Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vaxtaferill?

Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta.


Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist.

Vaxtaferillinn er teiknaður þannig að á lóðrétta ásnum er ávöxtunarkrafan sem gerð er til bréfa af ákveðinni tegund, til dæmis spariskírteina ríkissjóðs. Á lárétta ásnum er svo sá tími sem er eftir þar til útgefandinn greiðir eiganda bréfsins.

Heldur algengara er að ferillinn halli upp á við eins og á myndinni, þannig að langtímavextir séu hærri en skammtímavextir. Þegar þetta er ritað, í janúar 2007, hallar ferillinn þó niður á við á Íslandi, það er skammtímavextir eru hærri en langtímavextir. Þannig er til að mynda ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til fimm ára 9,28% en til tíu ára bréfa er gerð krafa um 8,31% ávöxtun.

Ef vextir hækka almennt, bæði á bréfum til skamms tíma og langs, þá hækkar ferillinn. Að sama skapi lækkar ferillinn ef almenn lækkun verður á vöxtum. Ef skammtíma- og langtímavextir breytast mismikið þá breytist halli ferilsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

7.2.2007

Spyrjandi

Jóhann Kristján Ragnarsson

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er vaxtaferill?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2007. Sótt 22. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6491.

Gylfi Magnússon. (2007, 7. febrúar). Hvað er vaxtaferill? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6491

Gylfi Magnússon. „Hvað er vaxtaferill?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2007. Vefsíða. 22. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6491>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Ingólfsdóttir

1952

Anna Ingólfsdóttir er prófessor í tölvunarfræði við HR og er einn af forstöðumönnum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við sama skóla. Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa.