Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?

Gylfi Magnússon

EBITDA er ensk skammstöfun og stendur fyrir Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Með EBITDA er því átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Á íslensku er algengt að þýða bæði depreciation og amortization sem afskriftir eða fyrningar. Á ensku er þó gerður sá greinarmunur að depreciation er notað um áþreifanlegar eignir en amortization um óáþreifanlegar, svo sem viðskiptavild. Ekki hefur komið fram lipur íslensk þýðing á EBITDA og er enska hugtakið því oft notað hérlendis.

Stundum er einnig reiknað út EBIT, sem stendur fyrir Earnings Before Interest and Taxes. Þá er afkoman reiknuð án þess að tekið sé tillit til greiðslu vaxta og skatta en hins vegar er tekið tillit til afskrifta. Einnig er til hugtakið EBIDA, en þá er vaxtagreiðslum og afskriftum sleppt en ekki skattgreiðslum.

EBITDA lýsir afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.

Við getum hugsað okkur dæmi. Fyrirtæki er með 100 milljónir króna í rekstrartekjur og 70 milljónir króna í rekstrargjöld. Sömuleiðis hefur það 5 milljónir í vaxtatekjur og 15 milljónir í vaxtagjöld, afskriftir eru 3 milljónir og skattar 4 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins er þá 100 - 70 + 5 - 15 - 3 - 4 eða 13 milljónir króna. EBITDA er hins vegar 100 - 70 eða 30 milljónir króna, EBIT 100 - 70 - 3 eða 27 milljónir og EBIDA 100 - 70 - 4 eða 26 milljónir.

Þessi hugtök eru öll notuð til að reyna að varpa ljósi á getu fyrirtækja til að greiða hinum ýmsu kröfuhöfum, það er lánveitendum, eigendum og hinu opinbera. EBITDA á þannig að mæla getu til að skila hagnaði og greiða út arð og til að standa undir greiðslum af lánum og sköttum.

Með því að sleppa vaxtagreiðslum er horft fram hjá kostnaði við fjármögnun fyrirtækis. Það getur til dæmis verið gagnlegt fyrir þá sem íhuga að kaupa fyrirtæki og breyta um leið fjármögnun þess, til dæmis auka eða minnka skuldsetningu. Vegna þess að vaxtagjöld eru frádráttarbær kostnaður við útreikning tekjuskatts er skattgreiðslum einnig sleppt við útreikninginn á EBITDA. Ella yrði erfitt að bera saman annars vegar mjög skuldsett fyrirtæki, sem greiðir litla skatta vegna hárra vaxtagjalda, og annað sem er lítt skuldsett og greiðir hærri skatta. Umdeildara er að sleppa afskriftum enda er í flestum rekstri óhjákvæmilegt að leggja fyrr eða síðar í kostnað til að mæta úreldingu fjármuna.

EBITDA er oft skoðað í samhengi við svokallað enterprise value en það hefur verið þýtt sem heildarvirði fyrirtækis. Með því er átt við samanlagt markaðsvirði hlutafjár og allar skuldir fyrirtækisins. Oft er þó einungis tekið tillit til langtímaskulda við útreikning á heildarvirði fyrirtækis.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.5.2007

Spyrjandi

Kristjana Elísdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2007. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6662.

Gylfi Magnússon. (2007, 31. maí). Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6662

Gylfi Magnússon. „Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2007. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6662>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er EBITDA fyrirtækja og hvernig er hún reiknuð út?
EBITDA er ensk skammstöfun og stendur fyrir Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization. Með EBITDA er því átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Á íslensku er algengt að þýða bæði depreciation og amortization sem afskriftir eða fyrningar. Á ensku er þó gerður sá greinarmunur að depreciation er notað um áþreifanlegar eignir en amortization um óáþreifanlegar, svo sem viðskiptavild. Ekki hefur komið fram lipur íslensk þýðing á EBITDA og er enska hugtakið því oft notað hérlendis.

Stundum er einnig reiknað út EBIT, sem stendur fyrir Earnings Before Interest and Taxes. Þá er afkoman reiknuð án þess að tekið sé tillit til greiðslu vaxta og skatta en hins vegar er tekið tillit til afskrifta. Einnig er til hugtakið EBIDA, en þá er vaxtagreiðslum og afskriftum sleppt en ekki skattgreiðslum.

EBITDA lýsir afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.

Við getum hugsað okkur dæmi. Fyrirtæki er með 100 milljónir króna í rekstrartekjur og 70 milljónir króna í rekstrargjöld. Sömuleiðis hefur það 5 milljónir í vaxtatekjur og 15 milljónir í vaxtagjöld, afskriftir eru 3 milljónir og skattar 4 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins er þá 100 - 70 + 5 - 15 - 3 - 4 eða 13 milljónir króna. EBITDA er hins vegar 100 - 70 eða 30 milljónir króna, EBIT 100 - 70 - 3 eða 27 milljónir og EBIDA 100 - 70 - 4 eða 26 milljónir.

Þessi hugtök eru öll notuð til að reyna að varpa ljósi á getu fyrirtækja til að greiða hinum ýmsu kröfuhöfum, það er lánveitendum, eigendum og hinu opinbera. EBITDA á þannig að mæla getu til að skila hagnaði og greiða út arð og til að standa undir greiðslum af lánum og sköttum.

Með því að sleppa vaxtagreiðslum er horft fram hjá kostnaði við fjármögnun fyrirtækis. Það getur til dæmis verið gagnlegt fyrir þá sem íhuga að kaupa fyrirtæki og breyta um leið fjármögnun þess, til dæmis auka eða minnka skuldsetningu. Vegna þess að vaxtagjöld eru frádráttarbær kostnaður við útreikning tekjuskatts er skattgreiðslum einnig sleppt við útreikninginn á EBITDA. Ella yrði erfitt að bera saman annars vegar mjög skuldsett fyrirtæki, sem greiðir litla skatta vegna hárra vaxtagjalda, og annað sem er lítt skuldsett og greiðir hærri skatta. Umdeildara er að sleppa afskriftum enda er í flestum rekstri óhjákvæmilegt að leggja fyrr eða síðar í kostnað til að mæta úreldingu fjármuna.

EBITDA er oft skoðað í samhengi við svokallað enterprise value en það hefur verið þýtt sem heildarvirði fyrirtækis. Með því er átt við samanlagt markaðsvirði hlutafjár og allar skuldir fyrirtækisins. Oft er þó einungis tekið tillit til langtímaskulda við útreikning á heildarvirði fyrirtækis.

Mynd:...