Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er áfengi fitandi?

Björn Sigurður Gunnarsson

Spurningin í heild sinni var svona:

Er áfengi (etanól) sem slíkt fitandi eða er það lífsstíllinn sem fylgir mikilli neyslu sem hefur áhrif á líkamsvöxtinn?

Í hverju grammi af etanóli eru 7 hitaeiningar (he), öðru nafni kílókaloríur (kkal). Við hóflega drykkju bætast þessar hitaeiningar við þær hitaeiningar sem fást úr fæðunni, en orkugefandi næringarefni eru annars einkum fita (gefur 9 he. pr. gramm), kolvetni (gefur 4 he.) og prótein (gefur 4 he.).

Á þennan hátt er etanól hluti af orkuefnunum. Ef þau veita ekki meiri orku í heild en sem svarar heildarbrennslu líkamans fitnar fólk ekki, en fitusöfnun verður hins vegar ef heildarneysla orkuefna, að meðtöldu etanóli, er umfram brennslu. Einnig má nefna að hófleg áfengisneysla getur stundum haft lystaukandi áhrif og þannig stuðlað að inntöku hitaeininga umfram etanólið sjálft. Aukin inntaka hitaeininga í formi etanóls stuðlar að minnkaðri fitubrennslu sem sest þá í forðabúrið í fituvef líkamans og á þann hátt getur mikil alkóhólneysla aukið fituvef. Áfengisneyslu virðist fylgja fitusöfnun á maga eða svokölluð eplalaga fitusöfnun (bjórvömb) sem hefur verið tengd hjarta- og æðasjúkdómum.

Á hinn bóginn dregur mikil áfengisneysla úr matarlyst, þannig að þá koma hitaeiningar úr etanóli í stað hitaeininga úr fæðu. Etanól er algjörlega næringarsnautt fyrir utan orkuna og áfengir drykkir innihalda yfirleitt lítið af næringarefnum, þeim mun minna sem þeir eru sterkari. Því er líklegt að miklir drykkjumenn þjáist af næringarskorti vegna lítillar inntöku næringarefna og einnig vegna áhrifa stöðugrar langvarandi etanólinntöku á efnaskipti næringarefna. Til dæmis truflar etanól efnaskipti B-vítamínsins fólasíns og veldur krónískum skorti á því sem getur leitt til meltingartruflana og niðurgangs, og getur jafnvel átt þátt í þróun hjartasjúkdóma og ristilkrabbameins.


Mynd: HB

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

23.8.2000

Spyrjandi

Skarphéðinn Halldórsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er áfengi fitandi?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=847.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 23. ágúst). Er áfengi fitandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=847

Björn Sigurður Gunnarsson. „Er áfengi fitandi?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=847>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er áfengi fitandi?
Spurningin í heild sinni var svona:

Er áfengi (etanól) sem slíkt fitandi eða er það lífsstíllinn sem fylgir mikilli neyslu sem hefur áhrif á líkamsvöxtinn?

Í hverju grammi af etanóli eru 7 hitaeiningar (he), öðru nafni kílókaloríur (kkal). Við hóflega drykkju bætast þessar hitaeiningar við þær hitaeiningar sem fást úr fæðunni, en orkugefandi næringarefni eru annars einkum fita (gefur 9 he. pr. gramm), kolvetni (gefur 4 he.) og prótein (gefur 4 he.).

Á þennan hátt er etanól hluti af orkuefnunum. Ef þau veita ekki meiri orku í heild en sem svarar heildarbrennslu líkamans fitnar fólk ekki, en fitusöfnun verður hins vegar ef heildarneysla orkuefna, að meðtöldu etanóli, er umfram brennslu. Einnig má nefna að hófleg áfengisneysla getur stundum haft lystaukandi áhrif og þannig stuðlað að inntöku hitaeininga umfram etanólið sjálft. Aukin inntaka hitaeininga í formi etanóls stuðlar að minnkaðri fitubrennslu sem sest þá í forðabúrið í fituvef líkamans og á þann hátt getur mikil alkóhólneysla aukið fituvef. Áfengisneyslu virðist fylgja fitusöfnun á maga eða svokölluð eplalaga fitusöfnun (bjórvömb) sem hefur verið tengd hjarta- og æðasjúkdómum.

Á hinn bóginn dregur mikil áfengisneysla úr matarlyst, þannig að þá koma hitaeiningar úr etanóli í stað hitaeininga úr fæðu. Etanól er algjörlega næringarsnautt fyrir utan orkuna og áfengir drykkir innihalda yfirleitt lítið af næringarefnum, þeim mun minna sem þeir eru sterkari. Því er líklegt að miklir drykkjumenn þjáist af næringarskorti vegna lítillar inntöku næringarefna og einnig vegna áhrifa stöðugrar langvarandi etanólinntöku á efnaskipti næringarefna. Til dæmis truflar etanól efnaskipti B-vítamínsins fólasíns og veldur krónískum skorti á því sem getur leitt til meltingartruflana og niðurgangs, og getur jafnvel átt þátt í þróun hjartasjúkdóma og ristilkrabbameins.


Mynd: HB...