Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:22 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:09 • Síðdegis: 12:39 í Reykjavík

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?

Jón Már Halldórsson

Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar.

Minkar í íslenskri náttúru verða sjaldan eldri en tveggja ára.

Í stuttu máli hafa þessar rannsóknir sýnt að mikil vanhöld eru á minkum fyrstu tvö árin og eru þeir yfirleitt skammlífir. Fæstir minkar lifa lengur en í tvö ár. Elstu aldursgreindu íslensku minkarnir náðu sjö ára aldri í framangreindum rannsóknum.

Höfundur þakkar Róberti A. Stefánssyni fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Heimild og mynd:
  • Íslensk spendýr. Páll Hersteinsson ritstj. (2004). Úr kaflanum um minkinn eftir Karl Skírnisson, Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee.
  • Mynd: Minkur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 20.12.2013).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.2.2014

Spyrjandi

Erlingur Sigvaldason

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2014. Sótt 8. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=66433.

Jón Már Halldórsson. (2014, 26. febrúar). Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66433

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2014. Vefsíða. 8. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66433>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?
Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar.

Minkar í íslenskri náttúru verða sjaldan eldri en tveggja ára.

Í stuttu máli hafa þessar rannsóknir sýnt að mikil vanhöld eru á minkum fyrstu tvö árin og eru þeir yfirleitt skammlífir. Fæstir minkar lifa lengur en í tvö ár. Elstu aldursgreindu íslensku minkarnir náðu sjö ára aldri í framangreindum rannsóknum.

Höfundur þakkar Róberti A. Stefánssyni fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Heimild og mynd:
  • Íslensk spendýr. Páll Hersteinsson ritstj. (2004). Úr kaflanum um minkinn eftir Karl Skírnisson, Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee.
  • Mynd: Minkur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 20.12.2013).

...