Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?

Síðari liðurinn -ræður er vel þekktur í orðunum áttræður, níræður, tíræður og er í hljóðskiptum við liðinn -rað í hundrað. Fram að áttræðu er notaður síðari liðurinn -tugur, tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur, sextugur, sjötugur, það er taldir eru þeir tugir sem viðkomandi hefur lifað. Á x-tugs aldri merkir þá að viðkomandi stefnir á áratuginn x.

Fyrst tíræður gat fengið merkinguna ‛100 ára’ er ekkert á móti því að tala um að einhver sé á *elfræðis aldri þótt engin dæmi finnist um það enn.

Orðið tólfræður er þekkt sem annars konar mælieining. Talað var, og er eitthvað enn, um tólfrætt dýpi, það er 120 faðma dýpi, og tólfrætt hundrað, það er 120.

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um tíræður sýna merkinguna ‛100 faðmar’, rétt eins og tólfræður, en eftir því sem fleiri komast yfir nírætt verður orðið algengara um aldur manns. Fyrst tíræður gat fengið merkinguna ‛100 ára’ er ekkert á móti því að tala um að einhver sé á *elfræðis aldri þótt engin dæmi finnist um það enn. Ekki er óhugsandi að einhver komist á *tólfræðis aldur fyrr en seinna. (Stjarnan merkir að dæmið er tilbúið.)

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Maður þekkir þegar talað er um að fólk sé á ákveðnu aldursskeiði, til dæmis á áttræðis-, níræðis-, og tíræðisaldri. En á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?

Útgáfudagur

9.8.2012

Spyrjandi

Páll Vilhjálmsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2012. Sótt 18. janúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=62433.

Guðrún Kvaran. (2012, 9. ágúst). Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62433

Guðrún Kvaran. „Á hvaða aldri er 103 ára gamall langafi minn?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2012. Vefsíða. 18. jan. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62433>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Áslaug Helgadóttir

1953

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað.