Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?

IRR

Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gögn frá Kepler-sjónaukanum. Samkvæmt kenningunni ættu reikistjörnur sem líkjast jörðinni (hvað varðar stærð og fjarlægð frá sólu) að finnast hjá um 22% af öllum sólum í Vetrarbrautinni.

Sú staðreynd að reglulega finnast lífvænlegar reikistjörnur í svipaðri stærð og jörðin virðist staðfesta þessa kenningu. Þegar þetta svar er skrifað eru vitað um nokkrar lífvænlegar reikistjörnur.

Kepler-sjónaukinn hefur fundið nokkrar lífvænlegar reikistjörnur en af þeim má nefna Kepler-62e, Kepler-62f, Kepler-69c og Kepler-22b. Þær tilheyra sólstjörnunum Kepler-62, Kepler-69 og Kepler-22. Reikistjörnurnar eru allar í lífvænlegum beltum stjarnanna sem þær tilheyra en það þýðir að fjarlægð þeirra frá sólu er hvorki of mikil né of lítil.

Reikistjarnan Kepler-62f virðist vera líkust jörðinni en ekki er vitað hvernig lofthjúpur hennar er.

Kepler-62 er nokkuð dæmigerð stjarna en hún er appelsínugulur dvergur í stjörnumerkinu Hörpunni. Hún er aðeins minni og kaldari en sólin okkar en einnig örlítið eldri. Kepler-69 og Kepler-22 eru hins vegar af sömu gerð og sólin okkar en eru þó aðeins minni og daufari og eru í stjörnumerkinu Svaninum.

Reikistjörnurnar fjórar (Kepler-62e, Kepler-62f, Kepler-69c og Kepler-22b) eru einmitt í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnunum til þess að fljótandi vatn gæti fundist þar. Þær eru allar stærri en jörðin og árið á þeim er töluvert styttra, það er hve lengi þær eru að fara í kring um sólir sínar:

  • Kepler-22b - radíus hennar er 2,4 sinnum stærri en radíus jarðarinnar. Árið er um 290 jarðardagar.
  • Kepler-69c - um 70% stærri en jörðin. Árið er um 242 jarðardagar.
  • Kepler-62e - um 60% stærri en jörðin. Árið er um 122 jarðardagar.
  • Kepler-62f - um 40% stærri en jörðin. Árið er um 267 jarðardagar.

Allar þessar reikistjörnur eru svokallaðar risajarðir (e. super-Earth) og að öllum líkindum úr bergi en Kepler-69c er mögulega lík Venusi úr okkar sólkerfi.

Að lokum er vert að minnast á reikistjörnuna Gliese 667Cc sem fannst árið 2012 með HARPS-mælitækinu. Reikistjarnan tilheyrir sólstjörnunni Gliese 667C en hún finnst í þrístirnakerfi. Stjarnan Gliese 667C er í stjörnumerkinu Sporðdrekanum og er nokkuð daufari og kaldari en okkar sól.

Reikistjarnan Gliese 667Cc er um fjórum sinnum þyngri en jörðin en á henni eru næstum örugglega réttar aðstæður fyrir fljótandi vatn. Staðsetning hennar er mjög heppileg en hún er við miðju lífvænlegs beltis stjörnunnar.

Af þeim reikistjörnum sem hér hafa verið nefndar virðist Kepler-62f vera líkust jörðinni. Ekki hefur enn fundist reikistjarna sem virðist alveg eins. Þetta mat á líkindum jarðar og Kepler-62f á aðeins við um stærð og staðsetningu frá sólu en ekkert er vitað um lofthjúp reikistjörnunnar. Það verður þó að hafa í huga að aðeins er búið að rannsaka brot af þeim reikistjörnum og sólstjörnum sem til eru. Það er því mjög líklegt að einhvern tíma eigi eftir að finnast reikistjarna sem líkist jörðinni enn meira.

Heimildir:

Mynd:


Höfundur þakkar Sævari Helga Bragasyni fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Útgáfudagur

13.3.2014

Spyrjandi

5. S í Laugarnesskóla

Tilvísun

IRR. „Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2014, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64248.

IRR. (2014, 13. mars). Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64248

IRR. „Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2014. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64248>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?
Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gögn frá Kepler-sjónaukanum. Samkvæmt kenningunni ættu reikistjörnur sem líkjast jörðinni (hvað varðar stærð og fjarlægð frá sólu) að finnast hjá um 22% af öllum sólum í Vetrarbrautinni.

Sú staðreynd að reglulega finnast lífvænlegar reikistjörnur í svipaðri stærð og jörðin virðist staðfesta þessa kenningu. Þegar þetta svar er skrifað eru vitað um nokkrar lífvænlegar reikistjörnur.

Kepler-sjónaukinn hefur fundið nokkrar lífvænlegar reikistjörnur en af þeim má nefna Kepler-62e, Kepler-62f, Kepler-69c og Kepler-22b. Þær tilheyra sólstjörnunum Kepler-62, Kepler-69 og Kepler-22. Reikistjörnurnar eru allar í lífvænlegum beltum stjarnanna sem þær tilheyra en það þýðir að fjarlægð þeirra frá sólu er hvorki of mikil né of lítil.

Reikistjarnan Kepler-62f virðist vera líkust jörðinni en ekki er vitað hvernig lofthjúpur hennar er.

Kepler-62 er nokkuð dæmigerð stjarna en hún er appelsínugulur dvergur í stjörnumerkinu Hörpunni. Hún er aðeins minni og kaldari en sólin okkar en einnig örlítið eldri. Kepler-69 og Kepler-22 eru hins vegar af sömu gerð og sólin okkar en eru þó aðeins minni og daufari og eru í stjörnumerkinu Svaninum.

Reikistjörnurnar fjórar (Kepler-62e, Kepler-62f, Kepler-69c og Kepler-22b) eru einmitt í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnunum til þess að fljótandi vatn gæti fundist þar. Þær eru allar stærri en jörðin og árið á þeim er töluvert styttra, það er hve lengi þær eru að fara í kring um sólir sínar:

  • Kepler-22b - radíus hennar er 2,4 sinnum stærri en radíus jarðarinnar. Árið er um 290 jarðardagar.
  • Kepler-69c - um 70% stærri en jörðin. Árið er um 242 jarðardagar.
  • Kepler-62e - um 60% stærri en jörðin. Árið er um 122 jarðardagar.
  • Kepler-62f - um 40% stærri en jörðin. Árið er um 267 jarðardagar.

Allar þessar reikistjörnur eru svokallaðar risajarðir (e. super-Earth) og að öllum líkindum úr bergi en Kepler-69c er mögulega lík Venusi úr okkar sólkerfi.

Að lokum er vert að minnast á reikistjörnuna Gliese 667Cc sem fannst árið 2012 með HARPS-mælitækinu. Reikistjarnan tilheyrir sólstjörnunni Gliese 667C en hún finnst í þrístirnakerfi. Stjarnan Gliese 667C er í stjörnumerkinu Sporðdrekanum og er nokkuð daufari og kaldari en okkar sól.

Reikistjarnan Gliese 667Cc er um fjórum sinnum þyngri en jörðin en á henni eru næstum örugglega réttar aðstæður fyrir fljótandi vatn. Staðsetning hennar er mjög heppileg en hún er við miðju lífvænlegs beltis stjörnunnar.

Af þeim reikistjörnum sem hér hafa verið nefndar virðist Kepler-62f vera líkust jörðinni. Ekki hefur enn fundist reikistjarna sem virðist alveg eins. Þetta mat á líkindum jarðar og Kepler-62f á aðeins við um stærð og staðsetningu frá sólu en ekkert er vitað um lofthjúp reikistjörnunnar. Það verður þó að hafa í huga að aðeins er búið að rannsaka brot af þeim reikistjörnum og sólstjörnum sem til eru. Það er því mjög líklegt að einhvern tíma eigi eftir að finnast reikistjarna sem líkist jörðinni enn meira.

Heimildir:

Mynd:


Höfundur þakkar Sævari Helga Bragasyni fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

...