Sólin Sólin Rís 07:02 • sest 19:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:15 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:31 • Síðdegis: 23:59 í Reykjavík

Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði?

JGÞ

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvenær á að nota í og hvenær á með staðanöfnum? Í svarinu er vitnað í grein eftir Árna Björnsson sem nefnist „Forsetningar með staðanöfnum” (Íslenskt málfar, Almenna bókafélagið 1992, bls. 291-318). Í greininni bendir Árni á að að um nöfn kaupstaða eða annarra þéttbýlisstaða, sem kallaðir eru -firðir, gildi sú regla oftast að forsetningin í sé notað með nafni fjarðarins sem landfræðilegs fyrirbæris og um byggð meðfram firðinum en á með nafni kaupstaðarins.

Forsetningin á er notuð með nafni kaupstaðarins en í með nafni fjarðarins sem landfræðilegs fyrirbæris. Á myndinni sést bæði kaupstaðurinn Siglufjörður og fjörðurinn. © Mats Wibe Lund.

Þess vegna er sagt að einhver sé „staddur í Siglufirði“ ef hann er í firðinum eða í byggð við fjörðinn, en sá hinn sami er „staddur á Siglufirði“ ef hann er í bænum Siglufirði.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

14.1.2013

Spyrjandi

Daníel Pálmason

Tilvísun

JGÞ. „Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2013. Sótt 19. september 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=64036.

JGÞ. (2013, 14. janúar). Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64036

JGÞ. „Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2013. Vefsíða. 19. sep. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64036>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara að segja að maður sé staddur í Siglufirði eða á Siglufirði?
Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvenær á að nota í og hvenær á með staðanöfnum? Í svarinu er vitnað í grein eftir Árna Björnsson sem nefnist „Forsetningar með staðanöfnum” (Íslenskt málfar, Almenna bókafélagið 1992, bls. 291-318). Í greininni bendir Árni á að að um nöfn kaupstaða eða annarra þéttbýlisstaða, sem kallaðir eru -firðir, gildi sú regla oftast að forsetningin í sé notað með nafni fjarðarins sem landfræðilegs fyrirbæris og um byggð meðfram firðinum en á með nafni kaupstaðarins.

Forsetningin á er notuð með nafni kaupstaðarins en í með nafni fjarðarins sem landfræðilegs fyrirbæris. Á myndinni sést bæði kaupstaðurinn Siglufjörður og fjörðurinn. © Mats Wibe Lund.

Þess vegna er sagt að einhver sé „staddur í Siglufirði“ ef hann er í firðinum eða í byggð við fjörðinn, en sá hinn sami er „staddur á Siglufirði“ ef hann er í bænum Siglufirði.

Mynd:...