Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er meðgöngutími sebrahryssa?

Kristín Helga Jónsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir

Sebrahestar eða sebradýr eru hófdýr af hestaætt (Equidea) sem lifa villt í Afríku. Helsta einkenni þeirra eru svartar og hvítar rendur um allan skrokkinn. Það eru til 3 tegundir af sebrahestum, sléttusebrar (Equus quagga), greifasebrar (Equus grevyi) og fjallasebrar (Equus zebra).

Meðgöngutíminn hjá sebrahestum er um 12-13 mánuðir. Til samanburðar er meðgöngutími hesta um 11 mánuðir. Sebrahryssur eignast afkvæmi einu sinni á ári og aðeins eitt í senn. Folaldið vegur um 30-35 kíló þegar það fæðist. Það er með stuttan búk og langa leggi. Við fæðingu er folaldið brúnt og hvítt en ekki svart og hvítt eins og fullorðnu dýrin. Brúni liturinn dökknar síðan eftir nokkra mánuði og verður svartur. Folöldin fylgja móður sinni í eitt til tvö ár eftir fæðingu.

Sebrafolöld hafa brúnar rendur í stað svartra til að byrja með.

Meðganga sem stendur í um ár kann að virðast löng en það eru samt til dýr sem ganga mun lengur með afkvæmin sín. Sem dæmi má nefna að meðgöngutími höfrunga er 17-19 mánuðir, 22-24 mánuðir hjá fílum, salamöndrur af tegundinni Salamandra atra ganga með afkvæmin í 24-36 mánuði og hjá sumum hákarlategundum er meðgöngutíminn 42 mánuðir.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

18.6.2013

Spyrjandi

Ingunn Ingólfsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Kristín Helga Jónsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir. „Hver er meðgöngutími sebrahryssa?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2013, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64686.

Kristín Helga Jónsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir. (2013, 18. júní). Hver er meðgöngutími sebrahryssa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64686

Kristín Helga Jónsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir. „Hver er meðgöngutími sebrahryssa?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2013. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64686>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er meðgöngutími sebrahryssa?
Sebrahestar eða sebradýr eru hófdýr af hestaætt (Equidea) sem lifa villt í Afríku. Helsta einkenni þeirra eru svartar og hvítar rendur um allan skrokkinn. Það eru til 3 tegundir af sebrahestum, sléttusebrar (Equus quagga), greifasebrar (Equus grevyi) og fjallasebrar (Equus zebra).

Meðgöngutíminn hjá sebrahestum er um 12-13 mánuðir. Til samanburðar er meðgöngutími hesta um 11 mánuðir. Sebrahryssur eignast afkvæmi einu sinni á ári og aðeins eitt í senn. Folaldið vegur um 30-35 kíló þegar það fæðist. Það er með stuttan búk og langa leggi. Við fæðingu er folaldið brúnt og hvítt en ekki svart og hvítt eins og fullorðnu dýrin. Brúni liturinn dökknar síðan eftir nokkra mánuði og verður svartur. Folöldin fylgja móður sinni í eitt til tvö ár eftir fæðingu.

Sebrafolöld hafa brúnar rendur í stað svartra til að byrja með.

Meðganga sem stendur í um ár kann að virðast löng en það eru samt til dýr sem ganga mun lengur með afkvæmin sín. Sem dæmi má nefna að meðgöngutími höfrunga er 17-19 mánuðir, 22-24 mánuðir hjá fílum, salamöndrur af tegundinni Salamandra atra ganga með afkvæmin í 24-36 mánuði og hjá sumum hákarlategundum er meðgöngutíminn 42 mánuðir.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

...