Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?

MBS

Grænn litur laufblaða stafar af litarefninu blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum laufblaðanna. Í grænukornunum fer ljóstillífun fram, en blaðgrænan gegnir þar lykilhlutverki. Önnur litarefni, svokölluð karótín, eru einnig til staðar í grænukornum og taka þátt í ljóstillífun.

Plöntur eru mjög næmar fyrir breytingum á bæði hita- og birtustigi. Þegar tekur að kólna og dagurinn styttist fara fjölærar plöntur að búa sig undir vetrardvalann. Kesara Anamthawat-Jónsson segir í svari sínu við spurningunni: Af hverju koma haustlitirnir?:
Plöntur búa yfir innri klukku (circadian clock) eins og við. Klukkan stjórnar líffræðilegri starfsemi í samræmi við sólarhring og árstíma. Hjá plöntum stillir sólarljósið klukkuna.

- - -

Plöntur skynja bæði magn ljóssins (fjölda ljóseinda) og gæði þess (mismunandi bylgjulengdir). Þær geta skynjað daglengd eða skiptingu milli dags og nætur, og þannig skynja þær mismunandi

árstíma.

Þegar dag tekur að stytta, sendir innri klukkan merki um að breyta frumustarfsemi smám saman og undirbúa plöntuna fyrir veturinn.

Plantan undirbýr sig meðal annars með því að hætta framleiðslu litarefna. Blaðgrænan er óstöðugasta litarefnið og brotnar því fyrst niður og eyðist. Við það koma gulir og appelsínugulir litir karótín litarefnanna í ljós. Laufblöðin geta þó einnig tekið á sig rauðan lit, en það stafar af öðrum litarefnum í plöntufrumunni. Um það segir Ólafur Patrick Ólafsson í svari sínu við spurningunni: Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?
Rauðu haustlitirnir eru af völdum þriðja flokksins af litarefnum, svokallaðra antósíanín-litarefna. Þessi efni eru ýmist blá, fjólublá, dökkrauð eða skærrauð. Ólíkt blaðgrænu og [karótín] litarefnum er þau ekki að finna í grænukornum, heldur í himnubundnu geymslurými í plöntufrumum, svokölluðum safabólum. Litir margra aldina og blóma eru af völdum antósíanín litarefna.

Litarefni þessi myndast við svalt og bjart veður, eins og oft vill verða á haustin, á sama tíma og blaðgrænan er að brotna niður. Þess vegna eru haustlitirnir oft skærastir og fegurstir þau ár sem haustið einkennist af svölu og björtu veðri.

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, skv. samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

10.10.2006

Spyrjandi

Margrét Björg Ástvaldsdóttir, f. 1994

Tilvísun

MBS. „Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?“ Vísindavefurinn, 10. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6289.

MBS. (2006, 10. október). Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6289

MBS. „Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6289>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju skipta laufblöð um lit á haustin?
Grænn litur laufblaða stafar af litarefninu blaðgrænu (e. chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum laufblaðanna. Í grænukornunum fer ljóstillífun fram, en blaðgrænan gegnir þar lykilhlutverki. Önnur litarefni, svokölluð karótín, eru einnig til staðar í grænukornum og taka þátt í ljóstillífun.

Plöntur eru mjög næmar fyrir breytingum á bæði hita- og birtustigi. Þegar tekur að kólna og dagurinn styttist fara fjölærar plöntur að búa sig undir vetrardvalann. Kesara Anamthawat-Jónsson segir í svari sínu við spurningunni: Af hverju koma haustlitirnir?:
Plöntur búa yfir innri klukku (circadian clock) eins og við. Klukkan stjórnar líffræðilegri starfsemi í samræmi við sólarhring og árstíma. Hjá plöntum stillir sólarljósið klukkuna.

- - -

Plöntur skynja bæði magn ljóssins (fjölda ljóseinda) og gæði þess (mismunandi bylgjulengdir). Þær geta skynjað daglengd eða skiptingu milli dags og nætur, og þannig skynja þær mismunandi

árstíma.

Þegar dag tekur að stytta, sendir innri klukkan merki um að breyta frumustarfsemi smám saman og undirbúa plöntuna fyrir veturinn.

Plantan undirbýr sig meðal annars með því að hætta framleiðslu litarefna. Blaðgrænan er óstöðugasta litarefnið og brotnar því fyrst niður og eyðist. Við það koma gulir og appelsínugulir litir karótín litarefnanna í ljós. Laufblöðin geta þó einnig tekið á sig rauðan lit, en það stafar af öðrum litarefnum í plöntufrumunni. Um það segir Ólafur Patrick Ólafsson í svari sínu við spurningunni: Hvers vegna verða laufblöðin gul og rauð á haustin?
Rauðu haustlitirnir eru af völdum þriðja flokksins af litarefnum, svokallaðra antósíanín-litarefna. Þessi efni eru ýmist blá, fjólublá, dökkrauð eða skærrauð. Ólíkt blaðgrænu og [karótín] litarefnum er þau ekki að finna í grænukornum, heldur í himnubundnu geymslurými í plöntufrumum, svokölluðum safabólum. Litir margra aldina og blóma eru af völdum antósíanín litarefna.

Litarefni þessi myndast við svalt og bjart veður, eins og oft vill verða á haustin, á sama tíma og blaðgrænan er að brotna niður. Þess vegna eru haustlitirnir oft skærastir og fegurstir þau ár sem haustið einkennist af svölu og björtu veðri.

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, skv. samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....