Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?

Já, Vetrarbrautin okkar sést frá Íslandi. Á heiðskírri og tunglslausri nóttu er hægt að sjá miðskífu Vetrarbrautarinnar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himinninn. Til þess að sjá hana þarf að fara fjarri ljósmengun borgarljósanna.

Reyndar sést einnig að minnsta kosti ein önnur vetrarbraut á næturhimninum frá norðurhveli jarðar, en það er Andrómeduþokan eða M13. Til að sjá hana verða menn hins vegar helst að styðjast við kort. Á suðurhveli jarðar sjást að minnsta kosti þrjár vetrarbrautir. Fyrir utan okkar eigin eru það tvær litlar og óreglulega lagaðar vetrarbrautir sem fylgja henni, Stóra- og Litla-Magellanskýið. Þess má einnig geta að Vetrarbrautin okkar sést enn betur frá suðurhveli jarðar en frá norðurhvelinu.

Hér sést 360° víðmynd af Vetrarbrautinni okkar og öllu norður- og suðurhveli himins.

Í Vetrarbrautinni okkar eru um 200-400 milljarðar stjarna sem ferðast í hring umhverfis miðju brautarinnar. Mælingar vísindamanna benda til þess að við séum stödd um 25.000 ljósár frá miðjunni. Hringferð sólarinnar um miðju Vetrarbrautarinnar tekur um það bil 220 milljón ár!

Heimildir og frekara lesefni:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er hægt að sjá Vetrarbrautina okkar frá Íslandi? Ef já, hvar og hvenær væri það hægt næst?

Útgáfudagur

7.2.2013

Spyrjandi

Gísli Sævar Guðmundson, f. 1994

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2013. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=64274.

JGÞ. (2013, 7. febrúar). Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64274

JGÞ. „Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2013. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64274>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.