Sólin Sólin Rís 05:31 • sest 21:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:49 • Sest 17:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:12 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík

Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?

Andreas Guðmundsson Gaehwiller, Kristófer Jónsson, Þorgeir Arnarsson og ÍDÞ

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól. Reikistjarnan er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð en það eru 4.400.000.000 km. Þar sem brautir reikistjarnanna umhverfis sól eru sporbaugslaga en ekki hringlaga er fjarlægð reikistjarnanna frá sól, og þá einnig fjarlægð á milli reikistjarnanna sjálfra, ekki alltaf sú sama.

Neptúnus er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð.

Styst er á milli reikistjarnanna þegar þær eru sömu megin við sól. Jörðin er þá lengst frá sól en Neptúnus sem styst frá sól. Þá eru um 4,3 milljarðar km á milli reikistjarnanna. Lengst er á milli reikistjarnanna þegar þær eru sín hvoru megin við sól. Jörðin er þá styst frá sól en Neptúnus lengst frá sól. Þá eru um 4,55 milljarðar km á milli reikistjarnanna.

Lítið var vitað um Neptúnus þar til Voyager 2 heimsótti reikistjörnuna hinn 25. ágúst árið 1989. Voyager 2 var ómannað könnunarfar sem var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum hinn 20. ágúst árið 1977. Voyager 2 var þannig um 12 ár á leiðinni.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

20.6.2013

Spyrjandi

Ásdís Ósk

Tilvísun

Andreas Guðmundsson Gaehwiller, Kristófer Jónsson, Þorgeir Arnarsson og ÍDÞ. „Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2013. Sótt 19. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=64104.

Andreas Guðmundsson Gaehwiller, Kristófer Jónsson, Þorgeir Arnarsson og ÍDÞ. (2013, 20. júní). Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64104

Andreas Guðmundsson Gaehwiller, Kristófer Jónsson, Þorgeir Arnarsson og ÍDÞ. „Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2013. Vefsíða. 19. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64104>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól. Reikistjarnan er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð en það eru 4.400.000.000 km. Þar sem brautir reikistjarnanna umhverfis sól eru sporbaugslaga en ekki hringlaga er fjarlægð reikistjarnanna frá sól, og þá einnig fjarlægð á milli reikistjarnanna sjálfra, ekki alltaf sú sama.

Neptúnus er í um það bil 4,4 milljarða km fjarlægð frá jörð.

Styst er á milli reikistjarnanna þegar þær eru sömu megin við sól. Jörðin er þá lengst frá sól en Neptúnus sem styst frá sól. Þá eru um 4,3 milljarðar km á milli reikistjarnanna. Lengst er á milli reikistjarnanna þegar þær eru sín hvoru megin við sól. Jörðin er þá styst frá sól en Neptúnus lengst frá sól. Þá eru um 4,55 milljarðar km á milli reikistjarnanna.

Lítið var vitað um Neptúnus þar til Voyager 2 heimsótti reikistjörnuna hinn 25. ágúst árið 1989. Voyager 2 var ómannað könnunarfar sem var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum hinn 20. ágúst árið 1977. Voyager 2 var þannig um 12 ár á leiðinni.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

...