Milli 65-80% eftirlifenda voru alsettir örum eftir graftarkýlin.

Stórabóla eins og bólusóttin var kölluð á Íslandi, geisaði nokkrum sinnum á Íslandi, en sérlega skæð bólusótt gekk yfir landið á árunum 1707-1709 þegar að stór hluti Íslendinga fékk sjúkdóminn og létust um 16.000-18.000 manns.6

Barn bólusett gegn bólusótt. Myndin er úr blaðinu Harper's Weekly í New York frá árinu 1870.

Það var árið 1798 að enski læknirinn Edward Jenner, sem stundum er kallaður faðir ónæmisfræðinnar, sýndi fram á að bólusetning með kúabóluvessa myndaði ónæmi fyrir bólusóttinni. Í fyrsta sinn vaknaði með mönnum von um að hægt væri að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi.

Á 7. áratug síðustu aldar setti Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin (WHO) í gang áætlun um að útrýma bólusóttinni, sem þá ógnaði 60% mannkyns, drap fjórða hvert fórnarlamb og slapp undan hvers konar meðferð.7

Með alheimsútrýmingaráætluninni tókst loks að vinna bug á hinni hræðilegu plágu, en síðasta skráða tilfellið var í Sómalíu árið 1977. Ári síðar, 1978 varð þó dauðsfall af völdum veirunnar, en það átti sér stað á rannsóknarstofu í Birmingham í Bretlandi þar sem verið var að meðhöndla veiruna.

Hinn 8. maí 1980 á áttunda fundi Alþjóðaheilbrigðisþingsins (e. World Health Assembly) undirritaði forseti þingsins Dr. A-R. A. Al-Awadi ályktun (WHA 33.3) sem lýsti yfir að hinum hrikalega sjúkdómi bólusótt hefði loks verið útrýmt.8

Nánar er fjallað um bólusótt í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar? og Er til lyf við bólusótt?

Tilvísanir

Myndir:


Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um bólusótt. Aðrir spyrjendur eru:
Elín Melgar, Dagný Arnljótsdóttir, Margrét Brynjarsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir, Jónína Þórdís Helgadóttir, Tómas Alexander og Jóhanna Einarsdóttir.

...