Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað veldur beinhimnubólgu?

Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt við hvíld. Beinhimnubólga er til dæmis algengur álagsáverki meðal hlaupara, sérstaklega þegar tekið er til við æfingar eftir hvíld í einhvern tíma eða þegar álag við þjálfun eykst af öðrum ástæðum.

Einkennin geta stafað af þremur orsökum. Í fyrsta lagi getur verið um að ræða álagsbrot sem orsakast af sprungum sem myndast í leggbeinið vegna nýtilkomins álags. Í öðru lagi getur verið um að ræða bólgu í beinhimnu sköflungsbeins og aðliggjandi sinum vegna aukins álags á fótinn. Í þriðja lagi getur svo verið um að ræða svokallaðan Anterior compartment syndrome (ACS) en í því felst að vöðvar sem tilheyra leggnum þenjast út við álag og þrýsta á bandvefshimnuna sem umlykur þá. Þar sem himnan gefur lítið eftir myndast þrýstingur í hólfinu sem liggur framan og utanvert við legginn og er talið að það geti dregið úr blóðflæði og þar með súrefnisstreymi til vöðvanna.

Kæling getur reynst hjálpleg við beinhimnubólgu.

Helsta ráðið við beinhimnubólgu er hvíld þannig að vöðvarnir nái að jafna sig. Hversu lengi þarf að hvíla fer eftir því hversu slæmt ástandið er, en talið er að lágmarks hvíld sé 2-4 vikur. Kaldir bakstrar og bólgueyðandi lyf geta komið að gagni en ef verkurinn lagast ekki við hvíld er ráð að leita til læknis.

Mynd:

Útgáfudagur

31.10.2002

Spyrjandi

Garðar Hafsteinsson
Sigurður Pálsson

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað veldur beinhimnubólgu? “ Vísindavefurinn, 31. október 2002. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=2829.

EDS. (2002, 31. október). Hvað veldur beinhimnubólgu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2829

EDS. „Hvað veldur beinhimnubólgu? “ Vísindavefurinn. 31. okt. 2002. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2829>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.