Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig er styrja veidd?

Jón Már Halldórsson

Eiginlegar styrjur eru allar tegundir innan ættarinnar Acipenseridae og undirættarinnar Acipenserinae. Til þessarar undirættar teljast tuttugu og ein tegund sem flokkaðar eru í tvær ættkvíslir, Acipenser (19 tegundir) og Huso (2 tegundir). Þetta eru ákaflega stórvaxnar fisktegundir, mælast venjulega frá 250 til 350 cm á lengd þó stærri einstaklingar hafa fundist.

Styrjur finnast í ám og vötnum í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þær eru tannlausar og lifa því einkum á ýmsum botnlæg dýrum svo sem krabbadýrum, samlokum og smáfiskum. Ýmsar aðlaganir að slíku fæðunámi má sjá á líkamsbyggingu styrjunnar, meðal annars anga við kjaft sem hjálpa þeim við að finna skeljar og önnur smádýr í gruggugu vatninu.

Helstu tegundir

Styrjutegundirnar skiptast nokkuð jafnt á milli nýja og gamla heimsins. Flestar tegundirnar eru í útrýmingarhættu og sumar teljast jafnvel vera í mjög mikilli hættu, þá einkum vegna ofveiði.



Úthafsstyrjan (Acipenser sturio) er um 1-2 metrar á lengd og vegur um 150 kg.

Úthafsstyrjan (Acipenser sturio)

Meðal þekktra tegunda er hin eiginlega styrja eða úthafsstyrja. Hún finnst einkum undan ströndum meginlands Evrópu og við Bretlandseyjar, en hefur einnig fundist við Norður-Ameríku. Hún gengur jafnframt upp í helstu ár á þessum svæðum, en líkt og aðrar styrjur hrygnir hún í ferskvatni. Úthafsstyrjan er venjulega 1-2 metrar á lengd og vegur um 150 kg. Stærstu fiskar sem hafa veiðst af þessari tegund hafa þó verið um 3,5 metrar á lengd og um 340 kg. Líftími úthafsstyrjunnar er um 40 ár og verða hængarnir kynþroska við um það bil 14 ára aldur en hrygnurnar eru um 18 ára. Vegna mikillar eftirspurnar eftir styrjuhrognum (kavíar) hefur frá upphafi 19. aldar verið stunduð mikil og reglubundin veiði á úthafsstyrjunni. Gengið var svo nærri tegundinni að hún var alfriðuð árið 1982.

Rússneska styrjan (Acipenser gueldenstaedtii)

Rússneska styrjan eða Osétr (Осётр) finnst í ám í vesturhluta Rússlands og allt austur að Baykalvatni. Rússneska styrjan var áður mjög algeng en of miklar veiðar hafa hins vegar valdið því að þessi tegund er nú í útrýmingarhættu. Veiðiþjófnaður er nú vaxandi vandamál fyrir afkomu rússnesku styrjunnar, en afurðarverðið á hrognum hennar er ævintýralega hátt.

Hússtyrjan (Huso huso)

Hússtyrjan er stærst allra styrja í heiminum og sennilega stærsti ferskvatnsfiskur í heimi. Hússtyrjur hafa mælst allt að 6 metrar á lengd og meira en tonn að þyngd. Sögusagnir eru um hússtyrjur sem mælst hafa 8,6 metrar að lengd og vegið upp í 2,7 tonn, en það eru þó óstaðfestar fregnir. Hússtyrjan vex ákaflega hægt og er mjög langlíf. Snemma á síðustu öld veiddist hússtyrja sem talin var vera hátt í 150 ára gömul.

Hússtyrjan kallast á ensku Beluga sturgeon, en nafnið beluga kemur úr rússnesku og þýðir hvítur sem vísar í hvítan lit styrjunnar. Hússtyrjan lifir í ám í Austur-Evrópu, einkum í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.

Amúr-drottning (Huso dauricus)

Að síðustu má nefna enn eina rússneska styrju, Amúr-drottninguna. Um hana er fjallað nánar um í svarinu: Hvernig fiskur er Amúr-drottning?



Styrja af ættkvíslinni Acipenser.

Veiðar

Nýting á styrju á sér afar langa sögu í Evrópu. Heimildir eru fyrir veiðum á henni frá Grikklandi og Persíu fyrir 2500 árum og Aristóteles minnist á kavíar í skrifum sínum. Neysla á kavíar er eitt best þekkta tákn um auðlegð og ríkidæmi, en kavíar er ein dýrasta matvara sem völ er á. Kílóverðið á innfluttum kavíar úr hússtyrjunni getur farið allt uppí 4.000 dollara fyrir kílóið eða um 280.000 krónur.

Styrjur eru aðallega veiddar með netum þegar þær safnast saman í ám eða stöðuvötnum til hrygningar snemma á vorin. Þær eru einnig veiddar með krókum en þó í mun minni mæli. Styrjur eru jafnframt vinsælar í stangaveiði í Norður-Ameríku.

Nú til dags kemur mest af kavíar frá styrjum sem veiddar eru í Kaspíahafi. Þær fimm þjóðir sem eiga landamæri að þessu stóra innhafi, Rússland, Aserbaídsjan, Kasakstan, Túrkmenistan og Íran, hafa skipt veiðikvótanum á milli sín. Að nafninu til er þar einhver fiskveiðistjórnun en henni hefur þó lítt framfylgt.

Ýmsar vísbendingar eru um að veiðistofnarnir í Kaspíahafi séu að hrynja. Aflinn á síðasta áratug hefur dregist verulega saman þrátt fyrir að auknum tíma sé eytt í veiðarnar og netafjöldinn hafi margfaldast. Sem dæmi má nefna að aflinn árið 1990 var um 12000 tonn en árið 1994 náði hann ekki nema um 4460 tonnum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hrygningarstofninn hefur minnkað. Árið 1970 var talið að um 25.000 styrjur hafi safnast saman til hrygningar í árósum Volgu en meira en helmingi færri styrjur hafi verið þar árið 1993.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.3.2007

Spyrjandi

Jón Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er styrja veidd? “ Vísindavefurinn, 12. mars 2007. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6529.

Jón Már Halldórsson. (2007, 12. mars). Hvernig er styrja veidd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6529

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er styrja veidd? “ Vísindavefurinn. 12. mar. 2007. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6529>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er styrja veidd?
Eiginlegar styrjur eru allar tegundir innan ættarinnar Acipenseridae og undirættarinnar Acipenserinae. Til þessarar undirættar teljast tuttugu og ein tegund sem flokkaðar eru í tvær ættkvíslir, Acipenser (19 tegundir) og Huso (2 tegundir). Þetta eru ákaflega stórvaxnar fisktegundir, mælast venjulega frá 250 til 350 cm á lengd þó stærri einstaklingar hafa fundist.

Styrjur finnast í ám og vötnum í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þær eru tannlausar og lifa því einkum á ýmsum botnlæg dýrum svo sem krabbadýrum, samlokum og smáfiskum. Ýmsar aðlaganir að slíku fæðunámi má sjá á líkamsbyggingu styrjunnar, meðal annars anga við kjaft sem hjálpa þeim við að finna skeljar og önnur smádýr í gruggugu vatninu.

Helstu tegundir

Styrjutegundirnar skiptast nokkuð jafnt á milli nýja og gamla heimsins. Flestar tegundirnar eru í útrýmingarhættu og sumar teljast jafnvel vera í mjög mikilli hættu, þá einkum vegna ofveiði.



Úthafsstyrjan (Acipenser sturio) er um 1-2 metrar á lengd og vegur um 150 kg.

Úthafsstyrjan (Acipenser sturio)

Meðal þekktra tegunda er hin eiginlega styrja eða úthafsstyrja. Hún finnst einkum undan ströndum meginlands Evrópu og við Bretlandseyjar, en hefur einnig fundist við Norður-Ameríku. Hún gengur jafnframt upp í helstu ár á þessum svæðum, en líkt og aðrar styrjur hrygnir hún í ferskvatni. Úthafsstyrjan er venjulega 1-2 metrar á lengd og vegur um 150 kg. Stærstu fiskar sem hafa veiðst af þessari tegund hafa þó verið um 3,5 metrar á lengd og um 340 kg. Líftími úthafsstyrjunnar er um 40 ár og verða hængarnir kynþroska við um það bil 14 ára aldur en hrygnurnar eru um 18 ára. Vegna mikillar eftirspurnar eftir styrjuhrognum (kavíar) hefur frá upphafi 19. aldar verið stunduð mikil og reglubundin veiði á úthafsstyrjunni. Gengið var svo nærri tegundinni að hún var alfriðuð árið 1982.

Rússneska styrjan (Acipenser gueldenstaedtii)

Rússneska styrjan eða Osétr (Осётр) finnst í ám í vesturhluta Rússlands og allt austur að Baykalvatni. Rússneska styrjan var áður mjög algeng en of miklar veiðar hafa hins vegar valdið því að þessi tegund er nú í útrýmingarhættu. Veiðiþjófnaður er nú vaxandi vandamál fyrir afkomu rússnesku styrjunnar, en afurðarverðið á hrognum hennar er ævintýralega hátt.

Hússtyrjan (Huso huso)

Hússtyrjan er stærst allra styrja í heiminum og sennilega stærsti ferskvatnsfiskur í heimi. Hússtyrjur hafa mælst allt að 6 metrar á lengd og meira en tonn að þyngd. Sögusagnir eru um hússtyrjur sem mælst hafa 8,6 metrar að lengd og vegið upp í 2,7 tonn, en það eru þó óstaðfestar fregnir. Hússtyrjan vex ákaflega hægt og er mjög langlíf. Snemma á síðustu öld veiddist hússtyrja sem talin var vera hátt í 150 ára gömul.

Hússtyrjan kallast á ensku Beluga sturgeon, en nafnið beluga kemur úr rússnesku og þýðir hvítur sem vísar í hvítan lit styrjunnar. Hússtyrjan lifir í ám í Austur-Evrópu, einkum í ríkjum fyrrum Sovétríkjanna.

Amúr-drottning (Huso dauricus)

Að síðustu má nefna enn eina rússneska styrju, Amúr-drottninguna. Um hana er fjallað nánar um í svarinu: Hvernig fiskur er Amúr-drottning?



Styrja af ættkvíslinni Acipenser.

Veiðar

Nýting á styrju á sér afar langa sögu í Evrópu. Heimildir eru fyrir veiðum á henni frá Grikklandi og Persíu fyrir 2500 árum og Aristóteles minnist á kavíar í skrifum sínum. Neysla á kavíar er eitt best þekkta tákn um auðlegð og ríkidæmi, en kavíar er ein dýrasta matvara sem völ er á. Kílóverðið á innfluttum kavíar úr hússtyrjunni getur farið allt uppí 4.000 dollara fyrir kílóið eða um 280.000 krónur.

Styrjur eru aðallega veiddar með netum þegar þær safnast saman í ám eða stöðuvötnum til hrygningar snemma á vorin. Þær eru einnig veiddar með krókum en þó í mun minni mæli. Styrjur eru jafnframt vinsælar í stangaveiði í Norður-Ameríku.

Nú til dags kemur mest af kavíar frá styrjum sem veiddar eru í Kaspíahafi. Þær fimm þjóðir sem eiga landamæri að þessu stóra innhafi, Rússland, Aserbaídsjan, Kasakstan, Túrkmenistan og Íran, hafa skipt veiðikvótanum á milli sín. Að nafninu til er þar einhver fiskveiðistjórnun en henni hefur þó lítt framfylgt.

Ýmsar vísbendingar eru um að veiðistofnarnir í Kaspíahafi séu að hrynja. Aflinn á síðasta áratug hefur dregist verulega saman þrátt fyrir að auknum tíma sé eytt í veiðarnar og netafjöldinn hafi margfaldast. Sem dæmi má nefna að aflinn árið 1990 var um 12000 tonn en árið 1994 náði hann ekki nema um 4460 tonnum. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hrygningarstofninn hefur minnkað. Árið 1970 var talið að um 25.000 styrjur hafi safnast saman til hrygningar í árósum Volgu en meira en helmingi færri styrjur hafi verið þar árið 1993.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Myndir: Wikimedia Commons...