Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa ljón stórar tennur?

Jón Már Halldórsson

Ljón (Panthera leo), líkt og önnur kattardýr, eru rándýr og veiða sér önnur dýr til matar. Tennur þeirra eru því sérhæfðar til kjötáts og veiða.

Fullorðin ljón hafa 30 tennur: 12 framtennur (6 í hvorum gómi), 4 vígtennur og 14 jaxla, 8 í efri góm en 6 í þeim neðri. Í þessu svari er gert ráð fyrir að spyrjendur séu að forvitnast um stærðina á vígtönnunum, stærstu tönnunum í kjafti ljónsins.

Vígtennur ljóna eru á bilinu 7-10 cm langar eða svipaðar og hjá tígrisdýrum (Panthera tigris). Þar sem þær eru afar viðkvæmar fyrir þrýstingi reyna ljónin að verja þær í átökum við stærri bráðir. Þau beita því kjaftinum frekar á viðkvæman háls fórnarlambsins en hnakka þess, svo minni hætta sé á því að vígtennurnar verði fyrir skaða.

Jaxlar ljóna eru mun sterkbyggðari en vígtennurnar og þola meiri þrýsting. Bitkraftur ljóna er því mun meiri aftarlega í munninum þar sem jaxlarnir eru heldur en framan til í munninum þar sem stóru vígtennurnar sitja.

Þess má að lokum geta að fyrr á tímum voru uppi kattardýr sem voru bæði stórvaxnari og með stærri vígtennur en ljón. Má þar nefna hellaljón (Panthera leo spelea) og ekki síst sverðtennta ketti af ættkvíslunum Homotherum og Smilodon.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Hægt er að finna fleiri svör með því að smella á efnisorð neðst í þessu svari eða með því að nota leitarvél Vísindavefsins.

Mynd: Go2Africa

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.11.2006

Spyrjandi

Sara Sif, f. 1998
Hrafnhildur Erla, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað hafa ljón stórar tennur?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2006, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6398.

Jón Már Halldórsson. (2006, 22. nóvember). Hvað hafa ljón stórar tennur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6398

Jón Már Halldórsson. „Hvað hafa ljón stórar tennur?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2006. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6398>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafa ljón stórar tennur?
Ljón (Panthera leo), líkt og önnur kattardýr, eru rándýr og veiða sér önnur dýr til matar. Tennur þeirra eru því sérhæfðar til kjötáts og veiða.

Fullorðin ljón hafa 30 tennur: 12 framtennur (6 í hvorum gómi), 4 vígtennur og 14 jaxla, 8 í efri góm en 6 í þeim neðri. Í þessu svari er gert ráð fyrir að spyrjendur séu að forvitnast um stærðina á vígtönnunum, stærstu tönnunum í kjafti ljónsins.

Vígtennur ljóna eru á bilinu 7-10 cm langar eða svipaðar og hjá tígrisdýrum (Panthera tigris). Þar sem þær eru afar viðkvæmar fyrir þrýstingi reyna ljónin að verja þær í átökum við stærri bráðir. Þau beita því kjaftinum frekar á viðkvæman háls fórnarlambsins en hnakka þess, svo minni hætta sé á því að vígtennurnar verði fyrir skaða.

Jaxlar ljóna eru mun sterkbyggðari en vígtennurnar og þola meiri þrýsting. Bitkraftur ljóna er því mun meiri aftarlega í munninum þar sem jaxlarnir eru heldur en framan til í munninum þar sem stóru vígtennurnar sitja.

Þess má að lokum geta að fyrr á tímum voru uppi kattardýr sem voru bæði stórvaxnari og með stærri vígtennur en ljón. Má þar nefna hellaljón (Panthera leo spelea) og ekki síst sverðtennta ketti af ættkvíslunum Homotherum og Smilodon.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Hægt er að finna fleiri svör með því að smella á efnisorð neðst í þessu svari eða með því að nota leitarvél Vísindavefsins.

Mynd: Go2Africa...