Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum félags grunnskólakennara er talað um „annaruppbót“ sem greiðst tvisvar á ári við lok hverrar annar, það er 1. júní og 1. desember ár hvert.

Launuppbót sem þessi á sér langa sögu. Í frumvarpi að nýrri launasamþykkt bæjarstarfsmanna í Reykjavík árið 1956 var lagt til að starfsmenn sem unnið höfðu í full 10 ár í þjónustu Reykjavíkur skyldu fá greidda árlega persónuuppbót sem greidd var í tvennu lagi 1. júní og 1. desember fyrir umliðin misseri. Á áttunda áratug síðustu aldar kemur ákvæði um persónuuppbót í marga kjarasamninga meðal opinberra starfsmanna. Til dæmis var ákvæði í kjarasamningi Hjúkrunarfélags Íslands og Reykjavíkurborgar sem gerður var árið 1976, að greiða skuli persónuuppbót í einu lagi í desembermánuði fyrir umliðið ár.

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi.

Þessi launauppbót kemur seinna inn í kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Hjá VR var samið um desemberuppbót í kjarasamningum þann 6. nóvember 1984 og nam upphæðin þá kr. 1.500. Almennt gildir sú regla um greiðslu desemberuppbótar að starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skuli fá greidda persónuuppbót/desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Þessi launauppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða unnið hluta úr ári á hann að fá greidda desemberuppbót sem tekur mið af starfshlutfalli á framangreindu tímabili. Ef starfsmaður lætur af störfum fyrir útborgun desemberuppbótarinnar, það er fyrir fyrstu viku desembermánaðar og hefur unnið að minnsta kosti 12 vikur í samfelldu starfi á síðustu 12 mánuðum, á hann rétt að desemberuppbót (hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall) og er hún þá greidd við starfslok starfsmannsins.

Í allflestum kjarasamningum er um tvenns konar persónu- eða launauppbætur að ræða. Annars vegar desemberuppbót og hins vegar orlofsuppbót sem greiðist í upphafi orlofsárs eða í maí ár hvert. Þessar launauppbætur eru föst krónutala og er samið um þær í kjarasamningum. Upphæðirnar eru mismunandi eftir kjarasamningum. Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM er desemberuppbótin (persónuuppbótin) fyrir árið 2020 kr. 94.000 hjá ríki, 103.100 hjá Reykjavíkurborg og 118.750 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þessi launauppbót hækkar svo ár hvert til ársins 2022 þegar kjarasamningar renna út. Í kjarasamningum VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins eru upphæð desemberuppbótar kr. 94.000 fyrir árið 2020.

Atvinnuleitendur eiga einnig rétt á desemberuppbót hafi þeir staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember og 3. desember á árinu 2020 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði. Þetta á bæði við um þá sem eru að fá greiddar almennar atvinnuleysisbætur og þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Heimildir:
  • BHM. (Sótt 21.12.2020).
  • Efling | Barátta fyrir betra lífi. (Sótt 21.12.2020).
  • Frumvarp að nýrri launasamþykkt bæjarstarfsmanna lög fram. (Morgunblaðið. 4. maí 1956).
  • Magnús L. Sveinsson. (2004). Áfangar í kjarabaráttu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, 1955-2003. Reykjavík: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
  • Samtök atvinnulífsins. (Sótt 21.12.2020).
  • Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands (1976). Kjarasamningur milli Reykjavíkurborgar og Hjúkrunarfélags Íslands. 1. maí 1976, 2. tbl, bls. 52.
  • Vinnumálastofnun. (Sótt 21.12.2020).
  • VR stéttarfélag - VR stéttarfélag. (Sótt 21.12.2020).

Mynd:

Höfundur

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

dósent á Félagsvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

22.12.2020

Síðast uppfært

23.12.2020

Spyrjandi

Egill Anton Hlöðversson

Tilvísun

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2020, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80838.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. (2020, 22. desember). Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80838

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2020. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80838>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?
Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum félags grunnskólakennara er talað um „annaruppbót“ sem greiðst tvisvar á ári við lok hverrar annar, það er 1. júní og 1. desember ár hvert.

Launuppbót sem þessi á sér langa sögu. Í frumvarpi að nýrri launasamþykkt bæjarstarfsmanna í Reykjavík árið 1956 var lagt til að starfsmenn sem unnið höfðu í full 10 ár í þjónustu Reykjavíkur skyldu fá greidda árlega persónuuppbót sem greidd var í tvennu lagi 1. júní og 1. desember fyrir umliðin misseri. Á áttunda áratug síðustu aldar kemur ákvæði um persónuuppbót í marga kjarasamninga meðal opinberra starfsmanna. Til dæmis var ákvæði í kjarasamningi Hjúkrunarfélags Íslands og Reykjavíkurborgar sem gerður var árið 1976, að greiða skuli persónuuppbót í einu lagi í desembermánuði fyrir umliðið ár.

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi.

Þessi launauppbót kemur seinna inn í kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Hjá VR var samið um desemberuppbót í kjarasamningum þann 6. nóvember 1984 og nam upphæðin þá kr. 1.500. Almennt gildir sú regla um greiðslu desemberuppbótar að starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skuli fá greidda persónuuppbót/desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf á tímabilinu 1. janúar til 31. október. Þessi launauppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða unnið hluta úr ári á hann að fá greidda desemberuppbót sem tekur mið af starfshlutfalli á framangreindu tímabili. Ef starfsmaður lætur af störfum fyrir útborgun desemberuppbótarinnar, það er fyrir fyrstu viku desembermánaðar og hefur unnið að minnsta kosti 12 vikur í samfelldu starfi á síðustu 12 mánuðum, á hann rétt að desemberuppbót (hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall) og er hún þá greidd við starfslok starfsmannsins.

Í allflestum kjarasamningum er um tvenns konar persónu- eða launauppbætur að ræða. Annars vegar desemberuppbót og hins vegar orlofsuppbót sem greiðist í upphafi orlofsárs eða í maí ár hvert. Þessar launauppbætur eru föst krónutala og er samið um þær í kjarasamningum. Upphæðirnar eru mismunandi eftir kjarasamningum. Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM er desemberuppbótin (persónuuppbótin) fyrir árið 2020 kr. 94.000 hjá ríki, 103.100 hjá Reykjavíkurborg og 118.750 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þessi launauppbót hækkar svo ár hvert til ársins 2022 þegar kjarasamningar renna út. Í kjarasamningum VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins eru upphæð desemberuppbótar kr. 94.000 fyrir árið 2020.

Atvinnuleitendur eiga einnig rétt á desemberuppbót hafi þeir staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember og 3. desember á árinu 2020 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði. Þetta á bæði við um þá sem eru að fá greiddar almennar atvinnuleysisbætur og þá sem fá greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Heimildir:
  • BHM. (Sótt 21.12.2020).
  • Efling | Barátta fyrir betra lífi. (Sótt 21.12.2020).
  • Frumvarp að nýrri launasamþykkt bæjarstarfsmanna lög fram. (Morgunblaðið. 4. maí 1956).
  • Magnús L. Sveinsson. (2004). Áfangar í kjarabaráttu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, 1955-2003. Reykjavík: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
  • Samtök atvinnulífsins. (Sótt 21.12.2020).
  • Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands (1976). Kjarasamningur milli Reykjavíkurborgar og Hjúkrunarfélags Íslands. 1. maí 1976, 2. tbl, bls. 52.
  • Vinnumálastofnun. (Sótt 21.12.2020).
  • VR stéttarfélag - VR stéttarfélag. (Sótt 21.12.2020).

Mynd:...