Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi:

  1. Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni?
  2. Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri?
  3. Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur?
  4. Tveir umsækjendur eru jafn hæfir. Hvorum á að veita starfið?
  5. Tvö skip voru að veiðum. Hvort fékk betri afla?
  6. Guðrún á fjórar dætur. Hver er líkust henni?
  7. Hver strákanna þriggja sparkaði boltanum í gluggann og hverjum þeirra á að refsa?
  8. Mörg skip voru að veiðum. Hvert fékk besta aflann?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Hvor á hjólið?

Kyn fornafnsins ræðst af orðinu sem það vísar til og sama er að segja um töluna. Í dæmi a) vísar hvor til kvenkynsorðsins dóttir og af töluorðinu tveir sést að átt er við tvær dætur. Í dæmi g) sést að strákarnir voru þrír og notað er hver. Fall fornafnsins ræðst af sögninni í setningunni. Í c) stýrir sögnin vilja þolfalli, í d) veldur sögnin veita því að hvorum er í þágufalli (veita einhverjum eitthvað) og í g) stýrir sögnin refsa þágufalli í síðari lið setningarinnar (refsa einhverjum). Í hinum dæmunum standa fornöfnin í nefnifalli.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.2.2013

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson, H.E.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2013, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63717.

Guðrún Kvaran. (2013, 19. febrúar). Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63717

Guðrún Kvaran. „Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2013. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63717>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?
Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi:

  1. Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni?
  2. Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri?
  3. Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur?
  4. Tveir umsækjendur eru jafn hæfir. Hvorum á að veita starfið?
  5. Tvö skip voru að veiðum. Hvort fékk betri afla?
  6. Guðrún á fjórar dætur. Hver er líkust henni?
  7. Hver strákanna þriggja sparkaði boltanum í gluggann og hverjum þeirra á að refsa?
  8. Mörg skip voru að veiðum. Hvert fékk besta aflann?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Hvor á hjólið?

Kyn fornafnsins ræðst af orðinu sem það vísar til og sama er að segja um töluna. Í dæmi a) vísar hvor til kvenkynsorðsins dóttir og af töluorðinu tveir sést að átt er við tvær dætur. Í dæmi g) sést að strákarnir voru þrír og notað er hver. Fall fornafnsins ræðst af sögninni í setningunni. Í c) stýrir sögnin vilja þolfalli, í d) veldur sögnin veita því að hvorum er í þágufalli (veita einhverjum eitthvað) og í g) stýrir sögnin refsa þágufalli í síðari lið setningarinnar (refsa einhverjum). Í hinum dæmunum standa fornöfnin í nefnifalli.

Mynd:...