Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?

Orðið brandari er upphaflega tökuorð úr dönsku brander. Dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 20. öld. Dæmi um fimmaurabrandara í merkingunni ‛aulafyndni, léleg fyndni’ finnast í safninu og eins á timarit.is frá miðri 20. öld. Á þeim tíma höfðu fimm aurar, eða fimmeyringurinn, lítið sem ekkert verðgildi og því ekki fjarri lagi að tala um fimmaurabrandara þegar brandari þótti ómerkilegur og lítið fyndinn.

Talað er um fimmaurabrandara þegar brandari þykir ómerkilegur og lítið fyndinn.

Einnig var talað um fimmauragrín og fimmaurahúmor. Slíkur brandari er líka kallaður „ódýr brandari“ og þekkist sú notkun einnig í öðrum málum til dæmis þýsku „billiger Witz“ og í dönsku „billigt grin“. Oft var sagt: „Ég gef ekki fimmaur(a) fyrir þennan brandara“ eða jafnvel „... fimmaur(a) með gati ...“ og var þá verið að vísa til danska fimmeyringsins.

Mynd:

Útgáfudagur

27.11.2013

Spyrjandi

Davíð Ágústsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2013. Sótt 18. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=65789.

Guðrún Kvaran. (2013, 27. nóvember). Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65789

Guðrún Kvaran. „Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2013. Vefsíða. 18. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65789>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Matthíasdóttir

1965

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna.