Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er grávirði fyrirtækja?

Gylfi Magnússon

Grávirði fyrirtækis sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði er samanlagt virði allra hlutabréfa í fyrirtækinu miðað við það gengi sem almennt tíðkast í viðskiptum. Sem dæmi má taka fyrirtæki sem hefur gefið út bréf að nafnvirði 100 milljónir króna en er ekki skráð á hlutabréfamarkaði.

Ef bréfin ganga kaupum og sölu á genginu 10 þá telst grávirði fyrirtækisins einn milljarður króna.

Grávirði fyrirtækis er því í raun markaðsvirði þess en hugtakið grávirði er stundum notað fremur en markaðsvirði til að leggja áherslu á að gengið sem miðað er við er ekki opinbert gengi á hlutabréfamarkaði heldur gengi á óformlegum markaði sem myndast hefur fyrir bréfin. Grávirði byggir því á gengi sem ekki er jafnauðvelt að staðfesta og gengi bréfa fyrirtækja sem eru skráð á hlutabréfamarkað.

Stundum er verulegur munur á kaup- og sölugengi hlutabréfa og sérstaklega bréfa sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað. Þá getur verið álitaefni hvort miða á við kaup- eða sölugengi þegar talað er um markaðsvirði. Yfirleitt er þó eðlilegra að miða við kaupgengi (sem er lægra). Oft eru líka lítil viðskipti og/eða miklar sveiflur í verði hlutabréfa í fyrirtækjum sem ekki hafa verið skráð á hlutabréfamarkað.

Gengi slíkra bréfa kann því að vera slæm vísbending um það hve mikils virði einstök fyrirtæki eru að mati markaðarins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.2.2000

Spyrjandi

Ingi Þór Einarsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er grávirði fyrirtækja?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=156.

Gylfi Magnússon. (2000, 29. febrúar). Hvað er grávirði fyrirtækja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=156

Gylfi Magnússon. „Hvað er grávirði fyrirtækja?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=156>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er grávirði fyrirtækja?
Grávirði fyrirtækis sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði er samanlagt virði allra hlutabréfa í fyrirtækinu miðað við það gengi sem almennt tíðkast í viðskiptum. Sem dæmi má taka fyrirtæki sem hefur gefið út bréf að nafnvirði 100 milljónir króna en er ekki skráð á hlutabréfamarkaði.

Ef bréfin ganga kaupum og sölu á genginu 10 þá telst grávirði fyrirtækisins einn milljarður króna.

Grávirði fyrirtækis er því í raun markaðsvirði þess en hugtakið grávirði er stundum notað fremur en markaðsvirði til að leggja áherslu á að gengið sem miðað er við er ekki opinbert gengi á hlutabréfamarkaði heldur gengi á óformlegum markaði sem myndast hefur fyrir bréfin. Grávirði byggir því á gengi sem ekki er jafnauðvelt að staðfesta og gengi bréfa fyrirtækja sem eru skráð á hlutabréfamarkað.

Stundum er verulegur munur á kaup- og sölugengi hlutabréfa og sérstaklega bréfa sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað. Þá getur verið álitaefni hvort miða á við kaup- eða sölugengi þegar talað er um markaðsvirði. Yfirleitt er þó eðlilegra að miða við kaupgengi (sem er lægra). Oft eru líka lítil viðskipti og/eða miklar sveiflur í verði hlutabréfa í fyrirtækjum sem ekki hafa verið skráð á hlutabréfamarkað.

Gengi slíkra bréfa kann því að vera slæm vísbending um það hve mikils virði einstök fyrirtæki eru að mati markaðarins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum: