Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Þórólfur Matthíasson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi.

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvað eru stýrivextir? er tilgangur þess að halda stýrivöxtum Seðlabankans háum sá að draga úr þenslu í efnahagslífinu og að halda verðbólgu í skefjum. Tilgangurinn getur einnig verið sá að hækka gengi gjaldmiðilsins.

Í 1. hefti Peningamála Seðlabankans árið 2017 er talað um „…skýr merki um vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum…“. Í umfjöllun aðalhagfræðings bankans í sama riti kemur fram að um 40% af fyrirtækjum í landinu telja sig vanta vinnuafl. Væru stýrivextir Seðlabankans lækkaðir við þessar aðstæður benda bæði fræðileg rök og reynslurök til þess að þensla myndi enn aukast (fleiri fyrirtæki teldu sig vanta vinnuafl) og í kjölfarið má búast við að verðbólga mundi einnig aukast.

Innflæði gjaldeyris vegna mikils fjölda ferðamanna ýtir undir styrkingu nafngengisins og undir þenslu í hagkerfinu.

Eins og kemur fram í fyrrnefndu svari Gylfa Magnússonar geta stýrivaxtabreytingar haft áhrif á þenslu, verðbólgu og gengi gjaldmiðils. En það eru margir aðrir þættir sem hafa áhrif á þessar stærðir. Þannig ýtir innflæði gjaldeyris vegna mikils fjölda ferðamanna undir styrkingu nafngengisins og undir þenslu í hagkerfinu.

Við fyrstu sýn mætti ætla að það væri hægt að draga úr styrkingu gengisins með því að lækka stýrivexti. En slík aðgerð yrði jafnframt til þess að auka á þenslu í hagkerfinu. Hagfræðingar kalla þetta markmiðsvanda: Það er almennt talað ekki hægt að ná fram tveimur markmiðum (þróun gengis og þjóðhagslegt jafnvægi) með einu stjórntæki (stýrivöxtunum).

Líklega væri hægt að komast nálægt markmiðum um gengisstöðugleika og þjóðhagslegt jafnvægi með því að beita stýrivöxtum Seðlabankans og fjármálum hins opinbera með samstilltum hætti, til dæmis með því að auka afgang á rekstri hins opinbera með skattahækkunum og/eða lækkun útgjalda. Pólitískt missætti hefur oftlega komið í veg fyrir samræmda efnahagsstjórnun hér á landi á árum áður.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2017

Spyrjandi

Garðar Friðrik Harðarson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2017, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73417.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 13. febrúar). Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73417

Þórólfur Matthíasson. „Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2017. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73417>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væri krónan ekki búin að lagast ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Væri ekki krónan búin að lagast að stórum hluta ef stýrivextir lækkuðu í 2% eða minna?

Ekki er ljóst hvað fyrirspyrjandi á við með að krónan sé í lagi eða að hún lagist. Hér er gengið út frá að átt sé við stöðugt nafngengi.

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvað eru stýrivextir? er tilgangur þess að halda stýrivöxtum Seðlabankans háum sá að draga úr þenslu í efnahagslífinu og að halda verðbólgu í skefjum. Tilgangurinn getur einnig verið sá að hækka gengi gjaldmiðilsins.

Í 1. hefti Peningamála Seðlabankans árið 2017 er talað um „…skýr merki um vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum…“. Í umfjöllun aðalhagfræðings bankans í sama riti kemur fram að um 40% af fyrirtækjum í landinu telja sig vanta vinnuafl. Væru stýrivextir Seðlabankans lækkaðir við þessar aðstæður benda bæði fræðileg rök og reynslurök til þess að þensla myndi enn aukast (fleiri fyrirtæki teldu sig vanta vinnuafl) og í kjölfarið má búast við að verðbólga mundi einnig aukast.

Innflæði gjaldeyris vegna mikils fjölda ferðamanna ýtir undir styrkingu nafngengisins og undir þenslu í hagkerfinu.

Eins og kemur fram í fyrrnefndu svari Gylfa Magnússonar geta stýrivaxtabreytingar haft áhrif á þenslu, verðbólgu og gengi gjaldmiðils. En það eru margir aðrir þættir sem hafa áhrif á þessar stærðir. Þannig ýtir innflæði gjaldeyris vegna mikils fjölda ferðamanna undir styrkingu nafngengisins og undir þenslu í hagkerfinu.

Við fyrstu sýn mætti ætla að það væri hægt að draga úr styrkingu gengisins með því að lækka stýrivexti. En slík aðgerð yrði jafnframt til þess að auka á þenslu í hagkerfinu. Hagfræðingar kalla þetta markmiðsvanda: Það er almennt talað ekki hægt að ná fram tveimur markmiðum (þróun gengis og þjóðhagslegt jafnvægi) með einu stjórntæki (stýrivöxtunum).

Líklega væri hægt að komast nálægt markmiðum um gengisstöðugleika og þjóðhagslegt jafnvægi með því að beita stýrivöxtum Seðlabankans og fjármálum hins opinbera með samstilltum hætti, til dæmis með því að auka afgang á rekstri hins opinbera með skattahækkunum og/eða lækkun útgjalda. Pólitískt missætti hefur oftlega komið í veg fyrir samræmda efnahagsstjórnun hér á landi á árum áður.

Mynd:

...