Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?

Nú á dögum finnst blettatígurinn (Acinonyx jubatus) aðallega á gresju- og stjaktráasvæðum í sunnan- og austanverðri Afríku. Hann forðast hins vegar svæði þar sem þéttleiki trjáa verður of mikill því veiðitækni hans felst í því að hlaupa uppi bráð á geysilegum hraða og slíkt er ekki heppilegt í þéttum skógi. Algengasta bráð blettatígursins er tiltölulega smá spendýr, undir 40 kg, svo sem impalahirtir (Aepyceros melampus), thompsongasellur (Eudorcas thomsonii), grantsgasellur (Nanger granti) og stökkbukkar (Antidorcas marsupialis).

Blettatígrar í Serengeti-þjóðgarðinum í Tansaníu.

Núlifandi blettatígrum er skipt í að minnsta kosti fimm deilitegundir, þar af eru fjórar á fyrrgreindum svæðum í Afríku. Ein deilitegund finnst utan Afríku en það er asíski blettatígurinn (A. jubatus venaticus). Hann finnst nú aðeins á sléttum og steppum í Íran og hugsanlega í Pakistan en það er þó óstaðfest. Áður var deilitegundin útbreidd um Pakistan, norðurhluta Indlands, Afganistan og í fyrrum Sovétríkjunum. Þessi deilitegund er í mikilli útrýmingarhættu.

Mestur þéttleiki blettatígra er í Serengeti-þjóðgarðinum og Maasai mara-þjóðgarðinum við landamæri Kenía og Tansaníu, norðurhluta Mósambík, Namibíu, Sambíu og Botsvana. Tegundinni hefur hrakað nokkuð á undanförnum áratugum og telur heimsstofninn aðeins rúmlega 12 þúsund dýr.

Frekari fróðleikur og mynd:

Útgáfudagur

2.4.2014

Spyrjandi

Kolbrún Þrastardóttir, f. 1999

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2014. Sótt 14. desember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=66757.

Jón Már Halldórsson. (2014, 2. apríl). Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66757

Jón Már Halldórsson. „Hvar og við hvernig aðstæður lifa blettatígrar?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2014. Vefsíða. 14. des. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66757>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.