Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?

Gylfi Magnússon

Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra og Alþingi kýs sjö manna bankaráð sem hefur eftirlit með starfsemi bankans.

Á myndinni má sjá núverandi bankastjórn Seðlabanka Íslands (miðað við maí 2007): Ingimund Friðriksson, Eirík Guðnason og Davíð Oddsson, formann stjórnarinnar. Lengst til vinstri á myndinni situr Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.

Mikilvægasta hlutverk bankastjórnarinnar er að ákvarða stefnu í peningamálum. Stefnan birtist einkum í þeim vöxtum, svokölluðum stýrivöxtum, sem Seðlabankinn býður bönkum og sparisjóðum. Stýrivextirnir hafa mikil áhrif á aðra vexti í landinu og gengi íslensku krónunnar.

Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Auk þess hefur hann öðrum hlutverkum að gegna, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð, stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og annast erlendar lántökur ríkisins. Þá safnar bankinn og birtir ýmiss konar upplýsingar um efnahags- og peningamál. Síðast en ekki síst hefur bankinn einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og mynt hér á landi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.5.2007

Spyrjandi

Páll Jakobsson, f. 1991

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2007, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6644.

Gylfi Magnússon. (2007, 18. maí). Hvert er hlutverk seðlabankastjóra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6644

Gylfi Magnússon. „Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2007. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6644>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?
Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra og Alþingi kýs sjö manna bankaráð sem hefur eftirlit með starfsemi bankans.

Á myndinni má sjá núverandi bankastjórn Seðlabanka Íslands (miðað við maí 2007): Ingimund Friðriksson, Eirík Guðnason og Davíð Oddsson, formann stjórnarinnar. Lengst til vinstri á myndinni situr Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.

Mikilvægasta hlutverk bankastjórnarinnar er að ákvarða stefnu í peningamálum. Stefnan birtist einkum í þeim vöxtum, svokölluðum stýrivöxtum, sem Seðlabankinn býður bönkum og sparisjóðum. Stýrivextirnir hafa mikil áhrif á aðra vexti í landinu og gengi íslensku krónunnar.

Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Auk þess hefur hann öðrum hlutverkum að gegna, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð, stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi og annast erlendar lántökur ríkisins. Þá safnar bankinn og birtir ýmiss konar upplýsingar um efnahags- og peningamál. Síðast en ekki síst hefur bankinn einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og mynt hér á landi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...