Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?

Sigurður Steinþórsson

Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræðihamar, bætir jarðeðlisfræðin aðferðafræði og mælitækjum eðlisfræðinnar til að rannsaka jörðina. Jafnframt hafa ýmsar sérgreinar jarðfræðinnar öðlast mikinn og flókinn tækjabúnað, sem þó einkum beinist að efnasamsetningu og (kristal)gerð jarðefna.

Hamarinn var lengi vel eitt helsta hjálpartæki jarðfræðinga.

Annar munur er í skólagöngu jarð- og jarðeðlisfræðinga sem víðast hvar er talsvert ólík. Jarðeðlisfræðinemar fylgja leið eðlisfræði með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði en taka jarðfræði nánast sem aukafag. Helstu auka- eða stoðfög jarðfræðinema eru oftast grasa- og/eða dýrafræði auk efnafræði. Við Háskóla Íslands hófst kennsla í jarðvísindum 1968 og lengst af hefur efnafræði verið helsta stoðgrein jarðfræðinnar ásamt minni háttar stærð- og eðlisfræði. Ástæðan fyrir mikilli áherslu á efnafræði í jarðfræðinámi er sú, að veigamiklar sérgreinar innan jarðfræðinnar − svo sem steindafræði, bergfræði, jarðefnafræði − eru mjög tengdar þeirri vísindagrein.

Þriðji munur felst í viðfangsefnum jarð- og jarðeðlisfræðinga. Jarðfræðingar fást einkum við hinn sýnilega hluta jarðar − jarðlög á yfirborði og í borholum, eða sýnishorn sem krökuð eru upp af hafsbotni − og ráða í þau ferli sem að verki voru. Jarðeðlisfræðingar skyggnast dýpra í jörðina með skjálftamælingum, viðnámsmælingum, þyngdarmælingum og fleiru, en að minnsta kosti í jafn virku landi og Ísland er snúast mælingar jarðeðlisfræðinga ekki síst að vöktun eldstöðva og jarðskjálftasvæða, líkt og veðurfræðingar vakta veðrið frá degi til dags og reyna að spá í framhaldið.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

12.9.2012

Spyrjandi

Oddný Helga Einarsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?“ Vísindavefurinn, 12. september 2012, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62371.

Sigurður Steinþórsson. (2012, 12. september). Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62371

Sigurður Steinþórsson. „Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2012. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62371>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?
Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræðihamar, bætir jarðeðlisfræðin aðferðafræði og mælitækjum eðlisfræðinnar til að rannsaka jörðina. Jafnframt hafa ýmsar sérgreinar jarðfræðinnar öðlast mikinn og flókinn tækjabúnað, sem þó einkum beinist að efnasamsetningu og (kristal)gerð jarðefna.

Hamarinn var lengi vel eitt helsta hjálpartæki jarðfræðinga.

Annar munur er í skólagöngu jarð- og jarðeðlisfræðinga sem víðast hvar er talsvert ólík. Jarðeðlisfræðinemar fylgja leið eðlisfræði með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði en taka jarðfræði nánast sem aukafag. Helstu auka- eða stoðfög jarðfræðinema eru oftast grasa- og/eða dýrafræði auk efnafræði. Við Háskóla Íslands hófst kennsla í jarðvísindum 1968 og lengst af hefur efnafræði verið helsta stoðgrein jarðfræðinnar ásamt minni háttar stærð- og eðlisfræði. Ástæðan fyrir mikilli áherslu á efnafræði í jarðfræðinámi er sú, að veigamiklar sérgreinar innan jarðfræðinnar − svo sem steindafræði, bergfræði, jarðefnafræði − eru mjög tengdar þeirri vísindagrein.

Þriðji munur felst í viðfangsefnum jarð- og jarðeðlisfræðinga. Jarðfræðingar fást einkum við hinn sýnilega hluta jarðar − jarðlög á yfirborði og í borholum, eða sýnishorn sem krökuð eru upp af hafsbotni − og ráða í þau ferli sem að verki voru. Jarðeðlisfræðingar skyggnast dýpra í jörðina með skjálftamælingum, viðnámsmælingum, þyngdarmælingum og fleiru, en að minnsta kosti í jafn virku landi og Ísland er snúast mælingar jarðeðlisfræðinga ekki síst að vöktun eldstöðva og jarðskjálftasvæða, líkt og veðurfræðingar vakta veðrið frá degi til dags og reyna að spá í framhaldið.

Mynd:...