Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til alíslenskt orð yfir tennis?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er.

Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og í elstu íslensku heimildum um íþróttina kemur það heiti alloft fyrir, samanber eftirfarandi dæmi úr Vísi, 18. júní 1914, bls. 4, í frétt um mót UMFÍ:

síðast en ekki síst, verður sýnt Lawn Tennis, sem er fagur leikur, en hefur aldrei sjest hjer á leikmóti fyrr.

Orðið tennis er aftur á móti komið úr frönsku. Í hinni frönsku útgáfu leiksins kallaði sá sem upp gaf tenez sem er boðháttur af sögninni tenir „halda“. Þetta var eins konar kallorð eða hróp í leiknum.

Orðið tennis en væntanlega tökuorð beint úr ensku en er upprunalega komið úr frönsku. Í hinni frönsku útgáfu leiksins kallaði sá sem upp gaf tenez sem er boðháttur af sögninni tenir „halda“.

Tökuorð í íslensku geta þurft aðlagast íslenskum framburði, íslenskri stafsetningu og íslenskum beygingum. Ekkert vandamál er að bera orðið tennis fram og ekki er heldur erfitt að stafsetja það.

Í orðabókum er tennis gefið upp sem karlkynsorð (tennisinn) en einnig má finna dæmi um að það sé notað sem hvorugkynsorð (tennisið).

Mynd:

Útgáfudagur

8.3.2016

Spyrjandi

Steinar Geirdal Snorrason

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er til alíslenskt orð yfir tennis?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2016. Sótt 23. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65724.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2016, 8. mars). Er til alíslenskt orð yfir tennis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65724

Ágústa Þorbergsdóttir. „Er til alíslenskt orð yfir tennis?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2016. Vefsíða. 23. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65724>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Páll Melsted

1980

Páll Melsted er prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ. Rannsóknir Páls snúast um þróun aðferða á sviði lífupplýsingafræði, sér í lagi til að vinna úr miklu magni af raðgreiningargögnum.