Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?

EDS

Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem snjór fellur til jarðar sem snjór, slydda eða rigning eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Af hverju snjóar á Íslandi?

Ástæðu þess því að undanfarin ár hafa verið snjólétt á Íslandi má fyrst og fremst rekja til hlýinda eins og Trausti Jónsson útskýrir í svari sínu við spurningunni: Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir? Það segir meðal annars:
Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fellur hverfur fljótt aftur. Snjóleysi getur einnig orðið ef ekkert snjóar, þó kalt sé. Norðlægar vindáttir eru að jafnaði kaldar, suðlægar hlýjar, en vestlægar geta verið hvoru tveggja...

... Undanfarnir vetur hafa verið mjög hlýir, þó allsnörp kuldaköst hafi komið hafa þau verið skammvinn og snjó því tekið fljótt upp aftur að þeim loknum. Snjóleysið um norðaustanvert landið undanfarin ár verður að teljast óvenjulegt, en suðvestanlands er hins vegar fremur um afturhvarf til hlýrri ára um miðja síðustu öld að ræða, en þá var snjór oft mjög lítill í Reykjavík.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér nánar þau svör sem hér hefur verið vitnað til og önnur svör á Vísindavefnum um snjó og úrkomu, til dæmis:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.10.2006

Spyrjandi

Sylwia Bajkowska, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. október 2006, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6286.

EDS. (2006, 10. október). Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6286

EDS. „Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2006. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6286>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?
Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem snjór fellur til jarðar sem snjór, slydda eða rigning eins og fjallað er um í svari við spurningunni: Af hverju snjóar á Íslandi?

Ástæðu þess því að undanfarin ár hafa verið snjólétt á Íslandi má fyrst og fremst rekja til hlýinda eins og Trausti Jónsson útskýrir í svari sínu við spurningunni: Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir? Það segir meðal annars:
Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fellur hverfur fljótt aftur. Snjóleysi getur einnig orðið ef ekkert snjóar, þó kalt sé. Norðlægar vindáttir eru að jafnaði kaldar, suðlægar hlýjar, en vestlægar geta verið hvoru tveggja...

... Undanfarnir vetur hafa verið mjög hlýir, þó allsnörp kuldaköst hafi komið hafa þau verið skammvinn og snjó því tekið fljótt upp aftur að þeim loknum. Snjóleysið um norðaustanvert landið undanfarin ár verður að teljast óvenjulegt, en suðvestanlands er hins vegar fremur um afturhvarf til hlýrri ára um miðja síðustu öld að ræða, en þá var snjór oft mjög lítill í Reykjavík.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér nánar þau svör sem hér hefur verið vitnað til og önnur svör á Vísindavefnum um snjó og úrkomu, til dæmis:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....