Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:43 • Sest 20:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:52 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:40 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt.

Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé notað um fisk:
svo að kjöt fisksins ekki rifni.

Hún er fengin úr blaðinu Norðanfara frá 1862. Íslensk orðabók (2000) nefnir ekki þessa notkun. Ekkert dæmi var finnanlegt í Talmálssafninu. Fáeinir sem ég hef rætt við kannast við þessa notkun og að fiskurinn sé kjötmikill ef flak er þykkt.

Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)'.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.3.2014

Spyrjandi

Dóra Sigþórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2014. Sótt 25. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=66518.

Guðrún Kvaran. (2014, 10. mars). Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66518

Guðrún Kvaran. „Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2014. Vefsíða. 25. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66518>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?
Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt.

Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé notað um fisk:
svo að kjöt fisksins ekki rifni.

Hún er fengin úr blaðinu Norðanfara frá 1862. Íslensk orðabók (2000) nefnir ekki þessa notkun. Ekkert dæmi var finnanlegt í Talmálssafninu. Fáeinir sem ég hef rætt við kannast við þessa notkun og að fiskurinn sé kjötmikill ef flak er þykkt.

Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)'.

Mynd:

...