Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er áfengiseitrun?

Bjarni Össurarson Rafnar

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin?
  • Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi?


Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama, etanól. Einungis magn þessa efnis í líkama einstaklings (þar með talið heila) ræður því hvort einkenni áfengiseitrunar koma fram en ekki tegund eða gæði þess áfengis sem neytt er. Áfengismagn í líkama er metið út frá magni í blóði og er gjarnan sett fram sem g/l (prómill).



Það er ekki tegund áfengis sem ræður því hvort einkenni áfengiseitruna koma fram heldur magn etanóls í líkamanum.

Þegar áfengis er neytt frásogast það frá meltingarvegi og dreifist um líkamann. Það er svo brotið niður (gert óvirkt) að langmestu leyti í lifrinni. Lifrin getur þó einungis brotið niður ákveðið magn áfengis á tímaeiningu og er það óháð því hversu mikið drukkið er. Hjá flestum brýtur lifrin niður um það bil 10g af áfengi á klukkustund (einn einfaldur drykkur, 25ml af 40% sterku áfengi). Drekki einstaklingur meira/hraðar en þessu nemur safnast áfengi fyrir í líkamanum og einkenni ofskammts geta komið fram.

Ákveðnir þættir auka líkur á áfengiseitrun:
  • neysla sterkra drykkja; það þarf minna magn sterkra drykkja en veikra til að hækka blóðgildi áfengis
  • hröð neysla; lifrin hefur ekki við að brjóta niður áfengið ef neyslan er hröð
  • drykkjureynsla; þeir sem drekka oft/mikið áfengi hafa aukið þol gegn áhrifum þess
  • líkamsþyngd; léttir einstaklingar fá hærri blóðgildi af sama magni áfengis en þungir
  • kyn; áfengi virðist frásogast betur hjá konum en körlum (minni virkni niðurbrotshvata áfengis í meltingarslímhúð) auk þess sem þær eru almennt léttari og hafa hærra hlutfall fituvefs
  • næringarástand; drykkja á fastandi maga eykur áhrif áfengis. Matur í maga með háu fitu/próteinmagni hægir hins vegar á frásogi
  • lyf; lyf sem hafa slævandi verkun á miðtaugakerfi geta verkað með áfengi og aukið áhrif þess.

Einkenni áfengiseitrunar eru stigvaxandi og mismunandi hvar mörkin eru dregin á milli ölvunar og áfengiseitrunar. Oftast er þó miðað við ástand þar sem meðvitund er farin að skerðast:
  • djúpur svefn/meðvitundarleysi
  • hæg öndun
  • óregluleg öndun
  • hægur hjartsláttur
  • fölur/bláleitur blær á húð, köld/þvöl húð
  • uppköst “í svefni”

Í verstu tilfellum getur áfengiseitrun leitt til dauða sem orsakast af vanstarfsemi/bælingu öndunar og hjarta eða vegna uppkasta sem loka öndunarvegi.

Varhugavert og jafnvel hættulegt er að neyta áfengis og orkudrykkja á sama tíma. Rannsóknir hafa sýnt að örvandi efnin í orkudrykkjum vinna að nokkru leyti á móti slævandi áhrifum áfengisins. Þannig getur fólki fundist það vera minna drukkið en það í raun er. Hins vegar sýna sömu rannsóknir að dómgreind og færni, til dæmis til að stjórna ökutækjum, er engu minna skert en þegar áfengið er drukkið í öðrum blöndum. Af þessu má leiða að því líkur að þegar áfengis er neytt í orkudrykkjum aukist hætta á áfengiseitrun og áhættuhegðun.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um áfengi, til dæmis:

Mynd: Center for Emergency Programs, University of Utah

Höfundur

yfirlæknir vímuefnadeildar LSH

Útgáfudagur

16.4.2007

Spyrjandi

Sigurður Hallbjörn
Árni Barkarson
Berglind Hrafnsdóttir
Arna Sigurjónsdóttir
Valborg Guðmundsdóttir

Tilvísun

Bjarni Össurarson Rafnar. „Hvað er áfengiseitrun?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2007, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6591.

Bjarni Össurarson Rafnar. (2007, 16. apríl). Hvað er áfengiseitrun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6591

Bjarni Össurarson Rafnar. „Hvað er áfengiseitrun?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2007. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6591>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er áfengiseitrun?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin?
  • Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi?


Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama, etanól. Einungis magn þessa efnis í líkama einstaklings (þar með talið heila) ræður því hvort einkenni áfengiseitrunar koma fram en ekki tegund eða gæði þess áfengis sem neytt er. Áfengismagn í líkama er metið út frá magni í blóði og er gjarnan sett fram sem g/l (prómill).



Það er ekki tegund áfengis sem ræður því hvort einkenni áfengiseitruna koma fram heldur magn etanóls í líkamanum.

Þegar áfengis er neytt frásogast það frá meltingarvegi og dreifist um líkamann. Það er svo brotið niður (gert óvirkt) að langmestu leyti í lifrinni. Lifrin getur þó einungis brotið niður ákveðið magn áfengis á tímaeiningu og er það óháð því hversu mikið drukkið er. Hjá flestum brýtur lifrin niður um það bil 10g af áfengi á klukkustund (einn einfaldur drykkur, 25ml af 40% sterku áfengi). Drekki einstaklingur meira/hraðar en þessu nemur safnast áfengi fyrir í líkamanum og einkenni ofskammts geta komið fram.

Ákveðnir þættir auka líkur á áfengiseitrun:
  • neysla sterkra drykkja; það þarf minna magn sterkra drykkja en veikra til að hækka blóðgildi áfengis
  • hröð neysla; lifrin hefur ekki við að brjóta niður áfengið ef neyslan er hröð
  • drykkjureynsla; þeir sem drekka oft/mikið áfengi hafa aukið þol gegn áhrifum þess
  • líkamsþyngd; léttir einstaklingar fá hærri blóðgildi af sama magni áfengis en þungir
  • kyn; áfengi virðist frásogast betur hjá konum en körlum (minni virkni niðurbrotshvata áfengis í meltingarslímhúð) auk þess sem þær eru almennt léttari og hafa hærra hlutfall fituvefs
  • næringarástand; drykkja á fastandi maga eykur áhrif áfengis. Matur í maga með háu fitu/próteinmagni hægir hins vegar á frásogi
  • lyf; lyf sem hafa slævandi verkun á miðtaugakerfi geta verkað með áfengi og aukið áhrif þess.

Einkenni áfengiseitrunar eru stigvaxandi og mismunandi hvar mörkin eru dregin á milli ölvunar og áfengiseitrunar. Oftast er þó miðað við ástand þar sem meðvitund er farin að skerðast:
  • djúpur svefn/meðvitundarleysi
  • hæg öndun
  • óregluleg öndun
  • hægur hjartsláttur
  • fölur/bláleitur blær á húð, köld/þvöl húð
  • uppköst “í svefni”

Í verstu tilfellum getur áfengiseitrun leitt til dauða sem orsakast af vanstarfsemi/bælingu öndunar og hjarta eða vegna uppkasta sem loka öndunarvegi.

Varhugavert og jafnvel hættulegt er að neyta áfengis og orkudrykkja á sama tíma. Rannsóknir hafa sýnt að örvandi efnin í orkudrykkjum vinna að nokkru leyti á móti slævandi áhrifum áfengisins. Þannig getur fólki fundist það vera minna drukkið en það í raun er. Hins vegar sýna sömu rannsóknir að dómgreind og færni, til dæmis til að stjórna ökutækjum, er engu minna skert en þegar áfengið er drukkið í öðrum blöndum. Af þessu má leiða að því líkur að þegar áfengis er neytt í orkudrykkjum aukist hætta á áfengiseitrun og áhættuhegðun.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um áfengi, til dæmis:

Mynd: Center for Emergency Programs, University of Utah...