Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?

Doktor.is

Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utanverðum framhandlegg. Þetta er kallað tennisolnbogi og getur gerst við snögg átök vegna langvarandi álags. Kvillinn er algengastur hjá einstaklingum 40 ára og eldri og eru konur í meirihluta sjúklinga. Kvillinn hverfur oftast af sjálfsdáðum en sumir hafa óþægindi af þessu árum saman.

Hver er orsök sjúkdómsins?

Tennisolnbogi er ekki einungis sjúkdómur hjá tennisiðkendum. Allir íþróttamenn geta fengið kvillann sem og fólk sem vegna atvinnu sinnar notar mikið sömu hreyfingarnar. Tennisolnbogi myndast einkum þegar álag kemur á olnbogann þegar hann er boginn og á sama tíma er gripið (þéttings-) fast, til dæmis utan um tennisspaða eða verkfæri.

Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem valda verkjum.

Hver eru einkennin?

Óþægindin byrja yfirleitt sem verkjaástand kringum vöðvafestingarnar á utanverðum olnboganum og aukast jafnt og þétt. Sömuleiðis verður svæðið mjög aumt viðkomu. Ef úlnliðurinn er beygður upp á við gegn mótstöðu koma verkir frá vöðvafestingunum. Með tímanum getur verkurinn leitt upp í upphandlegg og niður með utanverðum framhandlegg. Máttleysistilfinning getur komið í úlnliðinn þannig að erfitt er að gera hluti sem reyna á höndina.

Hvað er til ráða?
  • Þegar kvillinn er á byrjunarstigi er hægt að minnka verkinn með því að kæla svæðið. Best er að kæla olnbogann í 20-30 mínútur í senn og bíða svo í um það bil klukkustund áður en kælingin er endurtekin.
  • Gott er að hvíla handlegginn og varast að gera hluti sem valda sársauka. Eftir nokkra daga er gott að nota hitapoka á svæðið.
  • Gera teygjuæfingar. Til dæmis beygja úlnliðinn alveg niður og halda honum niðri með hinni hendinni. Rétta alveg úr olnboganum og snúa framhandleggnum inn á við (þannig að fingurgómarnir vísi aðeins út á við frá líkamanum). Nauðsynlegt er að gera æfinguna oft og iðulega yfir daginn.
  • Einnig er hægt að vefja olnbogann. Sérstakar spelkur fást í stoðtækjabúðum
  • Sérhæfðari meðferð er hægt að fá hjá lækni eða sjúkraþjálfara.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Úrskurður læknis byggist annarsvegar á vitneskju um hvernig óþægindin byrjuðu og hinsvegar á skoðun á handleggnum. Ekki er hægt að sjá tennisolnboga á venjulegum röntgenmyndum. Röntgenmynd getur þó verið nauðsynleg til að útiloka hugsanlegan kvilla inni í olnbogaliðnum. Mikilvægt er að læknirinn geti útilokað að óþægindin stafi ekki af klemmdri taug eða hvort aðrir sjúkdómar í handleggnum valdi kvillanum.

Framtíðarhorfur

Oft hverfa óþægindi af völdum tennisolnboga án nokkurar meðferðar. Oftast er hægt að lækna tennisolnboga án þess að það þurfi að gera aðgerð. Ef einkennin reynast þrálát er þó hugsanlegt að þurfi að grípa til skurðaðgerðar.

Til að byrja með er oft látið nægja að hlífa hendinni og jafnvel er notast við bólgueyðandi lyf í stuttan tíma. Ef óþægindin verða meiri er stundum gripið til þess að setja olnbogann og úlnliðinn í spelku í nokkrar vikur. Hægt er að prófa deyfingarmeðerð með því að sprauta deyfingu og bólgueyðandi efni í auma blettinn við vöðvafestuna. Bylgjumeðferð er stundum reynd með misjöfnum árangri. Að lokum getur skurðaðgerð verið eina úrræðið og er þá skorið á sinina við vöðvafestuna, með það fyrir augum að létta á vefnum á svæðinu og er árangur af þessu allgóður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þessi grein birtist upphaflega á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

15.5.2008

Síðast uppfært

8.6.2018

Spyrjandi

Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2008, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19829.

Doktor.is. (2008, 15. maí). Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19829

Doktor.is. „Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2008. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19829>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?
Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utanverðum framhandlegg. Þetta er kallað tennisolnbogi og getur gerst við snögg átök vegna langvarandi álags. Kvillinn er algengastur hjá einstaklingum 40 ára og eldri og eru konur í meirihluta sjúklinga. Kvillinn hverfur oftast af sjálfsdáðum en sumir hafa óþægindi af þessu árum saman.

Hver er orsök sjúkdómsins?

Tennisolnbogi er ekki einungis sjúkdómur hjá tennisiðkendum. Allir íþróttamenn geta fengið kvillann sem og fólk sem vegna atvinnu sinnar notar mikið sömu hreyfingarnar. Tennisolnbogi myndast einkum þegar álag kemur á olnbogann þegar hann er boginn og á sama tíma er gripið (þéttings-) fast, til dæmis utan um tennisspaða eða verkfæri.

Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem valda verkjum.

Hver eru einkennin?

Óþægindin byrja yfirleitt sem verkjaástand kringum vöðvafestingarnar á utanverðum olnboganum og aukast jafnt og þétt. Sömuleiðis verður svæðið mjög aumt viðkomu. Ef úlnliðurinn er beygður upp á við gegn mótstöðu koma verkir frá vöðvafestingunum. Með tímanum getur verkurinn leitt upp í upphandlegg og niður með utanverðum framhandlegg. Máttleysistilfinning getur komið í úlnliðinn þannig að erfitt er að gera hluti sem reyna á höndina.

Hvað er til ráða?
  • Þegar kvillinn er á byrjunarstigi er hægt að minnka verkinn með því að kæla svæðið. Best er að kæla olnbogann í 20-30 mínútur í senn og bíða svo í um það bil klukkustund áður en kælingin er endurtekin.
  • Gott er að hvíla handlegginn og varast að gera hluti sem valda sársauka. Eftir nokkra daga er gott að nota hitapoka á svæðið.
  • Gera teygjuæfingar. Til dæmis beygja úlnliðinn alveg niður og halda honum niðri með hinni hendinni. Rétta alveg úr olnboganum og snúa framhandleggnum inn á við (þannig að fingurgómarnir vísi aðeins út á við frá líkamanum). Nauðsynlegt er að gera æfinguna oft og iðulega yfir daginn.
  • Einnig er hægt að vefja olnbogann. Sérstakar spelkur fást í stoðtækjabúðum
  • Sérhæfðari meðferð er hægt að fá hjá lækni eða sjúkraþjálfara.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Úrskurður læknis byggist annarsvegar á vitneskju um hvernig óþægindin byrjuðu og hinsvegar á skoðun á handleggnum. Ekki er hægt að sjá tennisolnboga á venjulegum röntgenmyndum. Röntgenmynd getur þó verið nauðsynleg til að útiloka hugsanlegan kvilla inni í olnbogaliðnum. Mikilvægt er að læknirinn geti útilokað að óþægindin stafi ekki af klemmdri taug eða hvort aðrir sjúkdómar í handleggnum valdi kvillanum.

Framtíðarhorfur

Oft hverfa óþægindi af völdum tennisolnboga án nokkurar meðferðar. Oftast er hægt að lækna tennisolnboga án þess að það þurfi að gera aðgerð. Ef einkennin reynast þrálát er þó hugsanlegt að þurfi að grípa til skurðaðgerðar.

Til að byrja með er oft látið nægja að hlífa hendinni og jafnvel er notast við bólgueyðandi lyf í stuttan tíma. Ef óþægindin verða meiri er stundum gripið til þess að setja olnbogann og úlnliðinn í spelku í nokkrar vikur. Hægt er að prófa deyfingarmeðerð með því að sprauta deyfingu og bólgueyðandi efni í auma blettinn við vöðvafestuna. Bylgjumeðferð er stundum reynd með misjöfnum árangri. Að lokum getur skurðaðgerð verið eina úrræðið og er þá skorið á sinina við vöðvafestuna, með það fyrir augum að létta á vefnum á svæðinu og er árangur af þessu allgóður.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þessi grein birtist upphaflega á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi....