Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband

Þorsteinn Vilhjálmsson

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þekkingu okkar daga, sem yfirleitt er kennd við vísindi. En þá má auðvitað spyrja á móti: Hvað eru vísindi? Sú spurning vaknar reyndar víðar því að bæði njóta vísindi virðingar í samfélaginu og eins getur vísindaiðkun haft í för með sér margvíslegan efnislegan ávinning. Margir hafa því sóst eftir stimpli vísindanna en sumir orðið þar frá að hverfa. Nægir þar að nefna dæmi eins og stjörnuspeki, spíritisma og gullgerðarlist.

Hægt er að lesa meira um gervivísindi og vísindi í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru hindurvitni?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

26.10.2012

Spyrjandi

Erna Svanhvít Sveinsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 26. október 2012, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63030.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2012, 26. október). Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63030

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2012. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63030>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband
Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þekkingu okkar daga, sem yfirleitt er kennd við vísindi. En þá má auðvitað spyrja á móti: Hvað eru vísindi? Sú spurning vaknar reyndar víðar því að bæði njóta vísindi virðingar í samfélaginu og eins getur vísindaiðkun haft í för með sér margvíslegan efnislegan ávinning. Margir hafa því sóst eftir stimpli vísindanna en sumir orðið þar frá að hverfa. Nægir þar að nefna dæmi eins og stjörnuspeki, spíritisma og gullgerðarlist.

Hægt er að lesa meira um gervivísindi og vísindi í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað eru hindurvitni?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.

...