Sólin Sólin Rís 10:53 • sest 15:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:59 • Sest 05:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:39 • Síðdegis: 15:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:13 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr?

Guðrún Kvaran

Orðið syndaselur er notað um þann sem talið er að hafi syndgað mikið, brotið af sér. Hann getur verið mesti þrjótur. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Fyrirmyndin er líklega danska orðið syndebuk sem aftur er komið í dönsku úr þýsku Sündenbock. Merkingin þar er ‛blóraböggull’, það er ‛einhver sem skuld er skellt á (oft að ósekju)’ og því ekki hin sama og í íslenska orðinu. Sünde í þýsku merkir ‛synd’ og Bock er hafur, það er orðrétt ‛syndahafur’ og merkingarnar í dönsku orðliðunum eru hinar sömu.

Fyrirmynd orðsins syndaselur er líklega danska orðið syndebuk sem þýðir orðrétt syndahafur. Líklega ræður stuðlasetning því að á íslensku er talað um syndasel.

Orðið syndahafur þekkist einnig í íslensku utan Biblíunnar þótt ekki virðist það mikið notað. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr blaðinu Ísafold frá 1888: „Það er [ [...]] jeg, sem skuldinni er slegið upp á; jeg er látinn vera syndahafurinn.“ Þarna er merkingin hin sama og í dönsku og þýsku.

Selurinn í syndaselur er að öllum líkindum notaður vegna stuðlasetningar. Þótt merkingar stangist á eru án efa tengsl milli orðanna tveggja.

Mynd:

Upprunalega hljómaði spurningin svona:
Eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr? Hvernig syndgaði syndaselurinn?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.4.2012

Spyrjandi

Sigurður Ragnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2012. Sótt 4. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=62154.

Guðrún Kvaran. (2012, 2. apríl). Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62154

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2012. Vefsíða. 4. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62154>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr?
Orðið syndaselur er notað um þann sem talið er að hafi syndgað mikið, brotið af sér. Hann getur verið mesti þrjótur. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Fyrirmyndin er líklega danska orðið syndebuk sem aftur er komið í dönsku úr þýsku Sündenbock. Merkingin þar er ‛blóraböggull’, það er ‛einhver sem skuld er skellt á (oft að ósekju)’ og því ekki hin sama og í íslenska orðinu. Sünde í þýsku merkir ‛synd’ og Bock er hafur, það er orðrétt ‛syndahafur’ og merkingarnar í dönsku orðliðunum eru hinar sömu.

Fyrirmynd orðsins syndaselur er líklega danska orðið syndebuk sem þýðir orðrétt syndahafur. Líklega ræður stuðlasetning því að á íslensku er talað um syndasel.

Orðið syndahafur þekkist einnig í íslensku utan Biblíunnar þótt ekki virðist það mikið notað. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr blaðinu Ísafold frá 1888: „Það er [ [...]] jeg, sem skuldinni er slegið upp á; jeg er látinn vera syndahafurinn.“ Þarna er merkingin hin sama og í dönsku og þýsku.

Selurinn í syndaselur er að öllum líkindum notaður vegna stuðlasetningar. Þótt merkingar stangist á eru án efa tengsl milli orðanna tveggja.

Mynd:

Upprunalega hljómaði spurningin svona:
Eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr? Hvernig syndgaði syndaselurinn?
...