Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, mjólk flóðhesta er bleik á litinn!

Þessi kálfur hefur gætt sér á bleikri mjólk!

Flóðhestar seyta tveimur merkilegum efnasamböndum úr húðinni. Þau eru það einstök í dýraríkinu að þau bera heiti flóðhesta. Þetta eru efnin hipposudoric-sýra og norhipposudoric-sýra. Efnin eru rauðleit og hafa það hlutverk að verja flóðhestana fyrir sterkum geislum sólar og eru einnig bakteríudrepandi. Eitthvað af þessum efnum smitast í mjólkina þar sem hún berst úr mjólkurkirtlunum um rás og í spenann. Þetta gefur mjólk flóðhesta ljósbleikan blæ.

Mynd:

Útgáfudagur

22.5.2012

Spyrjandi

Bjarni Ólafsson, f. 1997

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2012. Sótt 19. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=62500.

Jón Már Halldórsson. (2012, 22. maí). Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62500

Jón Már Halldórsson. „Er flóðhestamjólk bleik og ef svo er, af hverju?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2012. Vefsíða. 19. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62500>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Lykt

Þegar við finnum lykt af tilteknu efni er það vegna þess að sameindir frá efninu hafa losnað út í loftið og komist í snertingu við svonefnda viðtaka í nefinu á okkur. Í nefholinu á okkur eru um 50 milljónir þefnema sem þekja um 5 fersentimetra af slímhúð. Talið er að heilbrigt nef geti fundið 10.000 mismunandi lyktartegundir.