Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?

Þórdís Kristinsdóttir

Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Flestar sinar sem beygja fingur liggja um þess göng og eru þær umluktar sinaslíðri sem auðveldar hreyfingu þeirra. Um göngin liggja einnig æðar og taugar fram í hönd.

Sinaskeiðabólga (e. carpal tunnel syndrome) er ofálagseinkenni vegna endurtekinna einhæfðra hreyfinga sem reyna á úlnlið og valda bólgu í sinaslíðrum. Þar sem lítið pláss er í göngunum þrengir bólgan fljótt að þeim þáttum sem um þau liggja. Langvarandi bólga getur valdið veikleika í sin og í versta falli sliti.

Einkenni sinaskeiðabólgu er verkur í úlnlið sem virkar þrútinn og jafnvel getur marrað í honum. Þrýstingur getur einnig komið á medianus-taugina sem veldur þá breyttri tilfinningu í lófa og fingrum. Algengt er að finna fyrir bruna- eða náladofatilfinningu samhliða verk og í verstu tilfellunum getur orðið rýrnun á þumalfingursvöðvum.

Í flestum tilfellum er nóg að hvíla liðinn og forðast hreyfingar sem reyna á beygivöðva, svo sem að halda á hamri eða spaða og áreynsluhreyfingar. Gott getur verið að nota úlnliðsspelku eða teygjusokk. Ef bati er hægur þrátt fyrir minnkað álag gæti þurft að leita til læknis eða sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfun og bólgueyðandi lyf eru gagnleg og í þrálátum tilfellum geta nokkrar sterasprautur minnkað bólguna. Í verstu tilfellunum þarf að framkvæma litla aðgerð (speglun), þar sem tvö göt eru gerð, annað í lófann og hitt í úlnliðinn og myndavél sett inn svo læknir geti séð göngin. Aðgerðin er einföld og gerð við staðdeyfingu en eftir hana er notast við úlnliðsspelku í 4-6 vikur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.6.2011

Spyrjandi

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, f. 1995, Þórgnýr Thoroddsen, Ester Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2011. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52700.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 23. júní). Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52700

Þórdís Kristinsdóttir. „Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2011. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?
Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Flestar sinar sem beygja fingur liggja um þess göng og eru þær umluktar sinaslíðri sem auðveldar hreyfingu þeirra. Um göngin liggja einnig æðar og taugar fram í hönd.

Sinaskeiðabólga (e. carpal tunnel syndrome) er ofálagseinkenni vegna endurtekinna einhæfðra hreyfinga sem reyna á úlnlið og valda bólgu í sinaslíðrum. Þar sem lítið pláss er í göngunum þrengir bólgan fljótt að þeim þáttum sem um þau liggja. Langvarandi bólga getur valdið veikleika í sin og í versta falli sliti.

Einkenni sinaskeiðabólgu er verkur í úlnlið sem virkar þrútinn og jafnvel getur marrað í honum. Þrýstingur getur einnig komið á medianus-taugina sem veldur þá breyttri tilfinningu í lófa og fingrum. Algengt er að finna fyrir bruna- eða náladofatilfinningu samhliða verk og í verstu tilfellunum getur orðið rýrnun á þumalfingursvöðvum.

Í flestum tilfellum er nóg að hvíla liðinn og forðast hreyfingar sem reyna á beygivöðva, svo sem að halda á hamri eða spaða og áreynsluhreyfingar. Gott getur verið að nota úlnliðsspelku eða teygjusokk. Ef bati er hægur þrátt fyrir minnkað álag gæti þurft að leita til læknis eða sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfun og bólgueyðandi lyf eru gagnleg og í þrálátum tilfellum geta nokkrar sterasprautur minnkað bólguna. Í verstu tilfellunum þarf að framkvæma litla aðgerð (speglun), þar sem tvö göt eru gerð, annað í lófann og hitt í úlnliðinn og myndavél sett inn svo læknir geti séð göngin. Aðgerðin er einföld og gerð við staðdeyfingu en eftir hana er notast við úlnliðsspelku í 4-6 vikur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:...