Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju fær maður fullnægingu?

EDS

Sóley Bender hefur fjallað nokkuð um kynlíf á Vísindavefnum, meðal annars svarað spurningunum Hvað er fullnæging? og Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu? Í fyrra svarinu segir hún meðal annars:
Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safnast blóð á ákveðnum svæðum líkamans (vasocongestion), einkum ytri og innri kynfæri og hins vegar magnast upp vöðvaspenna (neuromuscular tension). Við þessar breytingar hækkar púls og blóðþrýstingur. Ef kynferðislegt áreiti er þess eðlis að magna upp spennuna þá kemur að þeim tímapunkti að spennan losnar og kynferðisleg fullnæging á sér stað.

Áður en karlmaður fær fullnægingu hefur getnaðarlimur orðið stinnur vegna aukinnar blóðsóknar. Hjá karlmönnum verður kynferðisleg fullnæging í tveimur þrepum. Hið fyrra felur í sér að þrýsta sáðfrumum og sáðvökva inn í þvagrásina. Síðara þrepið felst í því að það verður samdráttur á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til þess að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni og við það verður sáðfall.

Í síðara svarinu segir um fullnægingu kvenna:
Líffræðilegur tilgangur fullnægingarinnar er væntanlega sá að aukin blóðsókn og taugaboð séu mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi kynfæra. Jafnframt sé mikilvæg sú líkamlega og andlega slökun og vellíðan sem kemur í kjölfar þessarar miklu spennulosunar.

Jafnframt virðast rannsóknaniðurstöður benda til þess að með því að kona tímasetji fullnæginguna eftir að karlmaðurinn hefur fengið sáðlát þá haldi hún betur sáðfrumum, sem auki ef til vill líkur á getnaði.

Af þessu má sjá að fullnægingin hefur líffræðilegan tilgang auk þess að skapa andlega og líkamlega vellíðan. Hjá körlum verður sáðfall við fullnægingu sem er grunnforsenda þess að getnaður eigi sér stað og hjá konum getur verið að fullnæging auki líkur á getnaði.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um kynlíf eftir sama höfund, til dæmis:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.10.2006

Spyrjandi

Arnar Ingi, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Af hverju fær maður fullnægingu?“ Vísindavefurinn, 9. október 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6272.

EDS. (2006, 9. október). Af hverju fær maður fullnægingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6272

EDS. „Af hverju fær maður fullnægingu?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6272>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður fullnægingu?
Sóley Bender hefur fjallað nokkuð um kynlíf á Vísindavefnum, meðal annars svarað spurningunum Hvað er fullnæging? og Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu? Í fyrra svarinu segir hún meðal annars:

Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safnast blóð á ákveðnum svæðum líkamans (vasocongestion), einkum ytri og innri kynfæri og hins vegar magnast upp vöðvaspenna (neuromuscular tension). Við þessar breytingar hækkar púls og blóðþrýstingur. Ef kynferðislegt áreiti er þess eðlis að magna upp spennuna þá kemur að þeim tímapunkti að spennan losnar og kynferðisleg fullnæging á sér stað.

Áður en karlmaður fær fullnægingu hefur getnaðarlimur orðið stinnur vegna aukinnar blóðsóknar. Hjá karlmönnum verður kynferðisleg fullnæging í tveimur þrepum. Hið fyrra felur í sér að þrýsta sáðfrumum og sáðvökva inn í þvagrásina. Síðara þrepið felst í því að það verður samdráttur á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til þess að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni og við það verður sáðfall.

Í síðara svarinu segir um fullnægingu kvenna:
Líffræðilegur tilgangur fullnægingarinnar er væntanlega sá að aukin blóðsókn og taugaboð séu mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi kynfæra. Jafnframt sé mikilvæg sú líkamlega og andlega slökun og vellíðan sem kemur í kjölfar þessarar miklu spennulosunar.

Jafnframt virðast rannsóknaniðurstöður benda til þess að með því að kona tímasetji fullnæginguna eftir að karlmaðurinn hefur fengið sáðlát þá haldi hún betur sáðfrumum, sem auki ef til vill líkur á getnaði.

Af þessu má sjá að fullnægingin hefur líffræðilegan tilgang auk þess að skapa andlega og líkamlega vellíðan. Hjá körlum verður sáðfall við fullnægingu sem er grunnforsenda þess að getnaður eigi sér stað og hjá konum getur verið að fullnæging auki líkur á getnaði.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um kynlíf eftir sama höfund, til dæmis:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....