Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er maður með blóð í líkamanum?

EDS

Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkornin eru mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans. Án blóðsins gætum við því ekki lifað.

Í fullorðnum einstaklingi eru um fimm lítrar af blóði en ungbörn eru með rúmlega 1 lítra. Það er talið alvarlegt ef fullorðið fólk missir meira en einn lítra af blóði eins og lesa má um í svari við spurningunni: Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

Hins vegar fer fólk að finna fyrir einkennum blóðleysis löngu áður en líkamann skortir svona mikið blóð. Helstu einkennin blóðleysis eru þreyta, ör eða þungur hjartsláttur, andþyngsli og svimi. Mikið blóðleysi getur meðal annars haft í för með sér hjartverk, höfuðverk og verki í fætur við áreynslu.

Rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins er svokallaður blóðvökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs. Hinn hluti blóðsins eru blóðfrumur sem fljóta í blóðvökvanum. Þær eru þrennskonar, rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Í svari við spurningunni Úr hverju er blóð? má lesa eftirfarandi:
Meginhlutverk rauðkornanna er að flytja súrefni frá lungum til vefja og koltvíoxíð frá vefjum til lungna. Rauðkorn eru disklaga með dæld báðum megin. Lögunin gerir það að verkum að yfirborð þeirra verður mikið, en það eykur upptöku súrefnis. Rauðkornin hafa ekki kjarna og geta því ekki fjölgað sér með skiptingu. Þau eru fyllt blóðrauða sem hefur það hlutverk að flytja súrefni en gefur blóðinu jafnframt rauðan lit.

Aðalhlutverk hvítkorna er að vernda líkamann fyrir bakteríum og veirum. Ólíkt rauðkornunum eru hvítkornin með kjarna eins og flestar aðrar frumur. Hvítkornin eru mikið færri en rauðkornin, við eðlilegar aðstæður eru um 5.000-10.000 hvítkorn á hvern rúmmillimetra blóðs en við sýkingu fjölgar þeim verulega. Megingerðir hvítkorna eru átfrumur og ónæmisfrumur...

... Blóðflögur eru örsmáar agnir sem fljóta um í blóðvökvanum og gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs. Blóðflögur verða til við það að agnir kvarnast úr umfrymi sérstakra frumna í beinmerg sem kallast megakaryocytar.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg önnur svör um blóð, til dæmis:Hægt er að finna fleiri svör um blóð með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Sveinn Andri Bjartmarsson, f. 1995

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Af hverju er maður með blóð í líkamanum? “ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6265.

EDS. (2006, 6. október). Af hverju er maður með blóð í líkamanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6265

EDS. „Af hverju er maður með blóð í líkamanum? “ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6265>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er maður með blóð í líkamanum?
Blóðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíoxíð þannig að þeir geti starfað eðlilega eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna? Einnig gegnir það hlutverki í vörnum líkamans þar sem hvítkornin eru mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans. Án blóðsins gætum við því ekki lifað.

Í fullorðnum einstaklingi eru um fimm lítrar af blóði en ungbörn eru með rúmlega 1 lítra. Það er talið alvarlegt ef fullorðið fólk missir meira en einn lítra af blóði eins og lesa má um í svari við spurningunni: Hvað er mikið blóð í mannslíkamanum? Hversu mikið blóð má maður missa áður en það verður hættulegt?

Hins vegar fer fólk að finna fyrir einkennum blóðleysis löngu áður en líkamann skortir svona mikið blóð. Helstu einkennin blóðleysis eru þreyta, ör eða þungur hjartsláttur, andþyngsli og svimi. Mikið blóðleysi getur meðal annars haft í för með sér hjartverk, höfuðverk og verki í fætur við áreynslu.

Rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins er svokallaður blóðvökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs. Hinn hluti blóðsins eru blóðfrumur sem fljóta í blóðvökvanum. Þær eru þrennskonar, rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur. Í svari við spurningunni Úr hverju er blóð? má lesa eftirfarandi:
Meginhlutverk rauðkornanna er að flytja súrefni frá lungum til vefja og koltvíoxíð frá vefjum til lungna. Rauðkorn eru disklaga með dæld báðum megin. Lögunin gerir það að verkum að yfirborð þeirra verður mikið, en það eykur upptöku súrefnis. Rauðkornin hafa ekki kjarna og geta því ekki fjölgað sér með skiptingu. Þau eru fyllt blóðrauða sem hefur það hlutverk að flytja súrefni en gefur blóðinu jafnframt rauðan lit.

Aðalhlutverk hvítkorna er að vernda líkamann fyrir bakteríum og veirum. Ólíkt rauðkornunum eru hvítkornin með kjarna eins og flestar aðrar frumur. Hvítkornin eru mikið færri en rauðkornin, við eðlilegar aðstæður eru um 5.000-10.000 hvítkorn á hvern rúmmillimetra blóðs en við sýkingu fjölgar þeim verulega. Megingerðir hvítkorna eru átfrumur og ónæmisfrumur...

... Blóðflögur eru örsmáar agnir sem fljóta um í blóðvökvanum og gegna mikilvægu hlutverki við storknun blóðs. Blóðflögur verða til við það að agnir kvarnast úr umfrymi sérstakra frumna í beinmerg sem kallast megakaryocytar.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg önnur svör um blóð, til dæmis:Hægt er að finna fleiri svör um blóð með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....