Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Þegar eldur brennur losnar svokölluð efnaorka (e. chemical energy) úr læðingi. Sameindir efnisins sem er að brenna taka að hreyfast með miklum hraða og sleppa frá efninu.

Orkan sem losnar breytist í aðrar myndir af orku. Hluti af orkunni myndar ljós en annar hluti orkunnar berst til okkar sem varmi. Í raun og veru er efnaorkan ekkert annað en hreyfiorka og stöðuorka rafeinda og atómkjarna í sameindunum, eins og hægt er að lesa um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?

Hluti af orkunni sem losnar við bruna myndar ljós.

Bæði ljósorkan og varmaorkan í brunanum eru rafsegulbylgjur. Munurinn felst einungis í mismunandi sveiflutíðni. Ljósið sem við sjáum af logandi eldi eru sveiflur í raf- og segulsviði með sveiflutíðni sem augu okkar eru næm fyrir. Langstærsti hluti bylgnanna við bruna er innrautt ljós sem við sjáum ekki en skynjum sem hita.

Mynd af rafsegulrófinu. Á myndinni er „sýnilegi“ hluti rafsegulrófsins tilgreindur sérstaklega. Innrauða ljósið er hægra megin við sýnilega ljósið.

Bruni efnis felst í því að efnið gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Kertalogi er dæmi um bruna, hann myndast við það að vaxið í kertinu brennur. Við brunann rofna bæði súrefnissameindirnar og sameindir í vaxinu og orkan sem verður til við rofnunina kemur fram sem ljósorka og varmaorka. Við skynjum mismunandi ljósorku sem mismunandi liti. Blái liturinn sem við sjáum oft neðst í kertaloga er til að mynda orkuríkari en sá guli.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.4.2012

Spyrjandi

Dagur Ari Kristjánsson, f. 2000

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju lýsir eldurinn?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2012, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62349.

JGÞ. (2012, 17. apríl). Af hverju lýsir eldurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62349

JGÞ. „Af hverju lýsir eldurinn?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2012. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62349>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lýsir eldurinn?
Þegar eldur brennur losnar svokölluð efnaorka (e. chemical energy) úr læðingi. Sameindir efnisins sem er að brenna taka að hreyfast með miklum hraða og sleppa frá efninu.

Orkan sem losnar breytist í aðrar myndir af orku. Hluti af orkunni myndar ljós en annar hluti orkunnar berst til okkar sem varmi. Í raun og veru er efnaorkan ekkert annað en hreyfiorka og stöðuorka rafeinda og atómkjarna í sameindunum, eins og hægt er að lesa um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?

Hluti af orkunni sem losnar við bruna myndar ljós.

Bæði ljósorkan og varmaorkan í brunanum eru rafsegulbylgjur. Munurinn felst einungis í mismunandi sveiflutíðni. Ljósið sem við sjáum af logandi eldi eru sveiflur í raf- og segulsviði með sveiflutíðni sem augu okkar eru næm fyrir. Langstærsti hluti bylgnanna við bruna er innrautt ljós sem við sjáum ekki en skynjum sem hita.

Mynd af rafsegulrófinu. Á myndinni er „sýnilegi“ hluti rafsegulrófsins tilgreindur sérstaklega. Innrauða ljósið er hægra megin við sýnilega ljósið.

Bruni efnis felst í því að efnið gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Kertalogi er dæmi um bruna, hann myndast við það að vaxið í kertinu brennur. Við brunann rofna bæði súrefnissameindirnar og sameindir í vaxinu og orkan sem verður til við rofnunina kemur fram sem ljósorka og varmaorka. Við skynjum mismunandi ljósorku sem mismunandi liti. Blái liturinn sem við sjáum oft neðst í kertaloga er til að mynda orkuríkari en sá guli.

Myndir:

...