Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?

Vignir Már Lýðsson

Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga.

Það var ekki fyrr en 5. ágúst árið 1956 að mönnum tókst að klífa drangann. Þar voru á ferð Finnur Eyjólfsson, Sigurður Waage og Bandaríkjamaðurinn Nicholas Clinch. Þegar upp var komið beið þeirra þó enginn digur sjóður, en að öllum líkindum voru þeir ekki á höttunum eftir þess konar auði með athæfi sínu.

Hraundrangi hefur hlotið frægð sína aðallega af lögun sinni. Hann er gífurlega oddhvass en uppi á toppnum er innan við hálfs fermetra flötur og því tæplega pláss fyrir einn mann að standa. Hraundrangi myndaðist skömmu eftir ísöld í miklu berghlaupi, en í berghlaupi hrynur hlíðin bókstaflega utan af fjalli og eftir stendur harðara berg sem í þessu tilfelli er Hraundrangi.

Berghlaup myndaði ekki bara Hraundranga. Þegar hlíðin ruddist fram Öxnadal lokaðist afrennsli Öxnadalsvatns og því lokuðust fiskitegundir þar inni. Nánar má lesa um það í svari Bjarna E. Guðleifssonar við spurningunni: Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Afleiðingar berghlaupsins hafa einnig orðið skáldum að yrkisefni en síðasta veturinn sem Jónas Hallgrímsson lifði (1844-45) orti hann þessa vísu um Öxnadal:
Þar sem háir hólar

hálfan dalinn fylla

þar sem hamrahilla

hlær við skini sólar

árla fyrir óttu

enn þá meðan nóttu

grundin góða ber

græn í faðmi sér...
Hólarnir sem Jónas yrkir um urðu til þegar hlíðin féll vegna berghlaupsins. Það sem eftir stóð var Hraundranginn en til hans vísar Jónas í þriðju línu sem hamrahillu.


Hér sjást háir hólar fylla hálfan dalinn og Hraundrangi er fyrir miðju

Lesefni um berghlaup:

Heimildir

Myndir

Höfundur

Útgáfudagur

6.6.2007

Spyrjandi

Elvar Bjarki, f. 1993
Jón Gunnar, f. 1993

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2007, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6670.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 6. júní). Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6670

Vignir Már Lýðsson. „Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2007. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6670>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?
Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga.

Það var ekki fyrr en 5. ágúst árið 1956 að mönnum tókst að klífa drangann. Þar voru á ferð Finnur Eyjólfsson, Sigurður Waage og Bandaríkjamaðurinn Nicholas Clinch. Þegar upp var komið beið þeirra þó enginn digur sjóður, en að öllum líkindum voru þeir ekki á höttunum eftir þess konar auði með athæfi sínu.

Hraundrangi hefur hlotið frægð sína aðallega af lögun sinni. Hann er gífurlega oddhvass en uppi á toppnum er innan við hálfs fermetra flötur og því tæplega pláss fyrir einn mann að standa. Hraundrangi myndaðist skömmu eftir ísöld í miklu berghlaupi, en í berghlaupi hrynur hlíðin bókstaflega utan af fjalli og eftir stendur harðara berg sem í þessu tilfelli er Hraundrangi.

Berghlaup myndaði ekki bara Hraundranga. Þegar hlíðin ruddist fram Öxnadal lokaðist afrennsli Öxnadalsvatns og því lokuðust fiskitegundir þar inni. Nánar má lesa um það í svari Bjarna E. Guðleifssonar við spurningunni: Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Afleiðingar berghlaupsins hafa einnig orðið skáldum að yrkisefni en síðasta veturinn sem Jónas Hallgrímsson lifði (1844-45) orti hann þessa vísu um Öxnadal:
Þar sem háir hólar

hálfan dalinn fylla

þar sem hamrahilla

hlær við skini sólar

árla fyrir óttu

enn þá meðan nóttu

grundin góða ber

græn í faðmi sér...
Hólarnir sem Jónas yrkir um urðu til þegar hlíðin féll vegna berghlaupsins. Það sem eftir stóð var Hraundranginn en til hans vísar Jónas í þriðju línu sem hamrahillu.


Hér sjást háir hólar fylla hálfan dalinn og Hraundrangi er fyrir miðju

Lesefni um berghlaup:

Heimildir

Myndir