Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla?

Adam Breki Birgisson, Baldvin Birnir Konradsson, Jóhann Styrmir Jónsson og ÍDÞ

Ekki er hægt að slá því föstu hvenær menn uppgötvuðu fyrst segla. Aftur á móti er talið að menn hafi gert sér grein fyrir virkni segla um árið 500 f.Kr. í Grikklandi, Indlandi og Kína. Um það leyti hófst notkun á seglum við skurðaðgerðir í Indlandi. Á 12. öld hófu Kínverjar notkun á segulnál í áttavita til siglinga en það jók mjög á nákvæmni siglinga.

Áttavitinn jók mjög nákvæmni siglinga.

Ýmsir þekktir vísindamenn hafa rannsakað segla og eiginleika þeirra, þar mætti til dæmis nefna Hans Christian Ørsted (1777-1851), Carl Friedrich Gauss (1777-1855), Jean-Baptiste Biot (1774-1862), Félix Savart (1791-1841), Michael Faraday (1791-1867) og James Clerk Maxwell (1831-1879).

Lesa má um eiginleika segla í svari ÞV við spurningunni Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni? en þar segir meðal annars:
Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist.

Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norðurskaut á einum segli og suðurskaut á öðrum dragast hins vegar hvort að öðru.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

9.7.2013

Spyrjandi

6. bekkur í Kelduskóla í Korpu

Tilvísun

Adam Breki Birgisson, Baldvin Birnir Konradsson, Jóhann Styrmir Jónsson og ÍDÞ. „Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2013. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64300.

Adam Breki Birgisson, Baldvin Birnir Konradsson, Jóhann Styrmir Jónsson og ÍDÞ. (2013, 9. júlí). Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64300

Adam Breki Birgisson, Baldvin Birnir Konradsson, Jóhann Styrmir Jónsson og ÍDÞ. „Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2013. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64300>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær uppgötvuðu menn fyrst segla?
Ekki er hægt að slá því föstu hvenær menn uppgötvuðu fyrst segla. Aftur á móti er talið að menn hafi gert sér grein fyrir virkni segla um árið 500 f.Kr. í Grikklandi, Indlandi og Kína. Um það leyti hófst notkun á seglum við skurðaðgerðir í Indlandi. Á 12. öld hófu Kínverjar notkun á segulnál í áttavita til siglinga en það jók mjög á nákvæmni siglinga.

Áttavitinn jók mjög nákvæmni siglinga.

Ýmsir þekktir vísindamenn hafa rannsakað segla og eiginleika þeirra, þar mætti til dæmis nefna Hans Christian Ørsted (1777-1851), Carl Friedrich Gauss (1777-1855), Jean-Baptiste Biot (1774-1862), Félix Savart (1791-1841), Michael Faraday (1791-1867) og James Clerk Maxwell (1831-1879).

Lesa má um eiginleika segla í svari ÞV við spurningunni Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni? en þar segir meðal annars:
Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist.

Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norðurskaut á einum segli og suðurskaut á öðrum dragast hins vegar hvort að öðru.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....