Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru flestir steinar gráir?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis.

Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar bergtegundir innihalda aðallega eina gerð steinda en flestar tegundir eru settar saman úr margs konar steindum. Hægt er að lesa nánar um steindir og berg í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Litur bergs ræðst af myndunarhætti þess og efnasamsetningu, það er hvaða frumefni eru í þeim steindum sem bergið mynda. Bergtegundum er skipt í þrjá meginflokka eftir uppruna: Storkuberg sem myndast þegar kvika úr iðrum jarðar storknar, setberg sem verður til úr lausu seti sem myndað hefur þykk setlög og myndbreytt berg sem verður til þegar storkuberg eða setberg umbreytist við mikinn hita og þrýsting.Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og þess vegna eru flestir steinar hér á landi gráir.

Á Íslandi eru flestir steinar gráir af því að basalt, sem er ein tegund storkubergs og það berg sem hér er algengast, hefur þannig efnasamsetningu að það verður dökkt eða gráleitt að lit. Reyndar er ekki allt basalt eins á litinn; blágrýti er dökkt eða jafnvel svart á meðan grágrýti, sem er önnur gerð basalts, er grátt.

Bergtegundir í öðrum litum er þó einnig að finna hér á landi þótt þær séu ekki eins útbreiddar. Sem dæmi má nefna líparít eða ljósgrýti sem einnig er storkuberg. Líparít getur vissulega verið grátt eða jafnvel svart (hrafntinna) en getur einnig verið ljóst, gulleit eða bleikt á litinn.

Erlendis, þar sem bæði setberg og myndbreytt berg eru algengari en hér á landi, má sjá steina í öðrum litum en við eigum að venjast. Sem dæmi má nefna kalkstein sem er algengt setberg erlendis og myndar jafnvel heilu fjöllin. Kalksteinn er ljós á lit, jafnvel nánast hvítur.

Dæmi um þekktar jarðmyndanir úr kalksteini eru Dólómítafjöllin sem eru í suðaustanverðum Ölpunum og Doverklettarnir á Englandi. Annað dæmi um kalkstein, sem reyndar er myndbreyttur, er marmari, en hann finnst í ýmsum litum.

Sandsteinn er önnur gerð setbergs sem er til í mörgum litum. Til dæmis er kvarsríkur sandsteinn (kvars er ein gerð steinda) oft brún- eða rauðleitur sökum járnmengunar.Doverklettarnir (White Cliffs of Dover) hafa orðið mönnum yrkisefni.

Hér hefur ekki verið fjallað sérstaklega um steindir en þær geta verið í ýmsum litum. Sem dæmi má nefna kvarssteindirnar ametyst, sem er fjólublátt, reykkvars sem er reyklitað, mó- eða brúnleitt, jaspis sem er ýmist grænn, rauður eða móleitur og ópala sem einnig geta verið grænir, mó- eða rauðleitir.

Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um mismunandi liti steina en þau eru miklu fleiri. Að lokum má benda lesendum á svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

Á Vísindavefnum er einnig að finna fleiri svör um berg og steindir, til dæmis:

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Birgitta Eygló, f. 1996

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju eru flestir steinar gráir?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6257.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 6. október). Af hverju eru flestir steinar gráir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6257

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju eru flestir steinar gráir?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6257>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru flestir steinar gráir?
Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis.

Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar bergtegundir innihalda aðallega eina gerð steinda en flestar tegundir eru settar saman úr margs konar steindum. Hægt er að lesa nánar um steindir og berg í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Litur bergs ræðst af myndunarhætti þess og efnasamsetningu, það er hvaða frumefni eru í þeim steindum sem bergið mynda. Bergtegundum er skipt í þrjá meginflokka eftir uppruna: Storkuberg sem myndast þegar kvika úr iðrum jarðar storknar, setberg sem verður til úr lausu seti sem myndað hefur þykk setlög og myndbreytt berg sem verður til þegar storkuberg eða setberg umbreytist við mikinn hita og þrýsting.Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og þess vegna eru flestir steinar hér á landi gráir.

Á Íslandi eru flestir steinar gráir af því að basalt, sem er ein tegund storkubergs og það berg sem hér er algengast, hefur þannig efnasamsetningu að það verður dökkt eða gráleitt að lit. Reyndar er ekki allt basalt eins á litinn; blágrýti er dökkt eða jafnvel svart á meðan grágrýti, sem er önnur gerð basalts, er grátt.

Bergtegundir í öðrum litum er þó einnig að finna hér á landi þótt þær séu ekki eins útbreiddar. Sem dæmi má nefna líparít eða ljósgrýti sem einnig er storkuberg. Líparít getur vissulega verið grátt eða jafnvel svart (hrafntinna) en getur einnig verið ljóst, gulleit eða bleikt á litinn.

Erlendis, þar sem bæði setberg og myndbreytt berg eru algengari en hér á landi, má sjá steina í öðrum litum en við eigum að venjast. Sem dæmi má nefna kalkstein sem er algengt setberg erlendis og myndar jafnvel heilu fjöllin. Kalksteinn er ljós á lit, jafnvel nánast hvítur.

Dæmi um þekktar jarðmyndanir úr kalksteini eru Dólómítafjöllin sem eru í suðaustanverðum Ölpunum og Doverklettarnir á Englandi. Annað dæmi um kalkstein, sem reyndar er myndbreyttur, er marmari, en hann finnst í ýmsum litum.

Sandsteinn er önnur gerð setbergs sem er til í mörgum litum. Til dæmis er kvarsríkur sandsteinn (kvars er ein gerð steinda) oft brún- eða rauðleitur sökum járnmengunar.Doverklettarnir (White Cliffs of Dover) hafa orðið mönnum yrkisefni.

Hér hefur ekki verið fjallað sérstaklega um steindir en þær geta verið í ýmsum litum. Sem dæmi má nefna kvarssteindirnar ametyst, sem er fjólublátt, reykkvars sem er reyklitað, mó- eða brúnleitt, jaspis sem er ýmist grænn, rauður eða móleitur og ópala sem einnig geta verið grænir, mó- eða rauðleitir.

Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um mismunandi liti steina en þau eru miklu fleiri. Að lokum má benda lesendum á svar Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Af hverju eru steinar mismunandi á litinn?

Á Vísindavefnum er einnig að finna fleiri svör um berg og steindir, til dæmis:

Heimildir:...