Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?

Jón Már Halldórsson

Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má lesa um muninn á þessum tegundum í svari sama höfundar við spurningunni: Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Félagskerfi

Afríski fíllinn er félagsdýr sem lifir í nánum hópum með mikil og flókin samskiptakerfi. Félagskerfi þeirra einkennist af svokölluðu mæðraveldi. Kjarni hjarðarinnar samanstendur af einni eða fleiri gömlum kúm áamt kvenkynsafkomendum þeirra í nokkra ættliði. Engir fulltíða tarfar eru í hópnum, en tarfarnir yfirgefa hópinn þegar þeir verða kynþroska við 8-13 ára aldur. Óskyldum einstaklingum er venjulega ekki í hörðina og er því skyldleiki einstaklinga innan hennar mikill. Yfirleitt er elsta kýrin í hópnum leiðtoginn og er vald hennar ótvírætt. Þegar hún fellur frá tekur elsta dóttir hennar við.Félagskerfi afríska fílsins einkennist af svokölluðu mæðraveldi.

Þegar ungir tarfar yfirgefa móðurhjörðina leita þeir uppi aðra tarfa og mynda þeir saman svokallaða piparsveinahjörð. Í þessum hópum ríkir goggunarröð líkt og í mæðrahjörðunum, þar sem elsti tarfurinn er leiðtoginn. Venjulega eru tarfahóparnir ekki í eins föstum skorðum og hjá kúnum sennilega og yngri tarfar færa sig oft milli hópa. Sumir tarfar kjósa að lifa einir og einnig eru þekkt um svokallaða “fylgisveina”, en það eru ungir nýlega kynþroska tarfar sem halda sig með eldri og sterkari törfum.

Þegar aldurinn færist yfir tarfana draga þeir sig í hlé og halda sig þá frá öðrum fílum þar til þeir deyja. Kýrnar halda sig hins vegar alla tíð með fjölskylduhópnum.

Tarfar hafa engin samskipti við kýrnar nema þegar þær eru yxna. Oftast ræður tignasrtaðan því hvaða tarfur fær að hafa mök við hina yxnu kú og eru því deilur innan piparsveinhópsins um mökun afar sjaldgæfar.

Vandinn eykst hins vegar ef fleiri tarfahópar mæta á svæðið, en þá geta brotist út illvígar deilur. Slagsmálin byggja oft á táknrænum athöfnum þar sem tarfarnir reyna að sýna styrk sinn. Einnig er algengt að þeir reyni að snúa eða draga höfuð hvors annars niður með rönunum. Grimmilegri bardagar þekkjast þó einnig en þá eru skögultennurnar notaðar sem vopn. Slíkir bardagar leiða yfirleitt til alvarlegra áverka og jafnvel dauða.

Mökun, afkvæmi og lífsferill
Fengitími fílsins getur verið hvenær sem er þó oftast beri kýrnar í upphafi regntímans þegar gróður verður brátt í blóma og nóg verður af safaríkri og næringaríkri fæðu. Rannsóknir hafa sýnt að kálfar sem fæðast á þurrkatíma þroskist hægar. Þeir þurfa að vera á sífelldu flakki með hjörðinni í leit að fæðu og vatni og kýrin hefur því minni tíma til að sinna afkvæmi sínu.Fílskýr hugsa lengi um kálfa sína.

Meðgöngutími gresjufílsins er 20-22 mánuðir og hafa rannsóknir sýnt að mislangur tími líður milli burðar hjá kúm eða frá 2,5 upp í allt að 9 ár. Ef kýr missir kálf verður hún fljótlega aftur yxna, en annars geta liðið allt að níu ár á milli kálfa.

Tvíburafæðingar eiga sér stað í 1-2% tilvika meðal gresjufíla og eru nýbornir karlkynskálfar um 120 kg en kvígukálfar 90 –100 kg. Dánartíðni fílskálfa er tiltölulega há líkt og hjá öðrum villtum dýrum. Fyrstu þrjú árin er hún á milli 30-40% en lækkar niður í 3% eftir það. Líklegasta skýringin á þessu er sú að eftir þriggja ára aldurinn séu kálfarnir orðnir það stórir að mun minni líkur eru á því að þeir verði rándýrum að bráð. Dánartíðnin eykst svo aftur hjá fílum um fimmtugt, en þá er ellin farin að sækja að.

Slit tanna ræður mestu um lífslíkur gamals fíls. Þegar síðasti jaxlinn er orðinn slitinn snýr öldungurinn sér að mýkri plöntum svo sem vatnaplöntum. Fílar eyða því oft súðustu æviárnunum á nágrenni áa og vatna.

Fæðunám

Afríski fíllinn er talinn þurfa að éta um það bil 1/20 af líkamsþyngd sinni á hverjum degi. Þetta er gríðarlegt magn eða um 100 til 300 kg af gróðri á dag. Vatnsþörfin er einnig mjög mikil eða um 150-200 kg af vatni á dag. Magi fíla er hlutfalllslega minni en hjá öðrum grasbítum, en meltingin er að sama skapi afar hröð. Meltingarvegurinn er um 30 metrar á lengd og er fæðan um 11-20 klst að ganga í gegn. Vegna örs úskilnaðar spilar fílinn sennilega stórt hlutverk í hringrás næringarefna í vistkerfinu.Fíll í Kenía að teygja sig eftir æti.

Fílar éta börk í bland við mjúk laufblöð og gras á regntímanum og eru einnig afar sólgnir í aldin nokkurra trjátegunda.Þeir hafa mikil áhrif á gróðurfar þar sem þeir eru algengir svo sem í Tsavo í Kenía og Chobe í Botswana.Þeir rífa upp heilu runnanna og stanga jafnvel niður tré. Oft éta þeir þó ekki nema nokkur blöð af hverju tré og snúa sér svo að því næsta. Það getur því orðið mikil gróðureyðing af þeirra völdum.

Náttúrulegir óvinir

Oft hefur verið sagt að afríski fíllinn ætti sér enga óvini og er það að nokkru leiti rétt. Þó hafa menn margsinnis orðið vitni af því á Chobe verndarsvæðinu í Botswana að tugir fullorðinna ljóna hafa í sameiningu fellt fullorðna fíla á þurrkatímanum. Algengara er þó að ljón og hýenur, og jafnvel villihundar, veiði unga kálfa.

Menn og fílar

Einn blóðugasti vitnisburður um samskipti manna og villtra dýra er rányrkja mannsins á afríska fílnum á 19. og 20. öld. Menn hafa í aldaraðir veitt fíla sér til matar. Þegar evrópskir nýlenduherrar settust að í álfunni fluttu með sér öflug skotvopn varð leikurinn afar ójafn. Hollenskir Búar gengu hart fram gegn fílnum upp úr 1830 og útrýmdu þeim úr Höfðalandi í Suður-Afríku. Þeir færðu sig norður í Transvaal eftir að Bretar hrökktu þá úr Höfðalandi og eyddu fílum einnig þar og reyndar allt norður að Sambesífljóti.

Þegar fílabein komst í tísku upp úr 1880 hafði það afdrifarík áhrif á fílinn í Austur- og Mið-Afríku. Á þrjátíu ára tímabili svo drepnir um 70 þúsund fílar árlega eða um það bil tvær miljónir dýra! Eftir 1910 var reynt að koma á veiðitakmörkunum enda þá orðið augljóst að í óefni stefndi. Allt bendir þó til að allt að 17 þúsund dýr hafi verið felld árlega fram eftir 20. öldinni. Algjört veiðibann var sett á árið 1960, en reyndist ekki gera það gagn sem til var ætlast. Vegna lélegs veiðieftirlits og spillingar í hinum nýfrjálsu Afríkuríkjum varð veiðiþjófnaður og smygl á fílabeini brátt blómstrandi iðnaður. Aukið eftirlit með veiðum og verndarsvæðum hefur þó eitthvað dregið úr þessari þróun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

og:

Heimildir:
  • McDonald. D. The new encyclopedia og mammals.. Oxford University Press, Oxford.
  • Vaughan, T. A. 1986. Mammalogy. Third Edition. Saunders College Publishing, Fort Worth.
  • Vaughan, T. A., J. M. Ryan, N. J. Czaplewski. 2000. Mammalogy. Fourth Edition. Saunders College Publishing, Philadelphia.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.12.2006

Spyrjandi

Áslaug Haraldsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2006. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6435.

Jón Már Halldórsson. (2006, 14. desember). Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6435

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2006. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6435>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?
Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má lesa um muninn á þessum tegundum í svari sama höfundar við spurningunni: Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Félagskerfi

Afríski fíllinn er félagsdýr sem lifir í nánum hópum með mikil og flókin samskiptakerfi. Félagskerfi þeirra einkennist af svokölluðu mæðraveldi. Kjarni hjarðarinnar samanstendur af einni eða fleiri gömlum kúm áamt kvenkynsafkomendum þeirra í nokkra ættliði. Engir fulltíða tarfar eru í hópnum, en tarfarnir yfirgefa hópinn þegar þeir verða kynþroska við 8-13 ára aldur. Óskyldum einstaklingum er venjulega ekki í hörðina og er því skyldleiki einstaklinga innan hennar mikill. Yfirleitt er elsta kýrin í hópnum leiðtoginn og er vald hennar ótvírætt. Þegar hún fellur frá tekur elsta dóttir hennar við.Félagskerfi afríska fílsins einkennist af svokölluðu mæðraveldi.

Þegar ungir tarfar yfirgefa móðurhjörðina leita þeir uppi aðra tarfa og mynda þeir saman svokallaða piparsveinahjörð. Í þessum hópum ríkir goggunarröð líkt og í mæðrahjörðunum, þar sem elsti tarfurinn er leiðtoginn. Venjulega eru tarfahóparnir ekki í eins föstum skorðum og hjá kúnum sennilega og yngri tarfar færa sig oft milli hópa. Sumir tarfar kjósa að lifa einir og einnig eru þekkt um svokallaða “fylgisveina”, en það eru ungir nýlega kynþroska tarfar sem halda sig með eldri og sterkari törfum.

Þegar aldurinn færist yfir tarfana draga þeir sig í hlé og halda sig þá frá öðrum fílum þar til þeir deyja. Kýrnar halda sig hins vegar alla tíð með fjölskylduhópnum.

Tarfar hafa engin samskipti við kýrnar nema þegar þær eru yxna. Oftast ræður tignasrtaðan því hvaða tarfur fær að hafa mök við hina yxnu kú og eru því deilur innan piparsveinhópsins um mökun afar sjaldgæfar.

Vandinn eykst hins vegar ef fleiri tarfahópar mæta á svæðið, en þá geta brotist út illvígar deilur. Slagsmálin byggja oft á táknrænum athöfnum þar sem tarfarnir reyna að sýna styrk sinn. Einnig er algengt að þeir reyni að snúa eða draga höfuð hvors annars niður með rönunum. Grimmilegri bardagar þekkjast þó einnig en þá eru skögultennurnar notaðar sem vopn. Slíkir bardagar leiða yfirleitt til alvarlegra áverka og jafnvel dauða.

Mökun, afkvæmi og lífsferill
Fengitími fílsins getur verið hvenær sem er þó oftast beri kýrnar í upphafi regntímans þegar gróður verður brátt í blóma og nóg verður af safaríkri og næringaríkri fæðu. Rannsóknir hafa sýnt að kálfar sem fæðast á þurrkatíma þroskist hægar. Þeir þurfa að vera á sífelldu flakki með hjörðinni í leit að fæðu og vatni og kýrin hefur því minni tíma til að sinna afkvæmi sínu.Fílskýr hugsa lengi um kálfa sína.

Meðgöngutími gresjufílsins er 20-22 mánuðir og hafa rannsóknir sýnt að mislangur tími líður milli burðar hjá kúm eða frá 2,5 upp í allt að 9 ár. Ef kýr missir kálf verður hún fljótlega aftur yxna, en annars geta liðið allt að níu ár á milli kálfa.

Tvíburafæðingar eiga sér stað í 1-2% tilvika meðal gresjufíla og eru nýbornir karlkynskálfar um 120 kg en kvígukálfar 90 –100 kg. Dánartíðni fílskálfa er tiltölulega há líkt og hjá öðrum villtum dýrum. Fyrstu þrjú árin er hún á milli 30-40% en lækkar niður í 3% eftir það. Líklegasta skýringin á þessu er sú að eftir þriggja ára aldurinn séu kálfarnir orðnir það stórir að mun minni líkur eru á því að þeir verði rándýrum að bráð. Dánartíðnin eykst svo aftur hjá fílum um fimmtugt, en þá er ellin farin að sækja að.

Slit tanna ræður mestu um lífslíkur gamals fíls. Þegar síðasti jaxlinn er orðinn slitinn snýr öldungurinn sér að mýkri plöntum svo sem vatnaplöntum. Fílar eyða því oft súðustu æviárnunum á nágrenni áa og vatna.

Fæðunám

Afríski fíllinn er talinn þurfa að éta um það bil 1/20 af líkamsþyngd sinni á hverjum degi. Þetta er gríðarlegt magn eða um 100 til 300 kg af gróðri á dag. Vatnsþörfin er einnig mjög mikil eða um 150-200 kg af vatni á dag. Magi fíla er hlutfalllslega minni en hjá öðrum grasbítum, en meltingin er að sama skapi afar hröð. Meltingarvegurinn er um 30 metrar á lengd og er fæðan um 11-20 klst að ganga í gegn. Vegna örs úskilnaðar spilar fílinn sennilega stórt hlutverk í hringrás næringarefna í vistkerfinu.Fíll í Kenía að teygja sig eftir æti.

Fílar éta börk í bland við mjúk laufblöð og gras á regntímanum og eru einnig afar sólgnir í aldin nokkurra trjátegunda.Þeir hafa mikil áhrif á gróðurfar þar sem þeir eru algengir svo sem í Tsavo í Kenía og Chobe í Botswana.Þeir rífa upp heilu runnanna og stanga jafnvel niður tré. Oft éta þeir þó ekki nema nokkur blöð af hverju tré og snúa sér svo að því næsta. Það getur því orðið mikil gróðureyðing af þeirra völdum.

Náttúrulegir óvinir

Oft hefur verið sagt að afríski fíllinn ætti sér enga óvini og er það að nokkru leiti rétt. Þó hafa menn margsinnis orðið vitni af því á Chobe verndarsvæðinu í Botswana að tugir fullorðinna ljóna hafa í sameiningu fellt fullorðna fíla á þurrkatímanum. Algengara er þó að ljón og hýenur, og jafnvel villihundar, veiði unga kálfa.

Menn og fílar

Einn blóðugasti vitnisburður um samskipti manna og villtra dýra er rányrkja mannsins á afríska fílnum á 19. og 20. öld. Menn hafa í aldaraðir veitt fíla sér til matar. Þegar evrópskir nýlenduherrar settust að í álfunni fluttu með sér öflug skotvopn varð leikurinn afar ójafn. Hollenskir Búar gengu hart fram gegn fílnum upp úr 1830 og útrýmdu þeim úr Höfðalandi í Suður-Afríku. Þeir færðu sig norður í Transvaal eftir að Bretar hrökktu þá úr Höfðalandi og eyddu fílum einnig þar og reyndar allt norður að Sambesífljóti.

Þegar fílabein komst í tísku upp úr 1880 hafði það afdrifarík áhrif á fílinn í Austur- og Mið-Afríku. Á þrjátíu ára tímabili svo drepnir um 70 þúsund fílar árlega eða um það bil tvær miljónir dýra! Eftir 1910 var reynt að koma á veiðitakmörkunum enda þá orðið augljóst að í óefni stefndi. Allt bendir þó til að allt að 17 þúsund dýr hafi verið felld árlega fram eftir 20. öldinni. Algjört veiðibann var sett á árið 1960, en reyndist ekki gera það gagn sem til var ætlast. Vegna lélegs veiðieftirlits og spillingar í hinum nýfrjálsu Afríkuríkjum varð veiðiþjófnaður og smygl á fílabeini brátt blómstrandi iðnaður. Aukið eftirlit með veiðum og verndarsvæðum hefur þó eitthvað dregið úr þessari þróun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

og:

Heimildir:
  • McDonald. D. The new encyclopedia og mammals.. Oxford University Press, Oxford.
  • Vaughan, T. A. 1986. Mammalogy. Third Edition. Saunders College Publishing, Fort Worth.
  • Vaughan, T. A., J. M. Ryan, N. J. Czaplewski. 2000. Mammalogy. Fourth Edition. Saunders College Publishing, Philadelphia.

...