Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er steppa?

Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré.

Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu eru miklar steppur sem teygja sig allt frá Úkraínu í vestri langt austur eftir Kína. Slétturnar miklu í Norður-Ameríku eru steppur og í Afríku, Argentínu og Ástralíu eru stórar gresjur svo dæmi séu nefnd. Gresjur heita ýmsum nöfnum í mismunandi löndum, til dæmis kallast gresjan steppa í Rússlandi, í Argentínu pampas og í Suður-Afríku veldt.Steppa í Kasakstan. Steppur eða gresjur eru stór flatlend svæði þar sem gras er ríkjandi gróður.

Segja má að loftslag á steppusvæðum sé of þurrt til þess að skógar þrífist þar en of rakt til þess að eyðimörk myndist. Á steppum nærri laufskógum ríkir meginlandsloftslag með svölum vetrum og hlýjum sumrum þar sem úrkoma er mest á vorin og snemma á sumrin. Á steppum nærri eyðimörkum skiptast á þurrka- og regntímabil og loftslag er alltaf hlýtt.

Steppur hafa hentað manninum ágætlega í gegnum söguna, þar var í fyrstu hægt að veiða, síðar stunduðu menn þar kvikfjárrækt og loks jarðyrkju. Jarðvegur á steppunum er oftast frjósamur, þykkur og næringarríkur. Loftslag þar þykir henta vel til kornræktar og má segja að steppum hafi verið breytt í kornforðabúr heimsins. Á seinni árum hafa ræktunarskilyrði hins vegar versnað töluvert á nokkrum steppusvæðum, bæði vegna ofnotkunar lands og eins vegna breytinga á loftslagi. Afleiðingarnar hafa verið uppskerubrestur og dauði búfjár og villtra dýra sem síðan hefur leitt til hungursneyðar hjá fjölda fólks.

Á Vísindavefnum hefur verið fjallað um ýmis dýr sem áttu eða eiga heimkynni á steppum, svo sem stökkmýs, villihesta, vísinda, ljón, risadoðra og sléttuúlfa svo aðeins örfá dæmi séu nefnd.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

9.2.2009

Spyrjandi

Karl Ólafur Hallbjörnsson, f. 1995
Elín Magnea, f. 1992

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvað er steppa?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2009. Sótt 13. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=51045.

EDS. (2009, 9. febrúar). Hvað er steppa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51045

EDS. „Hvað er steppa?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2009. Vefsíða. 13. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51045>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Davíð Ólafsson

1971

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina og iðkun.