Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Af hverju er himinninn blár? - Myndband

Ari Ólafsson

Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.

Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína öldulengd og sveiflutíðni sem við skynjum sem lit. Hvítt ljós er samsett úr öllum litunum, sem við getum skilið að með ýmsum hætti, samanber regnbogann. Sýnilega litrófsbilið spannar regnbogalitina frá fjólubláu eða bláu með stysta öldulengd yfir í rautt sem hefur lengsta öldulengd.

Hægt er að lesa meira um dreifingu ljóss í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er himinninn blár?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.2.2013

Spyrjandi

Daniel Pétursson, Óskar Karlsson, Kristín Magnúsdóttir

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Af hverju er himinninn blár? - Myndband.“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64311.

Ari Ólafsson. (2013, 8. febrúar). Af hverju er himinninn blár? - Myndband. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64311

Ari Ólafsson. „Af hverju er himinninn blár? - Myndband.“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64311>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er himinninn blár? - Myndband
Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.

Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína öldulengd og sveiflutíðni sem við skynjum sem lit. Hvítt ljós er samsett úr öllum litunum, sem við getum skilið að með ýmsum hætti, samanber regnbogann. Sýnilega litrófsbilið spannar regnbogalitina frá fjólubláu eða bláu með stysta öldulengd yfir í rautt sem hefur lengsta öldulengd.

Hægt er að lesa meira um dreifingu ljóss í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er himinninn blár?

Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Vísindavefsins og á Vimeo.

...