Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?

Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og ungverska án þess að teljast opinber mál. Þýska er einnig opinbert mál í Sviss ásamt frönsku, ítölsku og retórómönsku. Flestir hafa þar þýsku að móðurmáli eða um 64%. Þá er þýska opinbert mál í Liechtenstein. Í Lúxemborg er hún opinbert mál ásamt lúxemborgsku og frönsku og í Belgíu er hún sömuleiðis opinbert mál ásamt hollensku og frönsku. Áætlað er að um 120 milljónir hafi þýsku að móðurmáli í umræddum löndum.

Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Í Evrópuhluta Rússlands eru hins vegar líklega heldur fleiri sem hafa rússnesku að móðurmáli en þýsku.

Rússland er langstærsta land heims og nær yfir Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Ef aðeins er litið á Evrópuhlutann austur til Úralfjalla eru líklega heldur fleiri sem hafa rússnesku að móðurmáli en þýsku. Rússneska er opinbert tungumál alls Rússlands og það hafa að móðurmáli um 145 milljónir manna.

Mynd:

Útgáfudagur

29.1.2013

Spyrjandi

Fannar Steinn Aðalsteinsson, f. 2000

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2013. Sótt 20. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=63426.

Guðrún Kvaran. (2013, 29. janúar). Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63426

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2013. Vefsíða. 20. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63426>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Inga Reynisdóttir

1962

Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar hún jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfsaðila hennar beinast einkum að því að skilgreina erfðavísa sem hafa áhrif á myndun eða þróun krabbameins í brjóstum.