Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?

Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København.

Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi.

Nafnið Bielorussija [hér umritað úr hvítrússnesku] er nafnið á því landi sem við nefnum Hvíta-Rússland. Sama gera til dæmis Danir og Norðmenn sem tala um Hviderusland, Þjóðverjar kalla landið Weiβrussland og fleiri dæmi mætti nefna. Í öllum þessum tilvikum er um þýðingu að ræða. Nafnið Bielorussuija er sett saman úr lýsingarorðinu bielij [umritað] ‛hvítur’ og Russija ‛Rússland’.

Mynd:

Útgáfudagur

14.11.2012

Spyrjandi

Gunnar Sæmundsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir? “ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2012. Sótt 15. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=63178.

Guðrún Kvaran. (2012, 14. nóvember). Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63178

Guðrún Kvaran. „Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir? “ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63178>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Bjarnadóttir

1943

Kristín Bjarnadóttir er prófessor emerita í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi.