Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?

Þórólfur Matthíasson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Öll spurningin hljóðaði svona:
Mig rámar í að ég hafi lesið fyrir löngu að einu sinni í fyrndinni hafi laun kennara verið þau sömu og laun þingmanna. Er þetta rétt og hvenær var þetta þá? P.s. ég er búin að gúggla og finn ekkert. Væri gaman að fá svar fljótlega í ljósi nýlegra frétta.

Fram til ársins 1964 fengu þingmenn greiðslur sem miðuðust við fjölda daga sem þingið starfaði. Á þessu varð breyting með lögum nr. 4/1964 þegar ákveðið er að árslaun þingmanna skuli 132.000 krónur á ári. Ekki er tilgreind nein viðmiðun í lagatextanum.

Árið 1971 er lögum nr. 4/1964 breytt. Í framsöguræðu þar sem breytingum er fylgt úr hlaði segir framsögumaður, Jón Þorsteinsson meðal annars:

Þau sjö ár, sem síðan eru liðin, hafa alþm. fylgt gagnfræðaskólakennurum í launakjörum og aldrei fengið þá leiðréttingu, sem ætlað var með lagasetningunni 1964, að biði þeirra á næstu árum.

Frétt úr Þjóðviljanum 27.3.1971 um hækkun þingararkaups.

Þess má geta að samkvæmt dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963 (Auglýsing í Stjórnartíðindum B nr. 74/1963) voru kennarar við gagnfræðaskóla með BA-próf í launaflokki 18. Laun í launaflokki 18 voru á bilinu 9.410-11.440 krónur gamlar. Gagnfræðaskólakennari með BA-gráðu og 10 ára starfsreynslu skyldi fá 11.000 krónur (gamlar) í mánaðarlaun. Kennarar við gagnfræðaskóla með cand.mag gráðu voru í launaflokki 19. Laun í þeim flokki voru á bilinu 9.930 til 12.300 krónur gamlar. Mánaðarlaun fyrir gagnfræðaskólakennara með cand.mag-gráðu og þriggja ára starfsreynslu voru 11.050 krónur (gamlar). Menntaskólakennari var í launaflokki 20. Laun menntaskólakennara með eins árs starfsreynslu voru 11.050 krónur gamlar.

Ekki verður ráðið af fyrirliggjandi gögnum hvort samsvörun launa gagnfræðaskólakennara annars vegar og þingfararkaups hins vegar hafi verið af ásetningi eða hvort þingmaðurinn Jón Þorsteinsson hafi einfaldlega farið í launatöfluna og leitað eftir talnalegri hliðstæðu milli launa einhvers hóps ríkisstarfsmanna og þingfararkaupsins eins og það var ákveðið með lögum 4/1964. En af orðum þingmannsins má ráða að verðlagsbætur hafi lagst með sama hætti á þingfararkaup og laun samkvæmt launaflokkum 18 og 19.

Með breytingunni á lögum nr. 4/1964 árið 1971 var ákveðið að miða þingfararkaup við launaflokk B3 í nýsamþykktum kjarasamningum opinberra starfsmanna. Jón Þorsteinsson alþingismaður bendir á það í ræðu sinni að sá launaflokkur er þriðji hæsti launaflokkur í launakerfi ríkisstarfsmanna. Hans skilningur sé sá að verði launakerfinu breytt haldist sú skipan áfram að þingfararkaup verði í þriðja hæsta flokki í mögulegu nýju launakerfi. Jafnframt tilgreinir Jón Þorsteinsson að embættismenn á borð við flugmálastjóra, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, framkvæmdastjóra ríkisspítala, prófessorar sem jafnframt eru yfirlæknar, siglingamálastjóri og fleiri þiggi laun samkvæmt launaflokki B3.

Í Ásgarði, blaði BSRB (3. tbl. XIX. árg., desember 1970, bls. 8-30) má finna röðun starfsheita í launaflokka. Almennum starfsheitum er raðað í 28 flokka. Æðstu embættismenn eru í flokkum B1 til B5. Hæstu launin hafa þeir sem eru í launaflokki B5. Launaflokkur B3 er því sá þriðji hæsti ofan frá, eins og þingmaðurinn Jón Þorsteinsson bendir réttilega á. Í launaflokkum B4 og B5 eru meðal annars ráðuneytisstjórar, biskup, landlæknir, sendiherrar, rektor Háskóla Íslands og útvarpsstjóri svo nokkur dæmi séu nefnd.

Það má því svara spurningunni þannig að það sé rétt að á tímabilinu 1964 til 1971 hafi þingmenn og gagnfræðaskólakennarar fylgst að í launakjörum, en að á árinu 1971 hafi þingfararkaupið hækkað verulega (líklega um 50%). Þar slitnar samfylgd þingmanna og gagnfræðaskólakennara hvað launakjör varðar.

Ítarefni:

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.11.2016

Spyrjandi

Snæfríður Þorvaldsdóttir

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2016, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72918.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 9. nóvember). Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72918

Þórólfur Matthíasson. „Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2016. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72918>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Öll spurningin hljóðaði svona:
Mig rámar í að ég hafi lesið fyrir löngu að einu sinni í fyrndinni hafi laun kennara verið þau sömu og laun þingmanna. Er þetta rétt og hvenær var þetta þá? P.s. ég er búin að gúggla og finn ekkert. Væri gaman að fá svar fljótlega í ljósi nýlegra frétta.

Fram til ársins 1964 fengu þingmenn greiðslur sem miðuðust við fjölda daga sem þingið starfaði. Á þessu varð breyting með lögum nr. 4/1964 þegar ákveðið er að árslaun þingmanna skuli 132.000 krónur á ári. Ekki er tilgreind nein viðmiðun í lagatextanum.

Árið 1971 er lögum nr. 4/1964 breytt. Í framsöguræðu þar sem breytingum er fylgt úr hlaði segir framsögumaður, Jón Þorsteinsson meðal annars:

Þau sjö ár, sem síðan eru liðin, hafa alþm. fylgt gagnfræðaskólakennurum í launakjörum og aldrei fengið þá leiðréttingu, sem ætlað var með lagasetningunni 1964, að biði þeirra á næstu árum.

Frétt úr Þjóðviljanum 27.3.1971 um hækkun þingararkaups.

Þess má geta að samkvæmt dómi Kjaradóms frá 3. júlí 1963 (Auglýsing í Stjórnartíðindum B nr. 74/1963) voru kennarar við gagnfræðaskóla með BA-próf í launaflokki 18. Laun í launaflokki 18 voru á bilinu 9.410-11.440 krónur gamlar. Gagnfræðaskólakennari með BA-gráðu og 10 ára starfsreynslu skyldi fá 11.000 krónur (gamlar) í mánaðarlaun. Kennarar við gagnfræðaskóla með cand.mag gráðu voru í launaflokki 19. Laun í þeim flokki voru á bilinu 9.930 til 12.300 krónur gamlar. Mánaðarlaun fyrir gagnfræðaskólakennara með cand.mag-gráðu og þriggja ára starfsreynslu voru 11.050 krónur (gamlar). Menntaskólakennari var í launaflokki 20. Laun menntaskólakennara með eins árs starfsreynslu voru 11.050 krónur gamlar.

Ekki verður ráðið af fyrirliggjandi gögnum hvort samsvörun launa gagnfræðaskólakennara annars vegar og þingfararkaups hins vegar hafi verið af ásetningi eða hvort þingmaðurinn Jón Þorsteinsson hafi einfaldlega farið í launatöfluna og leitað eftir talnalegri hliðstæðu milli launa einhvers hóps ríkisstarfsmanna og þingfararkaupsins eins og það var ákveðið með lögum 4/1964. En af orðum þingmannsins má ráða að verðlagsbætur hafi lagst með sama hætti á þingfararkaup og laun samkvæmt launaflokkum 18 og 19.

Með breytingunni á lögum nr. 4/1964 árið 1971 var ákveðið að miða þingfararkaup við launaflokk B3 í nýsamþykktum kjarasamningum opinberra starfsmanna. Jón Þorsteinsson alþingismaður bendir á það í ræðu sinni að sá launaflokkur er þriðji hæsti launaflokkur í launakerfi ríkisstarfsmanna. Hans skilningur sé sá að verði launakerfinu breytt haldist sú skipan áfram að þingfararkaup verði í þriðja hæsta flokki í mögulegu nýju launakerfi. Jafnframt tilgreinir Jón Þorsteinsson að embættismenn á borð við flugmálastjóra, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, framkvæmdastjóra ríkisspítala, prófessorar sem jafnframt eru yfirlæknar, siglingamálastjóri og fleiri þiggi laun samkvæmt launaflokki B3.

Í Ásgarði, blaði BSRB (3. tbl. XIX. árg., desember 1970, bls. 8-30) má finna röðun starfsheita í launaflokka. Almennum starfsheitum er raðað í 28 flokka. Æðstu embættismenn eru í flokkum B1 til B5. Hæstu launin hafa þeir sem eru í launaflokki B5. Launaflokkur B3 er því sá þriðji hæsti ofan frá, eins og þingmaðurinn Jón Þorsteinsson bendir réttilega á. Í launaflokkum B4 og B5 eru meðal annars ráðuneytisstjórar, biskup, landlæknir, sendiherrar, rektor Háskóla Íslands og útvarpsstjóri svo nokkur dæmi séu nefnd.

Það má því svara spurningunni þannig að það sé rétt að á tímabilinu 1964 til 1971 hafi þingmenn og gagnfræðaskólakennarar fylgst að í launakjörum, en að á árinu 1971 hafi þingfararkaupið hækkað verulega (líklega um 50%). Þar slitnar samfylgd þingmanna og gagnfræðaskólakennara hvað launakjör varðar.

Ítarefni:

Mynd:...