Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er apabóla?

Jón Magnús Jóhannesson

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypox virus, MPX). Apabóla er súna (e. zoonosis), sem þýðir að sjúkdómurinn berst fyrst og fremst frá dýrum (aðallega nagdýrum) til manna; hins vegar er smit milli manna mögulegt.

Apabóluveiran tilheyrir ættinni Poxviridae sem inniheldur 22 ættkvíslir og 83 mismunandi tegundir veira. Veirur í þessari ætt eru kallaðar poxveirur. Poxveirur eru líklegast flóknustu veirur sem sýkja menn; þær eru risastórar, með tvíþátta DNA sem erfðaefni og ótrúlega fjölbreytt erfðamengi. Veiruagnir þessara veira eru svo stórar að þær sjást í vissum ljóssmásjám. Þær eiga það til að sýkja ótalmargar frumugerðir og haldast lengi virkar á ýmsum yfirborðum utan líkamans.

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Dökkrauði liturinn á heimskortinu sýnir staðfest tilvik WAC-hóps apabólu þann 13.6.2022.

MPX skiptist í raun í tvo hópa (e. clades) eftir skyldleika þeirra, annar hópurinn kallast mið-afríkuhópur (e. central African clade, CAC) og hinn vestur-afríkuhópur (e. west African clade, WAC). Til þessa hefur verið talið að veirur í CAC-hópnum bæði dreifist betur og valdi alvarlegri sjúkdómi. Að öðru leyti eru smitleiðir og sjúkdómsmynd milli þessara hópa keimlík. Þó talið sé að veirur í CAC-hópnum dreifist betur eru núverandi tilfelli apabólu utan Afríku vegna veira í WAC-hópi.

Líkt og á við um flestar sýkingar er erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni við að smitast af MPX. Það hefur endurtekið verið staðfest að einstaklingar geta verið einkennalausir eftir MPX-sýkingu - hins vegar er líklegt að þetta sé óalgengt, sérstaklega meðal þeirra sem hafa ekkert fyrra ónæmi gegn poxveirum (sjá nánar í svari við spurningunni Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?)

Hvernig er sjúkdómsferli þeirra sem sýkjast af apabólu?

Ef einkenni koma fram má skipta sjúkdómsferli apabólu í fjóra hluta til einföldunar: meðgöngutíma, hitafasa, útbrotafasa og batafasa.

Eftir að einstaklingur hefur smitast af MPX tekur vanalega um 5-14 daga fyrir einkenni að koma fram (þetta kallast meðgöngutíminn). Hins vegar getur meðgöngutíminn náð alveg upp í 21 dag.

Í kjölfarið á meðgöngutímanum kemur hitafasinn fram. Þessi fasi einkennist af ósértækum einkennum veirusýkingar á borð við hita, eitlastækkanir, slappleika og þreytu. Hiti er með algengustu einkennum apabólu; hins vegar er talið að um 15-20% þeirra sem fá apabólu greinist aldrei með hita. Eitlastækkanir, sérstaklega á hálsi, eru gagnlegar til að greina apabólu frá til dæmis hlaupabólu og mislingum.

Hitafasinn varir gjarnan í 1-4 daga en síðan koma útbrotin fram sem einkenna útbrotafasann. Þessi útbrot eru langsamlega algengasta birtingarform apabólu og koma fram í 95-100% tilfella. Útbrotin byrja sem rauðleitir, flatir blettir á húð sem þróast síðan á eftirfarandi máta: upphleyptir blettir, blöðrur með tærum vökva, blöðrur með greftri, opin sár, sár með skán sem síðan fellur af, heilbrigð húð grær yfir. Útbrotin byrja gjarnan (en ekki alltaf) á andliti og dreifast þaðan yfir á líkama og útlimi. Einnig eru útbrotin oftast á svipuðum stað í þroska. Útbrot geta einnig myndast á slímhúðum, til dæmis í munni, endaþarmi og á kynfærum.

Útbrot eru langsamlega algengasta birtingarform apabólu og koma fram í 95-100% tilfella.

Útbrotafasinn varir í sirka 2-4 vikur. Í kjölfarið hefst batafasinn. Flestir jafna sig að fullu eftir apabólu en fylgikvillar geta verið margir auk þess að apabóla getur orðið lífshættuleg sýking og leitt til dauða. Lífshættulegur sjúkdómur getur meira að segja komið fram án þess að tilteknir áhættuþættir séu til staðar, þó það sé sjaldgæft. Sjúkdómsgangurinn er þannig vægur í langflestum en vissir áhættuhópar eru í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi. Þar ber helst að nefna þungaðar konur (þar sem veiran getur einnig borist með blóði til fósturs), börn (sérstaklega börn undir 8 ára) og ónæmisbældir einstaklingar.

Er hægt að deyja af apabólu?

Hlutfall þeirra sem greinast með apabólu og deyja (e. case fatality ratio, CFR) hefur almennt verið erfitt að meta, enda ekki að fullu ljóst að við séum að grípa öll tilfelli hverju sinni. Einnig skiptir gerð MPX máli: besta mat á CFR fyrir tilfelli vegna WAC-veira er í kringum 1% en 10% fyrir tilfelli vegna CAC-veira. Hins vegar eru þessar tölur fengnar úr löndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu, næringu og hreinu vatni er oft verulega ábótavant.

Af hverju fara tilfelli apabólu nú vaxandi?

Þrátt fyrir að vera almennt sjaldgæfur sjúkdómur hefur algengi apabólu farið stigvaxandi síðustu ár af margþættum orsökum; hugsanlegar orsakir eru meðal annars eyðing skóga, loftslagsbreytingar, stríð, fólksflutningar og minnkandi ónæmi gegn bólusótt eftir útrýmingu sjúkdómsins.

Þannig hefur lengi verið búist við því að þessi smitsjúkdómur nái frekari dreifingu utan Afríku, auk þess að algengið fari vaxandi innan þeirra landa þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Fyrir árið 2022 höfðu innflutt tilfelli apabólu ásamt takmarkaðri dreifingu manna á milli aðeins greinst í fjórum löndum: Ísrael, Singapúr, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Hvernig berst apabóla til manna og af hverju heitir sjúkdómurinn þessu nafni?

Það er mjög mikilvægt að undirstrika að apabóla berst sjaldan til manna frá öpum. Af hverju er þá vísað í apa í nafni sjúkdómsins (og veirunnar)? Ástæðan er einfaldlega sú að apabóla greindist fyrst í öpum á rannsóknarstofu árið 1958. Margskonar nagdýr eru hýsildýr veirunnar, og þaðan getur veiran borist til bæði apa og manna.

Eftir að einstaklingur hefur sýkst af MPX og sjúkdómur hefur komið fram getur veiran smitast milli manna með nokkrum leiðum: með dropasmiti (mögulega úðasmiti) frá öndunarfærum, snertismiti (útbrotin sjálf eru mest smitandi hluti af apabólu) eða með svonefndum fómítum (hlutir í umhverfi sem smitefni berst á). Til dæmis er vel þekkt að apabóla dreifist með smituðum rúmfötum.

Hins vegar hefur dreifing manna á milli almennt verið lítil og nokkuð auðveld að hafa hemil á með viðeigandi smitvörnum. Dreifing manna á milli í núverandi faraldri er með sömu leiðum og áður - þó er athyglisvert að stór hluti tilfella er í karlmönnum sem sofa hjá karlmönnum (e. men who have sex with men, MSM). Talið er að leiðandi orsök fyrir þessu sé sú að smit barst fyrir tilviljun inn í hóp MSM, og dreifðist síðan með þeirri náinni snertingu sem fylgir kynlífi. Frekari rannsóknir á eðli dreifingarinnar í þessum faraldri eru í gangi.

Þannig er mikilvægt að undirstrika að allir geta fengið apabólu og náið samneyti manna á milli dugar eitt sér til að smitast. Einstaklingur með apabólu er talinn hætta að smita þegar heilbrigð húð hefur gróið yfir öll fyrri sár.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

14.6.2022

Síðast uppfært

15.6.2022

Spyrjandi

Guðrún Guðmundsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er apabóla?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2022, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83792.

Jón Magnús Jóhannesson. (2022, 14. júní). Hvað er apabóla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83792

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er apabóla?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2022. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83792>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er apabóla?
Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypox virus, MPX). Apabóla er súna (e. zoonosis), sem þýðir að sjúkdómurinn berst fyrst og fremst frá dýrum (aðallega nagdýrum) til manna; hins vegar er smit milli manna mögulegt.

Apabóluveiran tilheyrir ættinni Poxviridae sem inniheldur 22 ættkvíslir og 83 mismunandi tegundir veira. Veirur í þessari ætt eru kallaðar poxveirur. Poxveirur eru líklegast flóknustu veirur sem sýkja menn; þær eru risastórar, með tvíþátta DNA sem erfðaefni og ótrúlega fjölbreytt erfðamengi. Veiruagnir þessara veira eru svo stórar að þær sjást í vissum ljóssmásjám. Þær eiga það til að sýkja ótalmargar frumugerðir og haldast lengi virkar á ýmsum yfirborðum utan líkamans.

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Dökkrauði liturinn á heimskortinu sýnir staðfest tilvik WAC-hóps apabólu þann 13.6.2022.

MPX skiptist í raun í tvo hópa (e. clades) eftir skyldleika þeirra, annar hópurinn kallast mið-afríkuhópur (e. central African clade, CAC) og hinn vestur-afríkuhópur (e. west African clade, WAC). Til þessa hefur verið talið að veirur í CAC-hópnum bæði dreifist betur og valdi alvarlegri sjúkdómi. Að öðru leyti eru smitleiðir og sjúkdómsmynd milli þessara hópa keimlík. Þó talið sé að veirur í CAC-hópnum dreifist betur eru núverandi tilfelli apabólu utan Afríku vegna veira í WAC-hópi.

Líkt og á við um flestar sýkingar er erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni við að smitast af MPX. Það hefur endurtekið verið staðfest að einstaklingar geta verið einkennalausir eftir MPX-sýkingu - hins vegar er líklegt að þetta sé óalgengt, sérstaklega meðal þeirra sem hafa ekkert fyrra ónæmi gegn poxveirum (sjá nánar í svari við spurningunni Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?)

Hvernig er sjúkdómsferli þeirra sem sýkjast af apabólu?

Ef einkenni koma fram má skipta sjúkdómsferli apabólu í fjóra hluta til einföldunar: meðgöngutíma, hitafasa, útbrotafasa og batafasa.

Eftir að einstaklingur hefur smitast af MPX tekur vanalega um 5-14 daga fyrir einkenni að koma fram (þetta kallast meðgöngutíminn). Hins vegar getur meðgöngutíminn náð alveg upp í 21 dag.

Í kjölfarið á meðgöngutímanum kemur hitafasinn fram. Þessi fasi einkennist af ósértækum einkennum veirusýkingar á borð við hita, eitlastækkanir, slappleika og þreytu. Hiti er með algengustu einkennum apabólu; hins vegar er talið að um 15-20% þeirra sem fá apabólu greinist aldrei með hita. Eitlastækkanir, sérstaklega á hálsi, eru gagnlegar til að greina apabólu frá til dæmis hlaupabólu og mislingum.

Hitafasinn varir gjarnan í 1-4 daga en síðan koma útbrotin fram sem einkenna útbrotafasann. Þessi útbrot eru langsamlega algengasta birtingarform apabólu og koma fram í 95-100% tilfella. Útbrotin byrja sem rauðleitir, flatir blettir á húð sem þróast síðan á eftirfarandi máta: upphleyptir blettir, blöðrur með tærum vökva, blöðrur með greftri, opin sár, sár með skán sem síðan fellur af, heilbrigð húð grær yfir. Útbrotin byrja gjarnan (en ekki alltaf) á andliti og dreifast þaðan yfir á líkama og útlimi. Einnig eru útbrotin oftast á svipuðum stað í þroska. Útbrot geta einnig myndast á slímhúðum, til dæmis í munni, endaþarmi og á kynfærum.

Útbrot eru langsamlega algengasta birtingarform apabólu og koma fram í 95-100% tilfella.

Útbrotafasinn varir í sirka 2-4 vikur. Í kjölfarið hefst batafasinn. Flestir jafna sig að fullu eftir apabólu en fylgikvillar geta verið margir auk þess að apabóla getur orðið lífshættuleg sýking og leitt til dauða. Lífshættulegur sjúkdómur getur meira að segja komið fram án þess að tilteknir áhættuþættir séu til staðar, þó það sé sjaldgæft. Sjúkdómsgangurinn er þannig vægur í langflestum en vissir áhættuhópar eru í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi. Þar ber helst að nefna þungaðar konur (þar sem veiran getur einnig borist með blóði til fósturs), börn (sérstaklega börn undir 8 ára) og ónæmisbældir einstaklingar.

Er hægt að deyja af apabólu?

Hlutfall þeirra sem greinast með apabólu og deyja (e. case fatality ratio, CFR) hefur almennt verið erfitt að meta, enda ekki að fullu ljóst að við séum að grípa öll tilfelli hverju sinni. Einnig skiptir gerð MPX máli: besta mat á CFR fyrir tilfelli vegna WAC-veira er í kringum 1% en 10% fyrir tilfelli vegna CAC-veira. Hins vegar eru þessar tölur fengnar úr löndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu, næringu og hreinu vatni er oft verulega ábótavant.

Af hverju fara tilfelli apabólu nú vaxandi?

Þrátt fyrir að vera almennt sjaldgæfur sjúkdómur hefur algengi apabólu farið stigvaxandi síðustu ár af margþættum orsökum; hugsanlegar orsakir eru meðal annars eyðing skóga, loftslagsbreytingar, stríð, fólksflutningar og minnkandi ónæmi gegn bólusótt eftir útrýmingu sjúkdómsins.

Þannig hefur lengi verið búist við því að þessi smitsjúkdómur nái frekari dreifingu utan Afríku, auk þess að algengið fari vaxandi innan þeirra landa þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Fyrir árið 2022 höfðu innflutt tilfelli apabólu ásamt takmarkaðri dreifingu manna á milli aðeins greinst í fjórum löndum: Ísrael, Singapúr, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Hvernig berst apabóla til manna og af hverju heitir sjúkdómurinn þessu nafni?

Það er mjög mikilvægt að undirstrika að apabóla berst sjaldan til manna frá öpum. Af hverju er þá vísað í apa í nafni sjúkdómsins (og veirunnar)? Ástæðan er einfaldlega sú að apabóla greindist fyrst í öpum á rannsóknarstofu árið 1958. Margskonar nagdýr eru hýsildýr veirunnar, og þaðan getur veiran borist til bæði apa og manna.

Eftir að einstaklingur hefur sýkst af MPX og sjúkdómur hefur komið fram getur veiran smitast milli manna með nokkrum leiðum: með dropasmiti (mögulega úðasmiti) frá öndunarfærum, snertismiti (útbrotin sjálf eru mest smitandi hluti af apabólu) eða með svonefndum fómítum (hlutir í umhverfi sem smitefni berst á). Til dæmis er vel þekkt að apabóla dreifist með smituðum rúmfötum.

Hins vegar hefur dreifing manna á milli almennt verið lítil og nokkuð auðveld að hafa hemil á með viðeigandi smitvörnum. Dreifing manna á milli í núverandi faraldri er með sömu leiðum og áður - þó er athyglisvert að stór hluti tilfella er í karlmönnum sem sofa hjá karlmönnum (e. men who have sex with men, MSM). Talið er að leiðandi orsök fyrir þessu sé sú að smit barst fyrir tilviljun inn í hóp MSM, og dreifðist síðan með þeirri náinni snertingu sem fylgir kynlífi. Frekari rannsóknir á eðli dreifingarinnar í þessum faraldri eru í gangi.

Þannig er mikilvægt að undirstrika að allir geta fengið apabólu og náið samneyti manna á milli dugar eitt sér til að smitast. Einstaklingur með apabólu er talinn hætta að smita þegar heilbrigð húð hefur gróið yfir öll fyrri sár.

Heimildir:

Myndir:...