Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Brynhildur Ingimarsdóttir

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr. 75/117) var samþykkt hefur Evrópusambandið beitt sér með ýmsum hætti til að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaðnum. Í dag mælist þó kynbundinn launamunur í öllum aðildarríkjum sambandsins og að meðaltali fá konur um 16% lægri laun en karlar.

***

Að leiðrétta launamun kynjanna hefur verið á stefnuskrá Evrópusambandsins í rúma hálfa öld og ýmsar reglur hafa verið samþykktar á vettvangi þess til að sporna gegn honum. Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er tryggð í 157. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins þar sem segir „hvert aðildarríki skal tryggja beitingu meginreglunnar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafngild eða jafnverðmæt störf“.

Á grundvelli ákvæðisins hefur Evrópusambandið samþykkt nokkrar tilskipanir til að rétta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, þá einkum þrjár í tengslum við launamun kynjanna; það er tilskipun nr. 75/117/EBE, viðbótartilskipun nr. 2002/73/EB og tilskipun nr. 2006/54/EB sem sameinar fyrrum tilskipanir í eina. Tilskipanirnar eiga að koma í veg fyrir að konum sé mismunað á vinnumarkaðnum og að þær fái lægri laun en karlar fyrir sömu störf eða jafnverðmæt störf. Tilskipanir sambandsins eru þó einungis bindandi að markmiðum sínum og veita aðildarríkjum ESB því töluvert svigrúm við innleiðingu þeirra.

Kynbundinn launamunur mælist 16,2% í Evrópusambandinu.

Launamunur kynjanna er breytilegur eftir aðildarríkjum. Hann mælist til að mynda 4,9% á Ítalíu, 8,5% í Slóveníu, 9% í Belgíu og Rúmeníu en 23,2% í Þýskalandi, 25,5% í Austurríki, 26,2% í Tékklandi og 30,9% í Eistlandi. Til samanburðar má geta að launamunur á Íslandi mælist 18,1%. Síðasta áratug hefur launamunurinn yfirleitt minnkað en í sumum aðildarríkjum hefur munurinn aukist, til dæmis í Lettlandi og Portúgal. Launamunur kynjanna er fyrir hendi í Evrópusambandinu jafnvel þó konur mennti sig að jafnaði meira en karlar. Nú til dags ljúka að meðaltali 83% kvenna framhaldsskóla í samanburði við 77,5% karla. Jafnframt eru 60% þeirra sem útskrifast úr háskólanámi konur.

Framkvæmdastjórnin samþykkti árið 2007 orðsendingu undir heitinu „Að takast á við launamun karla og kvenna“. Hún greinir frá mögulegum orsökum launamunar kynjanna í aðildarríkjum sambandsins og leggur til að Evrópusambandið og aðildarríki þess grípi til eftirfarandi aðgerða til að sigrast á vandanum:
  • Tryggja betri framkvæmd á löggjöf sambandsins á þessu sviði.
  • Samþætta stefnur sambandsins og aðildarríkja þess í baráttunni gegn launamun kynjanna.
  • Stuðla að jöfnum launum atvinnurekenda, einkum með félagslegri ábyrgð.
  • Styðja við miðlun á góðum starfsháttum í Evrópusambandinu og hvetja aðila vinnumarkaðarins til þátttöku.

Eitt af forgangsmarkmiðum framkvæmdaáætlunar ESB um kynjajafnrétti fyrir tímabilið 2010-2015 er jafnframt að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jafnverðmæt störf. Framkvæmdastjórnin fylgist með því að löggjöf ESB á þessu sviði sé leidd í lög og beitt með réttum hætti í aðildarríkjunum.

Evrópusambandið hefur einnig beitt sérstökum aðferðum til að auka vitund almennings um kynjajafnrétti til dæmis með birtingu auglýsinga og myndbanda um kynbundinn launamun eða til að hvetja fyrirtæki og konur til að auka fyrirsvar kvenna í stjórnunarstöðum. Dæmi um slíkt er myndband sem var hluti af átaki framkvæmdastjórnarinnar gegn kynbundnum launamun árið 2012. Myndbandið er aðgengilegt á vefsíðu YouTube.

Evrópski jafnlaunadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðastliðin þrjú ár. Framkvæmdastjórnin kom honum á fót og var hann haldinn í fyrsta skipti 5. mars 2011. Jafnlaunadagurinn er haldinn á mismunandi dagsetningum á ári hverju og markar þann fjölda daga sem konur þurfa að vinna aukalega til þess að vinna sér inn jafn há laun og karlar á einu ári. Árið 2012 var hann haldinn 2. mars og 28. febrúar árið 2013.

Þrátt fyrir aðgerðir Evrópusambandsins til að sporna gegn launamun kynjanna er launamunur enn til staðar milli karla og kvenna. Í dag fá konur að meðaltali um 16% lægri laun en karlar og er þá um að ræða meðaltalsmun á tímakaupi kvenna og karla í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið eitt getur ekki upprætt vandann heldur þurfa stjórnvöld í aðildarríkjunum og aðilar vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum þannig að launamunur kynjanna heyri sögunni til.

Heimildir og mynd

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttir

alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

12.7.2013

Spyrjandi

Thelma Ósk Bjarnadóttir

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64923.

Brynhildur Ingimarsdóttir. (2013, 12. júlí). Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64923

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64923>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?
Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr. 75/117) var samþykkt hefur Evrópusambandið beitt sér með ýmsum hætti til að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaðnum. Í dag mælist þó kynbundinn launamunur í öllum aðildarríkjum sambandsins og að meðaltali fá konur um 16% lægri laun en karlar.

***

Að leiðrétta launamun kynjanna hefur verið á stefnuskrá Evrópusambandsins í rúma hálfa öld og ýmsar reglur hafa verið samþykktar á vettvangi þess til að sporna gegn honum. Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er tryggð í 157. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins þar sem segir „hvert aðildarríki skal tryggja beitingu meginreglunnar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafngild eða jafnverðmæt störf“.

Á grundvelli ákvæðisins hefur Evrópusambandið samþykkt nokkrar tilskipanir til að rétta stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, þá einkum þrjár í tengslum við launamun kynjanna; það er tilskipun nr. 75/117/EBE, viðbótartilskipun nr. 2002/73/EB og tilskipun nr. 2006/54/EB sem sameinar fyrrum tilskipanir í eina. Tilskipanirnar eiga að koma í veg fyrir að konum sé mismunað á vinnumarkaðnum og að þær fái lægri laun en karlar fyrir sömu störf eða jafnverðmæt störf. Tilskipanir sambandsins eru þó einungis bindandi að markmiðum sínum og veita aðildarríkjum ESB því töluvert svigrúm við innleiðingu þeirra.

Kynbundinn launamunur mælist 16,2% í Evrópusambandinu.

Launamunur kynjanna er breytilegur eftir aðildarríkjum. Hann mælist til að mynda 4,9% á Ítalíu, 8,5% í Slóveníu, 9% í Belgíu og Rúmeníu en 23,2% í Þýskalandi, 25,5% í Austurríki, 26,2% í Tékklandi og 30,9% í Eistlandi. Til samanburðar má geta að launamunur á Íslandi mælist 18,1%. Síðasta áratug hefur launamunurinn yfirleitt minnkað en í sumum aðildarríkjum hefur munurinn aukist, til dæmis í Lettlandi og Portúgal. Launamunur kynjanna er fyrir hendi í Evrópusambandinu jafnvel þó konur mennti sig að jafnaði meira en karlar. Nú til dags ljúka að meðaltali 83% kvenna framhaldsskóla í samanburði við 77,5% karla. Jafnframt eru 60% þeirra sem útskrifast úr háskólanámi konur.

Framkvæmdastjórnin samþykkti árið 2007 orðsendingu undir heitinu „Að takast á við launamun karla og kvenna“. Hún greinir frá mögulegum orsökum launamunar kynjanna í aðildarríkjum sambandsins og leggur til að Evrópusambandið og aðildarríki þess grípi til eftirfarandi aðgerða til að sigrast á vandanum:
  • Tryggja betri framkvæmd á löggjöf sambandsins á þessu sviði.
  • Samþætta stefnur sambandsins og aðildarríkja þess í baráttunni gegn launamun kynjanna.
  • Stuðla að jöfnum launum atvinnurekenda, einkum með félagslegri ábyrgð.
  • Styðja við miðlun á góðum starfsháttum í Evrópusambandinu og hvetja aðila vinnumarkaðarins til þátttöku.

Eitt af forgangsmarkmiðum framkvæmdaáætlunar ESB um kynjajafnrétti fyrir tímabilið 2010-2015 er jafnframt að tryggja sömu laun fyrir sömu störf og jafnverðmæt störf. Framkvæmdastjórnin fylgist með því að löggjöf ESB á þessu sviði sé leidd í lög og beitt með réttum hætti í aðildarríkjunum.

Evrópusambandið hefur einnig beitt sérstökum aðferðum til að auka vitund almennings um kynjajafnrétti til dæmis með birtingu auglýsinga og myndbanda um kynbundinn launamun eða til að hvetja fyrirtæki og konur til að auka fyrirsvar kvenna í stjórnunarstöðum. Dæmi um slíkt er myndband sem var hluti af átaki framkvæmdastjórnarinnar gegn kynbundnum launamun árið 2012. Myndbandið er aðgengilegt á vefsíðu YouTube.

Evrópski jafnlaunadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðastliðin þrjú ár. Framkvæmdastjórnin kom honum á fót og var hann haldinn í fyrsta skipti 5. mars 2011. Jafnlaunadagurinn er haldinn á mismunandi dagsetningum á ári hverju og markar þann fjölda daga sem konur þurfa að vinna aukalega til þess að vinna sér inn jafn há laun og karlar á einu ári. Árið 2012 var hann haldinn 2. mars og 28. febrúar árið 2013.

Þrátt fyrir aðgerðir Evrópusambandsins til að sporna gegn launamun kynjanna er launamunur enn til staðar milli karla og kvenna. Í dag fá konur að meðaltali um 16% lægri laun en karlar og er þá um að ræða meðaltalsmun á tímakaupi kvenna og karla í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið eitt getur ekki upprætt vandann heldur þurfa stjórnvöld í aðildarríkjunum og aðilar vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum þannig að launamunur kynjanna heyri sögunni til.

Heimildir og mynd...