Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?

Jón Magnús Jóhannesson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt?

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af honum fer nú fjölgandi. Við bendum lesendum á að lesa það svar einnig.

Notkun bóluefnis gegn bólusótt, ásamt gífurlegum lýðheilsuinngripum, leiddi til þess að bólusótt varð fyrsti (og eini) smitsjúkdómurinn í mönnum sem tókst að útrýma. Þetta var formlega tilkynnt árið 1980 en bólusetning gegn bólusótt var stöðvuð víða fyrir þann tíma.

Bólusótt orsakaðist af bólusóttarveirunni (e. smallpox virus), en sú veira var frekar náskyld apabóluveiru (e. monkeypox virus, MPX). Aðrar skyldar veirur eru kúabóluveira (e. cowpox virus) og vaccinia-veira. Kúabóluveiran er talin vera sú veira sem Edward Jenner notaði sem fyrsta bóluefni við bólusótt; rannsókn á árangri slíkrar bólusetningar birtist árið 1798. Þannig var kúabóluveiran notuð lengi sem bóluefni við bólusótt. Síðar meir, eða um lok 19. aldar, var byrjað að skipta yfir í að nota vaccinia-veiruna, sem þótti öruggari og auðveldari í notkun. Hins vegar er nákvæmur uppruni þessarar veiru enn umdeildur. Þegar verið var að útrýma bólusótt var þannig notast við bóluefni sem innihélt afbrigði af vaccina-veirunni, en það afbrigði var fengið úr kálfavessa (e. calf lymph).

Bólusótt orsakaðist af bólusóttarveirunni sem var frekar náskyld apabóluveiru. Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu en ekki er vitað hversu lengi verndin dugar. Á myndinni sem er frá 1972, sést einstaklingur sem veiktist af bólusótt.

Framleiðsla þessa bóluefnis var hins vegar stöðvuð þegar bólusótt var formlega útrýmt. Með tíð og tíma fóru áhyggjur að koma fram um að bólusóttarveira, eða veira náskyld henni, yrði notuð sem efnavopn síðar meir. Einnig eru vissir einstaklingar sem gætu mögulega verið útsettir fyrir bólusóttarveirunni, eða skyldum veirum, við tilraunaaðstæður - því var farið í að þróa ný bóluefni við bólusótt, og eru tvö nú í notkun, annars vegar ACAM2000 og hins vegar bóluefni sem kallast modified vaccinia Ankara (MVA). Bæði þessi bóluefni byggja á notkun afbrigða vaccinia-veirunnar en í tilfelli MVA er veiran verulega veikluð.

Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu. Einnig fer kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið slíka bólusetningu sívaxandi með hverju ári. Það hefur í för með sér að fjöldi fólks sem hefur enga vörn gegn apabólu fer vaxandi.

Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu. Hins vegar þýðir þetta einnig að það er til bóluefni við apabóluveiru, og bóluefnið MVA er meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu.

Heimildir:
  • Ýtarlega heimildaskrá er að finna neðst í svari við spurningunni Hvað er apabóla?

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

15.6.2022

Spyrjandi

Guðrún Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2022. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83765.

Jón Magnús Jóhannesson. (2022, 15. júní). Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83765

Jón Magnús Jóhannesson. „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2022. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83765>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt?

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af honum fer nú fjölgandi. Við bendum lesendum á að lesa það svar einnig.

Notkun bóluefnis gegn bólusótt, ásamt gífurlegum lýðheilsuinngripum, leiddi til þess að bólusótt varð fyrsti (og eini) smitsjúkdómurinn í mönnum sem tókst að útrýma. Þetta var formlega tilkynnt árið 1980 en bólusetning gegn bólusótt var stöðvuð víða fyrir þann tíma.

Bólusótt orsakaðist af bólusóttarveirunni (e. smallpox virus), en sú veira var frekar náskyld apabóluveiru (e. monkeypox virus, MPX). Aðrar skyldar veirur eru kúabóluveira (e. cowpox virus) og vaccinia-veira. Kúabóluveiran er talin vera sú veira sem Edward Jenner notaði sem fyrsta bóluefni við bólusótt; rannsókn á árangri slíkrar bólusetningar birtist árið 1798. Þannig var kúabóluveiran notuð lengi sem bóluefni við bólusótt. Síðar meir, eða um lok 19. aldar, var byrjað að skipta yfir í að nota vaccinia-veiruna, sem þótti öruggari og auðveldari í notkun. Hins vegar er nákvæmur uppruni þessarar veiru enn umdeildur. Þegar verið var að útrýma bólusótt var þannig notast við bóluefni sem innihélt afbrigði af vaccina-veirunni, en það afbrigði var fengið úr kálfavessa (e. calf lymph).

Bólusótt orsakaðist af bólusóttarveirunni sem var frekar náskyld apabóluveiru. Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu en ekki er vitað hversu lengi verndin dugar. Á myndinni sem er frá 1972, sést einstaklingur sem veiktist af bólusótt.

Framleiðsla þessa bóluefnis var hins vegar stöðvuð þegar bólusótt var formlega útrýmt. Með tíð og tíma fóru áhyggjur að koma fram um að bólusóttarveira, eða veira náskyld henni, yrði notuð sem efnavopn síðar meir. Einnig eru vissir einstaklingar sem gætu mögulega verið útsettir fyrir bólusóttarveirunni, eða skyldum veirum, við tilraunaaðstæður - því var farið í að þróa ný bóluefni við bólusótt, og eru tvö nú í notkun, annars vegar ACAM2000 og hins vegar bóluefni sem kallast modified vaccinia Ankara (MVA). Bæði þessi bóluefni byggja á notkun afbrigða vaccinia-veirunnar en í tilfelli MVA er veiran verulega veikluð.

Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu. Einnig fer kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið slíka bólusetningu sívaxandi með hverju ári. Það hefur í för með sér að fjöldi fólks sem hefur enga vörn gegn apabólu fer vaxandi.

Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu. Hins vegar þýðir þetta einnig að það er til bóluefni við apabóluveiru, og bóluefnið MVA er meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu.

Heimildir:
  • Ýtarlega heimildaskrá er að finna neðst í svari við spurningunni Hvað er apabóla?

Mynd:...