Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans?Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þess að feðgar tveir, Jón og Jón Jónssynir á Kirkjubóli í Skutulsfirði voru brenndir á báli á sumardaginn fyrsta árið 1656. Um þá atburði skrifaði hann sjálfur rit sem nefnt hefur verið „Píslarsaga síra Jóns Magnússonar“ þar sem hann reynir að réttlæta framgöngu sína gegn mönnunum tveimur, og einnig gegn Þuríði dóttur eldra Jóns og systur þess yngra. Hún slapp naumlega undan galdraákærum prestsins eftir að faðir hennar og bróðir höfðu verið brenndir.

Séra Jón Magnússon var prestur á Eyri í Skutulsfirði þar sem nú er Ísafjarðarbær. Kirkjuból var bær í Engidal í Skutulsfirði en það er dalurinn til vinstri í bakgrunni.

Sjúkdómseinkennin sem Jón þumlungur lýsir í frásögn sinni eiga líklega við skæða kvefpest eða inflúensu. Myndin er eftir Hieronymus Bosch og nefnist Lækning við brjálæði (um 1494).
- Sr. Jón Magnússon 2001: Píslarsaga. Mál og menning. Reykjavík.
- Matthías Viðar Sæmundsson 2001: „Ævi séra Jóns Magnússonar“. Jón Magnússon: Píslarsaga, bls. 9-47.
- Ólína Þorvarðardóttir 2001: Brennuöldin. Galdur og galdramál í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.
- Ólína Þorvarðardóttir 1992: „Merkingarheimur og skynjun. Um sekt og sakleysi í Píslarsögu síra Jóns Magnússonar“. TMM 1992:4.
- Cutting the Stone - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 8.10.2014).
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 30. 9. 2014).
Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaða sjúkdómar hrjáðu Jón Magnússon/Jón þumlung, miðað við þær heimildir sem til eru um hann?