Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943).

Jakob Benediktsson (1907-1999).

Af frásögnum Jakobs er ljóst að á Fjalli var mikið menningarheimili. Þar var meira af bókum en á flestum bæjum og söngur og tónlist í hávegum höfð. Heima lærði Jakob því að meta bæði bækur og tónlist og sú heimanfylgja reyndist honum hollt vegarnesti. Hann las allt sem hann náði í en þó einkum Íslendingasögur sem hann lærði sumar nánast utan bókar. Benedikt vildi að eldri sonurinn menntaðist, eins og oft var vaninn á þeim tíma, og sagði honum til sjálfur í upphafi. Jakob tók stúdentspróf utan skóla vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára námsstyrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Þó hafði hann unnið fyrir sér síðasta menntaskólaveturinn sem heimiliskennari.

Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til frekara náms. Hann valdi klassísku málin latínu og grísku að viðfangsefni, latínu sem aðalfag en grísku sem aukafag, og lauk kandídatsprófi árið 1932. Eftir að styrkinn þraut vann hann fyrir sér samhliða námi við margvísleg störf. Á árunum 1932 til 1937 var Jakob stundakennari við ýmsa framhaldsskóla í Kaupmannahöfn, meðal annars við Schneekloths Skole frá 1935-1937. Menntaskólakennslan hefur ekki verið fullt starf því að Jakobi bauðst að aðstoða Christian Blinkenberg forleifafræðing (1863-1948) við að gefa út grískar áletranir sem fundist höfðu við uppgröft í bænum Lindos á eynni Rhodos. Blinkenberg vann ásamt Karli Frederik Kinch (1853-1921) við uppröft í Lindos á árunum 1900-1914. Mesta athygli vakti fundur þeirra á hofkroníkunni sem talin er frá 99 f.Kr. Blinkenberg var prófessor við Kaupmannahafnarháskóla 1916-1926 en helgaði sig eftir það fornleifafræðinni. Með honum vann Jakob við áletranirnar á árunum 1933-1942 nokkra tíma á dag í loftlítilli kjallarakompu á Konunglega bókasafninu.

Áður en vinnunni með Blinkenberg lauk varð Jakob styrkþegi Árnanefndar (Den arnamagnæanske kommission) í Kaupmannahöfn. Því starfi gegndi hann frá 1939-1946. Meðal verkefna sem Árnanefnd ákvað að ráðast í 1939 og lagði fé til var gerð sögulegrar orðabókar yfir forna málið frá elstu textum og fram undir 1540. Þar var miðað við fyrstu bókina sem prentuð var á íslensku, Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem gefið var út í Hróarskeldu 1540. Stefán Einarsson prófessor við John Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum var ráðinn aðalritstjóri verksins en Jakob og Ole Widding ritstjórar. Vegna stríðsins komst Stefán ekki til Danmerkur og sagði starfinu lausu 1942. Jakob vann við orðabókarverkið til 1946 er hann fluttist aftur til Íslands. Það hefur án efa verið Jakobi góð reynsla að takast á við það með Ole Widding að skipuleggja svo mikið verkefni frá grunni. Velja þurfti texta til orðtöku, prentaðar bækur og skjöl með norsku efni fram til 1370 en íslensku fram til 1540. Svipað verk beið Jakobs á Íslandi þegar hann hafði tekið við forstöðumannsstöðu á nýstofnaðri Orðabók Háskólans og hefur hann þar getað byggt á fenginni reynslu.

Meðal þess fjölmarga sem Jakob fékkst við í Kaupmannahöfn var að þýða skáldverk Halldórs Laxness. Þegar 1935 kom út fyrsta þýðing hans. Það var Frie mænd en bókin Sjálfstætt fólk (fyrra bindi) kom fyrst út á Íslandi 1934. Síðari hluti kom út á dönsku 1936 undir heitinu Ásta Sóllilja en síðari hluti verksins hafði komið út á Íslandi ári fyrr.

Jakob Benediktsson þýddi mörg skáldverk Halldórs Laxness.

Á árunum 1937 til 1939 kom út ein þýðing á ári á verkum Halldórs, Verdens Lys 1937 (Ljós heimsins frá 1937), Sommerlandets Slot 1938 (Höll sumarlandsins frá 1938) og Det russiske Æventyr. Mindeblade 1939 (Gerska ævintýrið frá 1938). Halldór gat ekki fylgt Verdens lys eftir í Danmörku vegna stríðsins og varð að setja umboð til samninga í hendur Jakobs sem fékk þar enn eitt verkefnið. Árið 1941 kom út Himlens Skønhed (Hús skáldsins – Fegurð himinsins frá 1940) og síðasta þýðingin frá Hafnarárunum birtist 1946, Islands Klokke (Íslandsklukkan frá 1943). Það vekur athygli að Jakob þýddi allar þessar bækur fljótlega eftir að þær komu fyrst út á íslensku og átti því talsverðan þátt í að kynna Halldór fyrir dönskum lesendum.

Eftir að Jakob fluttist heim 1946 hélt hann áfram að þýða verk Halldórs Laxness. Árið 1947 kom út Den lyse Mø (Hið ljósa man 1944) og árið eftir København brænder (Eldur í Kaupinhafn 1946). Eins og áður leið ekki langur tími frá útgáfu bókanna á Íslandi og þar til Jakob hafði þýtt þær fyrir útgefandann í Kaupmannahöfn. Árið 1952 kom út síðasta þýðing Jakobs á verkum Halldórs sem hann vann að í samvinnu við konu sína og er þeirra beggja getið sem þýðenda. Það var Organistens hus sem kom út á Íslandi 1948 undir heitinu Atómstöðin.

Jakob kom að nokkrum útgáfum á Kaupmannahafnarárum sínum. Hin fyrsta þeirra kom út á vegum Hins íslenska fræðafélags 1939 að hvatningu Jóns Helgasonar sem þá var orðinn forseti félagsins. Um var að ræða ævisögu, bréf og ritgerðir Gísla Magnússonar sýslumanns, sem oft hefur verið nefndur Vísi-Gísli. Kom ritið út í röðinni Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga. Gísli var uppi 1621-1696, menntaðist vel í Danmörku, Hollandi og Englandi og var lærdómsmaður á sinni tíð með mikinn áhuga á búfræði og viðreisn Íslands.

Jakob sagði með þessu riti ekki með öllu skilið við Gísla en gaf 1979 út bréf sem sendiherra Dana í Haag skrifaði Kristjáni IV. Danakonungi þar sem fram komu hugmyndir Gísla um ýmsar framkvæmdir á Íslandi, meðal annars um brennisteinsvinnslu, vinnslu saltpéturs og saltvinnslu úr sjó.

Árið 1946 urðu breytingar á lífi þeirra Jakobs og Grethe konu hans. Kristinn E. Andrésson þurfti að fá tímabundið leyfi frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri Máls og menningar og leitaði til Jakobs um að leysa hann af. Jakob átti bæði að sjá um útgáfumál Máls og menningar og tímaritið.

Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648).

Eftir að heim var komið hélt Jakob áfram að sjá um útgáfu rita og styttri kafla og semja fræðirit. Á árunum 1950 til 1952 birtust í þremur bindum útgáfur hans á ritum Arngríms Jónssonar lærða í ritröðinni Bibliotheca Arnamagnæana IX-XI. Jakob birti þar nýjar útgáfur á verkum Arngríms eftir handritum og endurprentanir áður útgefinna rita. Verður að telja þessa útgáfu meðal merkustu verka hans. Fjórða bindið um Arngrím og verk hans birtist 1957 á ensku, einnig í Bibliotheca Arnamagnæana. Fyrri hlutinn var með litlum breytingum gefinn út sérstaklega sama ár með titlinum Arngrímur Jónsson and his works. Það rit var lagt fram sem doktorsritgerð og fór vörn fram við Kaupmannahafnarháskóla 26. september 1957.

Jakob gaf út mörg undirstöðurit, meðal annars Skarðsárbók, Íslendingabók og Landnámu.

Eitt af þeim miklu verkum sem Jakob var þátttakandi í meðfram öðru var útgáfa orðabókarverksins Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Það kom út í 22 bindum á árunum 1956-1978.

Jakob varð forstöðumaður Orðabókar Háskólans 1948 og gegndi því starfi í þrjátíu ár. Allar útgáfurnar sem hann kom að og vinnan við Kulturhistorisk leksikon voru því aukavinna að dagsverki loknu. Eitt þeirra verka Jakobs á Orðabókinni sem stendur upp úr öðrum er vinna hans við orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Það var þá varðveitt í níu fólíóbindum á Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn (AM 433 fol.). Jakob skrifaði eða vélritaði á seðla allar flettur og undirflettur og er áætlað að seðlarnir séu um 50.000 en einstök orð rúmlega 40.300. Þarna opnaði Jakob orðabókarmönnum og fræðimönnum öllum leið inn í orðaforða og mál 18. aldar. Handritið hefur að geyma mikinn orðaforða, ekki aðeins úr eldri og yngri ritum, heldur einnig úr mæltu máli, og mikinn fjölda dæma um orðasambönd og talshætti.

Ekki er hægt að skiljast við starf Jakobs á Orðabók Háskólans án þess að minnast á þáttinn Íslenskt mál sem flestir eldri Íslendingar muna enn eftir. Um langt árabil áttu Orðabók Háskólans og Ríkisútvarpið farsælt samstarf um íslenska tungu, varðveislu hennar og miðlun fróðleiks til almennings í landinu. Jakob flutti þætti í samvinnu við samstarfsmenn sína frá 1956 og þar til hann lét af störfum.

Eftir að störfum við Orðabókina lauk hélt Jakob áfram fræðistörfum meðan sjón og heilsa leyfði. Jakob lést 23. janúar árið 1999. Það sem hér hefur verið nefnt af verkum Jakobs og ótrúlegum afköstum er aðeins örlítið brot. Þeim sem vilja kynna sér ævistarf hans betur er bent á æviágrip í Andvara 2011.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.11.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2012, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62893.

Guðrún Kvaran. (2012, 15. nóvember). Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62893

Guðrún Kvaran. „Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2012. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62893>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943).

Jakob Benediktsson (1907-1999).

Af frásögnum Jakobs er ljóst að á Fjalli var mikið menningarheimili. Þar var meira af bókum en á flestum bæjum og söngur og tónlist í hávegum höfð. Heima lærði Jakob því að meta bæði bækur og tónlist og sú heimanfylgja reyndist honum hollt vegarnesti. Hann las allt sem hann náði í en þó einkum Íslendingasögur sem hann lærði sumar nánast utan bókar. Benedikt vildi að eldri sonurinn menntaðist, eins og oft var vaninn á þeim tíma, og sagði honum til sjálfur í upphafi. Jakob tók stúdentspróf utan skóla vorið 1926 með svo góðum árangri að hann hlaut fjögurra ára námsstyrk sem gerði honum kleift að sigla utan til framhaldsnáms. Þó hafði hann unnið fyrir sér síðasta menntaskólaveturinn sem heimiliskennari.

Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til frekara náms. Hann valdi klassísku málin latínu og grísku að viðfangsefni, latínu sem aðalfag en grísku sem aukafag, og lauk kandídatsprófi árið 1932. Eftir að styrkinn þraut vann hann fyrir sér samhliða námi við margvísleg störf. Á árunum 1932 til 1937 var Jakob stundakennari við ýmsa framhaldsskóla í Kaupmannahöfn, meðal annars við Schneekloths Skole frá 1935-1937. Menntaskólakennslan hefur ekki verið fullt starf því að Jakobi bauðst að aðstoða Christian Blinkenberg forleifafræðing (1863-1948) við að gefa út grískar áletranir sem fundist höfðu við uppgröft í bænum Lindos á eynni Rhodos. Blinkenberg vann ásamt Karli Frederik Kinch (1853-1921) við uppröft í Lindos á árunum 1900-1914. Mesta athygli vakti fundur þeirra á hofkroníkunni sem talin er frá 99 f.Kr. Blinkenberg var prófessor við Kaupmannahafnarháskóla 1916-1926 en helgaði sig eftir það fornleifafræðinni. Með honum vann Jakob við áletranirnar á árunum 1933-1942 nokkra tíma á dag í loftlítilli kjallarakompu á Konunglega bókasafninu.

Áður en vinnunni með Blinkenberg lauk varð Jakob styrkþegi Árnanefndar (Den arnamagnæanske kommission) í Kaupmannahöfn. Því starfi gegndi hann frá 1939-1946. Meðal verkefna sem Árnanefnd ákvað að ráðast í 1939 og lagði fé til var gerð sögulegrar orðabókar yfir forna málið frá elstu textum og fram undir 1540. Þar var miðað við fyrstu bókina sem prentuð var á íslensku, Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem gefið var út í Hróarskeldu 1540. Stefán Einarsson prófessor við John Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum var ráðinn aðalritstjóri verksins en Jakob og Ole Widding ritstjórar. Vegna stríðsins komst Stefán ekki til Danmerkur og sagði starfinu lausu 1942. Jakob vann við orðabókarverkið til 1946 er hann fluttist aftur til Íslands. Það hefur án efa verið Jakobi góð reynsla að takast á við það með Ole Widding að skipuleggja svo mikið verkefni frá grunni. Velja þurfti texta til orðtöku, prentaðar bækur og skjöl með norsku efni fram til 1370 en íslensku fram til 1540. Svipað verk beið Jakobs á Íslandi þegar hann hafði tekið við forstöðumannsstöðu á nýstofnaðri Orðabók Háskólans og hefur hann þar getað byggt á fenginni reynslu.

Meðal þess fjölmarga sem Jakob fékkst við í Kaupmannahöfn var að þýða skáldverk Halldórs Laxness. Þegar 1935 kom út fyrsta þýðing hans. Það var Frie mænd en bókin Sjálfstætt fólk (fyrra bindi) kom fyrst út á Íslandi 1934. Síðari hluti kom út á dönsku 1936 undir heitinu Ásta Sóllilja en síðari hluti verksins hafði komið út á Íslandi ári fyrr.

Jakob Benediktsson þýddi mörg skáldverk Halldórs Laxness.

Á árunum 1937 til 1939 kom út ein þýðing á ári á verkum Halldórs, Verdens Lys 1937 (Ljós heimsins frá 1937), Sommerlandets Slot 1938 (Höll sumarlandsins frá 1938) og Det russiske Æventyr. Mindeblade 1939 (Gerska ævintýrið frá 1938). Halldór gat ekki fylgt Verdens lys eftir í Danmörku vegna stríðsins og varð að setja umboð til samninga í hendur Jakobs sem fékk þar enn eitt verkefnið. Árið 1941 kom út Himlens Skønhed (Hús skáldsins – Fegurð himinsins frá 1940) og síðasta þýðingin frá Hafnarárunum birtist 1946, Islands Klokke (Íslandsklukkan frá 1943). Það vekur athygli að Jakob þýddi allar þessar bækur fljótlega eftir að þær komu fyrst út á íslensku og átti því talsverðan þátt í að kynna Halldór fyrir dönskum lesendum.

Eftir að Jakob fluttist heim 1946 hélt hann áfram að þýða verk Halldórs Laxness. Árið 1947 kom út Den lyse Mø (Hið ljósa man 1944) og árið eftir København brænder (Eldur í Kaupinhafn 1946). Eins og áður leið ekki langur tími frá útgáfu bókanna á Íslandi og þar til Jakob hafði þýtt þær fyrir útgefandann í Kaupmannahöfn. Árið 1952 kom út síðasta þýðing Jakobs á verkum Halldórs sem hann vann að í samvinnu við konu sína og er þeirra beggja getið sem þýðenda. Það var Organistens hus sem kom út á Íslandi 1948 undir heitinu Atómstöðin.

Jakob kom að nokkrum útgáfum á Kaupmannahafnarárum sínum. Hin fyrsta þeirra kom út á vegum Hins íslenska fræðafélags 1939 að hvatningu Jóns Helgasonar sem þá var orðinn forseti félagsins. Um var að ræða ævisögu, bréf og ritgerðir Gísla Magnússonar sýslumanns, sem oft hefur verið nefndur Vísi-Gísli. Kom ritið út í röðinni Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga. Gísli var uppi 1621-1696, menntaðist vel í Danmörku, Hollandi og Englandi og var lærdómsmaður á sinni tíð með mikinn áhuga á búfræði og viðreisn Íslands.

Jakob sagði með þessu riti ekki með öllu skilið við Gísla en gaf 1979 út bréf sem sendiherra Dana í Haag skrifaði Kristjáni IV. Danakonungi þar sem fram komu hugmyndir Gísla um ýmsar framkvæmdir á Íslandi, meðal annars um brennisteinsvinnslu, vinnslu saltpéturs og saltvinnslu úr sjó.

Árið 1946 urðu breytingar á lífi þeirra Jakobs og Grethe konu hans. Kristinn E. Andrésson þurfti að fá tímabundið leyfi frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri Máls og menningar og leitaði til Jakobs um að leysa hann af. Jakob átti bæði að sjá um útgáfumál Máls og menningar og tímaritið.

Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648).

Eftir að heim var komið hélt Jakob áfram að sjá um útgáfu rita og styttri kafla og semja fræðirit. Á árunum 1950 til 1952 birtust í þremur bindum útgáfur hans á ritum Arngríms Jónssonar lærða í ritröðinni Bibliotheca Arnamagnæana IX-XI. Jakob birti þar nýjar útgáfur á verkum Arngríms eftir handritum og endurprentanir áður útgefinna rita. Verður að telja þessa útgáfu meðal merkustu verka hans. Fjórða bindið um Arngrím og verk hans birtist 1957 á ensku, einnig í Bibliotheca Arnamagnæana. Fyrri hlutinn var með litlum breytingum gefinn út sérstaklega sama ár með titlinum Arngrímur Jónsson and his works. Það rit var lagt fram sem doktorsritgerð og fór vörn fram við Kaupmannahafnarháskóla 26. september 1957.

Jakob gaf út mörg undirstöðurit, meðal annars Skarðsárbók, Íslendingabók og Landnámu.

Eitt af þeim miklu verkum sem Jakob var þátttakandi í meðfram öðru var útgáfa orðabókarverksins Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Það kom út í 22 bindum á árunum 1956-1978.

Jakob varð forstöðumaður Orðabókar Háskólans 1948 og gegndi því starfi í þrjátíu ár. Allar útgáfurnar sem hann kom að og vinnan við Kulturhistorisk leksikon voru því aukavinna að dagsverki loknu. Eitt þeirra verka Jakobs á Orðabókinni sem stendur upp úr öðrum er vinna hans við orðabókarhandrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Það var þá varðveitt í níu fólíóbindum á Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn (AM 433 fol.). Jakob skrifaði eða vélritaði á seðla allar flettur og undirflettur og er áætlað að seðlarnir séu um 50.000 en einstök orð rúmlega 40.300. Þarna opnaði Jakob orðabókarmönnum og fræðimönnum öllum leið inn í orðaforða og mál 18. aldar. Handritið hefur að geyma mikinn orðaforða, ekki aðeins úr eldri og yngri ritum, heldur einnig úr mæltu máli, og mikinn fjölda dæma um orðasambönd og talshætti.

Ekki er hægt að skiljast við starf Jakobs á Orðabók Háskólans án þess að minnast á þáttinn Íslenskt mál sem flestir eldri Íslendingar muna enn eftir. Um langt árabil áttu Orðabók Háskólans og Ríkisútvarpið farsælt samstarf um íslenska tungu, varðveislu hennar og miðlun fróðleiks til almennings í landinu. Jakob flutti þætti í samvinnu við samstarfsmenn sína frá 1956 og þar til hann lét af störfum.

Eftir að störfum við Orðabókina lauk hélt Jakob áfram fræðistörfum meðan sjón og heilsa leyfði. Jakob lést 23. janúar árið 1999. Það sem hér hefur verið nefnt af verkum Jakobs og ótrúlegum afköstum er aðeins örlítið brot. Þeim sem vilja kynna sér ævistarf hans betur er bent á æviágrip í Andvara 2011.

Myndir:...