Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað eru stýrivextir?

Gylfi Magnússon

Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti.

Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til að taka við innlánum. Vextir í viðskiptum seðlabanka við önnur fjármálafyrirtæki geta haft umtalsverð áhrif á markaðsvexti, bæði á inn- og útlánum banka og sparisjóða, kröfu um ávöxtun á skuldabréfum og aðra vexti. Þá geta vextir seðlabanka haft talsverð áhrif á gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis.

Tilgangur með hækkun stýrivaxta seðlabanka getur verið að hægja á efnahagslífinu, til að berjast gegn verðbólgu, eða að hækka gengi viðkomandi gjaldmiðils. Með lækkun stýrivaxta er á sama hátt reynt að örva efnahagslífið eða lækka gengi viðkomandi gjaldmiðils.


Myndin sýnir þróun stýrivaxta á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum auk Evrusvæðisins.

Á Íslandi eru stýrivextir nú þeir vextir sem Seðlabanki Íslands býður innlánsstofnunum þegar þær fá lán í 7 daga gegn veði í skuldabréfum. Þegar þetta er ritað, í lok maí 2008, eru stýrivextir 15,5%. Áður voru stýrivextir þeir vextir sem bankinn bauð í svokölluðum endurhverfum verðbréfaviðskiptum, þegar hann keypti af innlánsstofnunum skuldabréf og samdi um leið um að selja þeim sömu bréf aftur eftir tiltekinn tíma. Það er í raun fyrst og fremst formsatriði hvort rætt er um endurhverf verðbréfaviðskipti eða lán gegn veði, í báðum tilfellum fær lántakinn lán gegn því að leggja fram skuldabréf.

Seðlabankinn býður innlendum fjármálafyrirtækjum einnig upp á önnur lánsform, til dæmis lán til eins dags, og upp á innlán. Vextir í þeim viðskiptum taka alla jafna náið mið af stýrivöxtum.

Krefjist Seðlabankinn hárra vaxta í útlánum til annarra innlendra fjármálafyrirtæki, þá sjá þau sér síður hag í að taka lán með þessum hætti. Þá hafa þau minna fé til að lána öðrum og þar með hækka vextir almennt. Ef Seðlabankinn hins vegar krefst lágra vaxta þá fá önnur innlend fjármálafyrirtæki aðgang að ódýrara lánsfé en ella. Þá geta þau boðið öðrum hagstæðari kjör og þar með lækka vextir almennt.

Sjá einnig:

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru:
Sigurbjörn Friðriksson, Guðmundur Pálsson, Andrés Bjarnason, Dagný Ósk, Brynjólfur Sveinsson, Árný Jóhannesdóttir, Þura Garðarsdóttir, Árni Þór Finnsson, Brynja Guðjónsdóttir, Skúli Gautason, Kristján Guðmundsson, Ólafur Ágúst og Kristján Guðmundsson.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.5.2008

Spyrjandi

Heiða Jóhannsdóttir og fleiri

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru stýrivextir?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2008. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=32019.

Gylfi Magnússon. (2008, 30. maí). Hvað eru stýrivextir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=32019

Gylfi Magnússon. „Hvað eru stýrivextir?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2008. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=32019>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru stýrivextir?
Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti.

Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til að taka við innlánum. Vextir í viðskiptum seðlabanka við önnur fjármálafyrirtæki geta haft umtalsverð áhrif á markaðsvexti, bæði á inn- og útlánum banka og sparisjóða, kröfu um ávöxtun á skuldabréfum og aðra vexti. Þá geta vextir seðlabanka haft talsverð áhrif á gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis.

Tilgangur með hækkun stýrivaxta seðlabanka getur verið að hægja á efnahagslífinu, til að berjast gegn verðbólgu, eða að hækka gengi viðkomandi gjaldmiðils. Með lækkun stýrivaxta er á sama hátt reynt að örva efnahagslífið eða lækka gengi viðkomandi gjaldmiðils.


Myndin sýnir þróun stýrivaxta á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum auk Evrusvæðisins.

Á Íslandi eru stýrivextir nú þeir vextir sem Seðlabanki Íslands býður innlánsstofnunum þegar þær fá lán í 7 daga gegn veði í skuldabréfum. Þegar þetta er ritað, í lok maí 2008, eru stýrivextir 15,5%. Áður voru stýrivextir þeir vextir sem bankinn bauð í svokölluðum endurhverfum verðbréfaviðskiptum, þegar hann keypti af innlánsstofnunum skuldabréf og samdi um leið um að selja þeim sömu bréf aftur eftir tiltekinn tíma. Það er í raun fyrst og fremst formsatriði hvort rætt er um endurhverf verðbréfaviðskipti eða lán gegn veði, í báðum tilfellum fær lántakinn lán gegn því að leggja fram skuldabréf.

Seðlabankinn býður innlendum fjármálafyrirtækjum einnig upp á önnur lánsform, til dæmis lán til eins dags, og upp á innlán. Vextir í þeim viðskiptum taka alla jafna náið mið af stýrivöxtum.

Krefjist Seðlabankinn hárra vaxta í útlánum til annarra innlendra fjármálafyrirtæki, þá sjá þau sér síður hag í að taka lán með þessum hætti. Þá hafa þau minna fé til að lána öðrum og þar með hækka vextir almennt. Ef Seðlabankinn hins vegar krefst lágra vaxta þá fá önnur innlend fjármálafyrirtæki aðgang að ódýrara lánsfé en ella. Þá geta þau boðið öðrum hagstæðari kjör og þar með lækka vextir almennt.

Sjá einnig:

Mynd:

Aðrir spyrjendur voru:
Sigurbjörn Friðriksson, Guðmundur Pálsson, Andrés Bjarnason, Dagný Ósk, Brynjólfur Sveinsson, Árný Jóhannesdóttir, Þura Garðarsdóttir, Árni Þór Finnsson, Brynja Guðjónsdóttir, Skúli Gautason, Kristján Guðmundsson, Ólafur Ágúst og Kristján Guðmundsson.
...